Frumkvöðlar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 18. apríl 2018 07:00 Þau sem heimsækja LA sjá ekki bara Hollywood-skilti og njóta sólar, einu gildir í hvaða borgarhluta þú kemur, alltaf blasir við fólk með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma sem á höfði sínu hvergi að halla. Þegar ég sótti þarna nám var ég ítrekað að leita skýringa á þessu ástandi og þá kom í ljós að allir vissu að Ronald Reagan hafði tekið þá ákvörðun á sínum tíma að loka úrræðum fyrir geðsjúka á landsvísu með þessum afleiðingum m.a. Þegar ég nefndi að það væri á ábyrgð samfélagsins að standa með veiku fólki var ég jafnan spurð hvort ég væri sósíalisti. Árum saman hef ég fylgst með starfsemi Hugarafls, m.a. þegar svilkona mín starfaði þar og þá kynntist ég orðinu valdefling fyrst. Nú hefur þessi magnaða starfsemi verið sett í mikið uppnám vegna skipulagsbreytinga stjórnvalda og ég skil ekki hvernig bæta á þjónustu við geðsjúka með því að varpa fyrir róða þeirri reynslu og þekkingu sem tilheyrir Hugarafli og geðteyminu sem byggt hefur það upp. Valdefling snýst um tvennt; sjálfræði og tengsl. Einu gildir hver verkefni okkar eru í lífinu, við þurfum þetta tvennt til þess að blómstra, ekki síst þegar heilsan er annars vegar. Vinkona mín sem glímt hefur við geðrasakanir í þrjátíu ár sagði við mig nýlega: Ég er svo mikið ein að ég næ aldrei að verða heilbrigð. Hugarafl er langþróuð valdeflingarmiðstöð í þágu geðsjúkra þar sem einangrun er rofin og unnið er með fólki frekar en að vinna með það. Ég hef rætt ítrekað við embættismenn, fagfólk og notendur þjónustunnar og fæ enn ekki séð rökin fyrir breytingunum. Gott að menn vilji bæta í, en að gera það án þess að byggja á frumkvöðlakraftinum er alvarlegur misskilningur á viðfangsefninu að mínum dómi. Hugarafl er þarfur valkostur í úrræðaflóru samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þau sem heimsækja LA sjá ekki bara Hollywood-skilti og njóta sólar, einu gildir í hvaða borgarhluta þú kemur, alltaf blasir við fólk með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma sem á höfði sínu hvergi að halla. Þegar ég sótti þarna nám var ég ítrekað að leita skýringa á þessu ástandi og þá kom í ljós að allir vissu að Ronald Reagan hafði tekið þá ákvörðun á sínum tíma að loka úrræðum fyrir geðsjúka á landsvísu með þessum afleiðingum m.a. Þegar ég nefndi að það væri á ábyrgð samfélagsins að standa með veiku fólki var ég jafnan spurð hvort ég væri sósíalisti. Árum saman hef ég fylgst með starfsemi Hugarafls, m.a. þegar svilkona mín starfaði þar og þá kynntist ég orðinu valdefling fyrst. Nú hefur þessi magnaða starfsemi verið sett í mikið uppnám vegna skipulagsbreytinga stjórnvalda og ég skil ekki hvernig bæta á þjónustu við geðsjúka með því að varpa fyrir róða þeirri reynslu og þekkingu sem tilheyrir Hugarafli og geðteyminu sem byggt hefur það upp. Valdefling snýst um tvennt; sjálfræði og tengsl. Einu gildir hver verkefni okkar eru í lífinu, við þurfum þetta tvennt til þess að blómstra, ekki síst þegar heilsan er annars vegar. Vinkona mín sem glímt hefur við geðrasakanir í þrjátíu ár sagði við mig nýlega: Ég er svo mikið ein að ég næ aldrei að verða heilbrigð. Hugarafl er langþróuð valdeflingarmiðstöð í þágu geðsjúkra þar sem einangrun er rofin og unnið er með fólki frekar en að vinna með það. Ég hef rætt ítrekað við embættismenn, fagfólk og notendur þjónustunnar og fæ enn ekki séð rökin fyrir breytingunum. Gott að menn vilji bæta í, en að gera það án þess að byggja á frumkvöðlakraftinum er alvarlegur misskilningur á viðfangsefninu að mínum dómi. Hugarafl er þarfur valkostur í úrræðaflóru samfélagsins.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar