„Guðs laun“ Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 17. mars 2018 10:50 Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að ljósmæður standa í kjarviðræðum. Samningar hafa verið lausir frá því í haust. Ég er ljósmóðir og útskrifaðist 2013. Ég fór í námið á “efri árum”. Þar áður hafði ég starfað sem hjúkrunarfræðingur í 13 ár. Það var draumur hjá mér lengi vel að verða ljósmóðir og lét ég verða af þeim draumi og sé ekki eftir því. En um hver mánaðarmót þá dregur úr þessari gleði því miður. Mér finnst vinnan mín alveg ótrúlega gefandi og skemmtileg og á ég erfitt með að hugsa mér að starfa við eitthvað annað. En ég er einhleyp í dag og með tvö börn á framfæri, starfa sem ljósmóðir á Fæðingarvaktinni og sinni einnig heimaþjónustu, en launin duga skamt. Vaktirnar eru misjafnlega langar og erfiðar og stundum kemst maður alls ekki í mat eða kaffi fyrr en að lokinni vakt. Stundum er ég að vinna um jól, ef ekki þá um áramótin. Stundum vinn ég um páska, hvítasunnu og aðra frídaga. Ég vinn oft á nóttunni, á kvöldin og um helgar. Ég er ekki að kvarta yfir vinnutímanum heldur benda á það að ljósmæður sinna fæðandi konum á öllum tíma dagsins, allan ársins hring. Ég vissi að sjálfsögðu af þessu þegar ég ákvað að fara í námið og eins og ég segi kvarta ég ekki yfir því að vera vinnandi á kvöldin, nóttunni, um helgar, jól og aðra daga. Ég vil bara fá laun í samræmi við það. Laun í samræmi við vinnuframlag og þá ábyrgð sem fylgir starfinu. Sumar vaktir eru mjög erfiðar, þeir sem þekkja til, vita hvað ég er að tala um en ljósmæður eru oft með lífið í lúkunum. Ljósmæður sinna öllum konum í fæðingu, bæði hraustum konum og konum með áhættuþætti. Ef eitthvað bjátar á þá erum við í góðu samstarfi við lækna. Þetta er mikið ábyrgðarstarf en launin endurspegla það ekki. Ljósmæðranámið tekur 6 ár í háskóla, 4 ár í hjúkrunarfæði og 2 ár í ljósmóðurfræði. Að loknu náminu er ljósmæðrum boðin lægri laun en hjúkrunarfræðingum sem hafa einungis 4 ára háskólanám að baki. Meiri menntun skilar því lægri launum. Ljósmæður eru elsta menntaða kvennastétt landsins en skipulagt nám í ljósmóðurfræði hefur verið á Íslandi síðan 1761. Menntun ljósmæðra og kjarabarátta hafa haldist í hendur því að þegar búið var að mennta fyrstu ljósmæðurnar kom babb í bátinn því engin voru launin handa þeim. Þær áttu að vinna sína vinnu fyrir Guðs laun (lesist frítt eða í sjálfboðavinnu). 257 árum seinna erum við enn í kjarabaráttu. Við erum orðnar langþreyttar á þessu ástandi og vonumst til þess að hlustað verði á kröfur ljósmæðra og að sanngjarnir samningar náist sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að ljósmæður standa í kjarviðræðum. Samningar hafa verið lausir frá því í haust. Ég er ljósmóðir og útskrifaðist 2013. Ég fór í námið á “efri árum”. Þar áður hafði ég starfað sem hjúkrunarfræðingur í 13 ár. Það var draumur hjá mér lengi vel að verða ljósmóðir og lét ég verða af þeim draumi og sé ekki eftir því. En um hver mánaðarmót þá dregur úr þessari gleði því miður. Mér finnst vinnan mín alveg ótrúlega gefandi og skemmtileg og á ég erfitt með að hugsa mér að starfa við eitthvað annað. En ég er einhleyp í dag og með tvö börn á framfæri, starfa sem ljósmóðir á Fæðingarvaktinni og sinni einnig heimaþjónustu, en launin duga skamt. Vaktirnar eru misjafnlega langar og erfiðar og stundum kemst maður alls ekki í mat eða kaffi fyrr en að lokinni vakt. Stundum er ég að vinna um jól, ef ekki þá um áramótin. Stundum vinn ég um páska, hvítasunnu og aðra frídaga. Ég vinn oft á nóttunni, á kvöldin og um helgar. Ég er ekki að kvarta yfir vinnutímanum heldur benda á það að ljósmæður sinna fæðandi konum á öllum tíma dagsins, allan ársins hring. Ég vissi að sjálfsögðu af þessu þegar ég ákvað að fara í námið og eins og ég segi kvarta ég ekki yfir því að vera vinnandi á kvöldin, nóttunni, um helgar, jól og aðra daga. Ég vil bara fá laun í samræmi við það. Laun í samræmi við vinnuframlag og þá ábyrgð sem fylgir starfinu. Sumar vaktir eru mjög erfiðar, þeir sem þekkja til, vita hvað ég er að tala um en ljósmæður eru oft með lífið í lúkunum. Ljósmæður sinna öllum konum í fæðingu, bæði hraustum konum og konum með áhættuþætti. Ef eitthvað bjátar á þá erum við í góðu samstarfi við lækna. Þetta er mikið ábyrgðarstarf en launin endurspegla það ekki. Ljósmæðranámið tekur 6 ár í háskóla, 4 ár í hjúkrunarfæði og 2 ár í ljósmóðurfræði. Að loknu náminu er ljósmæðrum boðin lægri laun en hjúkrunarfræðingum sem hafa einungis 4 ára háskólanám að baki. Meiri menntun skilar því lægri launum. Ljósmæður eru elsta menntaða kvennastétt landsins en skipulagt nám í ljósmóðurfræði hefur verið á Íslandi síðan 1761. Menntun ljósmæðra og kjarabarátta hafa haldist í hendur því að þegar búið var að mennta fyrstu ljósmæðurnar kom babb í bátinn því engin voru launin handa þeim. Þær áttu að vinna sína vinnu fyrir Guðs laun (lesist frítt eða í sjálfboðavinnu). 257 árum seinna erum við enn í kjarabaráttu. Við erum orðnar langþreyttar á þessu ástandi og vonumst til þess að hlustað verði á kröfur ljósmæðra og að sanngjarnir samningar náist sem fyrst.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun