Sætið við borðsendann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:00 Í viðtali við Kjarnann ekki alls fyrir löngu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil vel stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þau eru reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum en annað er upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á hin ýmsu mál er oft önnur en karla, eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar er grundvallarplagg, líkt og formaður VG sagði fyrir ári. Ríkisstjórn undir forystu sósíalista og konu veitir hins vegar litla framtíðarsýn í nýrri fjármálaáætlun um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta. Að glitt hefði í slíkar hugsjónir í þessu grundvallarplaggi hefði verið dýrmætt. Þarna er tækifæri til að sýna afgerandi forystu og fá alla með til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um ljósmæður, kennara, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða er að ræða. En í staðinn virðast ráðherrar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra að þessi störf verði unnin, eftirspurn verði til að sinna þeim og endalausri óvissu eytt. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið til lengri tíma litið. Þess vegna er einfalt að samþykkja strax þingsályktunartillögu okkar í Viðreisn um að hefja vinnu til að bæta kjör kvennastétta. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að hefðbundnum valdaflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári með jafnlaunavottunina og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Í viðtali við Kjarnann ekki alls fyrir löngu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil vel stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þau eru reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum en annað er upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á hin ýmsu mál er oft önnur en karla, eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar er grundvallarplagg, líkt og formaður VG sagði fyrir ári. Ríkisstjórn undir forystu sósíalista og konu veitir hins vegar litla framtíðarsýn í nýrri fjármálaáætlun um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta. Að glitt hefði í slíkar hugsjónir í þessu grundvallarplaggi hefði verið dýrmætt. Þarna er tækifæri til að sýna afgerandi forystu og fá alla með til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um ljósmæður, kennara, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða er að ræða. En í staðinn virðast ráðherrar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra að þessi störf verði unnin, eftirspurn verði til að sinna þeim og endalausri óvissu eytt. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið til lengri tíma litið. Þess vegna er einfalt að samþykkja strax þingsályktunartillögu okkar í Viðreisn um að hefja vinnu til að bæta kjör kvennastétta. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að hefðbundnum valdaflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári með jafnlaunavottunina og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar