Sætið við borðsendann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:00 Í viðtali við Kjarnann ekki alls fyrir löngu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil vel stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þau eru reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum en annað er upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á hin ýmsu mál er oft önnur en karla, eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar er grundvallarplagg, líkt og formaður VG sagði fyrir ári. Ríkisstjórn undir forystu sósíalista og konu veitir hins vegar litla framtíðarsýn í nýrri fjármálaáætlun um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta. Að glitt hefði í slíkar hugsjónir í þessu grundvallarplaggi hefði verið dýrmætt. Þarna er tækifæri til að sýna afgerandi forystu og fá alla með til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um ljósmæður, kennara, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða er að ræða. En í staðinn virðast ráðherrar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra að þessi störf verði unnin, eftirspurn verði til að sinna þeim og endalausri óvissu eytt. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið til lengri tíma litið. Þess vegna er einfalt að samþykkja strax þingsályktunartillögu okkar í Viðreisn um að hefja vinnu til að bæta kjör kvennastétta. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að hefðbundnum valdaflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári með jafnlaunavottunina og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við Kjarnann ekki alls fyrir löngu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil vel stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þau eru reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum en annað er upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á hin ýmsu mál er oft önnur en karla, eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar er grundvallarplagg, líkt og formaður VG sagði fyrir ári. Ríkisstjórn undir forystu sósíalista og konu veitir hins vegar litla framtíðarsýn í nýrri fjármálaáætlun um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta. Að glitt hefði í slíkar hugsjónir í þessu grundvallarplaggi hefði verið dýrmætt. Þarna er tækifæri til að sýna afgerandi forystu og fá alla með til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um ljósmæður, kennara, hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða er að ræða. En í staðinn virðast ráðherrar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra að þessi störf verði unnin, eftirspurn verði til að sinna þeim og endalausri óvissu eytt. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið til lengri tíma litið. Þess vegna er einfalt að samþykkja strax þingsályktunartillögu okkar í Viðreisn um að hefja vinnu til að bæta kjör kvennastétta. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að hefðbundnum valdaflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári með jafnlaunavottunina og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar