Hættuleg öfl Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi. Öfgaöfl sem vilja snúa þróuninni við hafa hreiðrað um sig og draga hvergi af sér þegar kemur að því að breiða út boðskapinn um hætturnar sem stafa af því að útlendingar setjist hér að í stórum stíl. Búseta múslima hér á landi er sérstakt áhyggjuefni þessa hóps og þar heyrist gjarnan frasinn um múslimavæðingu Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um mannfyrirlitninguna sem felst í viðhorfi þessa hóps. Hún blasir við, ekki síst á netinu þar sem dólgar skrifa ákafir sinn viðbjóð. Það eru meðmæli með íslenskri þjóð að þessum öflum hefur lítið sem ekkert orðið ágengt í íslenskri pólitík. Samt má ekki gleyma þeirri nöturlegu staðreynd að Framsóknarflokkurinn náði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tveim borgarfulltrúum inn í borgarstjórn með málflutningi sem beindist gegn múslimum. Borgarfulltrúarnir tveir hafa síðan þá sýnt tilburði til iðrunar. Vitanlega hyggjast hinir yfirlýstu andstæðingar fjölmenningarsamfélagsins hvergi gefast upp í baráttu sinni. Í komandi sveitarstjórnarkosningum bjóða fram flokkar, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að berjast gegn því mikla samfélagsmeini sem þeir telja fjölmenningu vera. Framboð þeirra sem ala á hatri er það sorglegasta í þessari kosningabaráttu en um leið er gleðilegt að sjá að fylgi við þá í skoðanakönnunum er nánast ekki neitt. Íslenska þjóðin gerir sér fulla grein fyrir því að þarna eru hættuleg öfl á ferð og vill ekki veita þeim brautargengi. Raddir andstæðinga fjölmenningarsamfélagsins munu hljóma í kosningabaráttunni og gætu orðið æði háværar. Í kappræðum eiga aðrir frambjóðendur ekki að leiða þennan ógeðfellda málflutning hjá sér heldur svara honum af ákveðni og festu og taka sér þannig stöðu með mannúðinni. Það var beinlínis notalegt að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartan Má Kjartansson, ræða í sjónvarpsfréttum um fjölmenningarsamfélagið á svæðinu og mikilvægi þess að hlúa að því. Um 90 prósent þeirra sem flutt hafa á Suðurnesin síðastliðið ár eru erlendir ríkisborgarar og töluð eru 30 tungumál í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Andstæðingar fjölmenningar hafa öruggleg sopið hveljur við þessa frétt og séð mikla vá á ferð. Það fór hins vegar enginn hrollur um hinn ágæta bæjarstjóra. Hann sá þarna fegurð fjölbreytninnar. Hann sagði þetta vera spennandi fjölmenningarsamfélag. „Við erum öll að læra og þurfum að standa í lappirnar og gera allt sem við getum til að gera samfélag okkar aðlaðandi fyrir fólk, óháð því hvaðan það kemur,“ sagði hann. Úrslit sveitarstjórnarkosninga verða vonandi á þann hátt að allir bæjarstjórar landsins hugsi á sama hátt og bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýir íbúar landsins, frá mörgum og ólíkum löndum, laða fram fjölbreytileika. Án alls þessa fólks, sem hér hefur sest að, væri umhverfið fátæklegra og lífssýn okkar þrengri. Við fögnum nýjum íbúum, óttumst þá ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki er öllum Íslendingum jafn vel við þá staðreynd að þeir búa í fjölmenningarsamfélagi. Öfgaöfl sem vilja snúa þróuninni við hafa hreiðrað um sig og draga hvergi af sér þegar kemur að því að breiða út boðskapinn um hætturnar sem stafa af því að útlendingar setjist hér að í stórum stíl. Búseta múslima hér á landi er sérstakt áhyggjuefni þessa hóps og þar heyrist gjarnan frasinn um múslimavæðingu Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um mannfyrirlitninguna sem felst í viðhorfi þessa hóps. Hún blasir við, ekki síst á netinu þar sem dólgar skrifa ákafir sinn viðbjóð. Það eru meðmæli með íslenskri þjóð að þessum öflum hefur lítið sem ekkert orðið ágengt í íslenskri pólitík. Samt má ekki gleyma þeirri nöturlegu staðreynd að Framsóknarflokkurinn náði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tveim borgarfulltrúum inn í borgarstjórn með málflutningi sem beindist gegn múslimum. Borgarfulltrúarnir tveir hafa síðan þá sýnt tilburði til iðrunar. Vitanlega hyggjast hinir yfirlýstu andstæðingar fjölmenningarsamfélagsins hvergi gefast upp í baráttu sinni. Í komandi sveitarstjórnarkosningum bjóða fram flokkar, Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að berjast gegn því mikla samfélagsmeini sem þeir telja fjölmenningu vera. Framboð þeirra sem ala á hatri er það sorglegasta í þessari kosningabaráttu en um leið er gleðilegt að sjá að fylgi við þá í skoðanakönnunum er nánast ekki neitt. Íslenska þjóðin gerir sér fulla grein fyrir því að þarna eru hættuleg öfl á ferð og vill ekki veita þeim brautargengi. Raddir andstæðinga fjölmenningarsamfélagsins munu hljóma í kosningabaráttunni og gætu orðið æði háværar. Í kappræðum eiga aðrir frambjóðendur ekki að leiða þennan ógeðfellda málflutning hjá sér heldur svara honum af ákveðni og festu og taka sér þannig stöðu með mannúðinni. Það var beinlínis notalegt að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartan Má Kjartansson, ræða í sjónvarpsfréttum um fjölmenningarsamfélagið á svæðinu og mikilvægi þess að hlúa að því. Um 90 prósent þeirra sem flutt hafa á Suðurnesin síðastliðið ár eru erlendir ríkisborgarar og töluð eru 30 tungumál í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar. Andstæðingar fjölmenningar hafa öruggleg sopið hveljur við þessa frétt og séð mikla vá á ferð. Það fór hins vegar enginn hrollur um hinn ágæta bæjarstjóra. Hann sá þarna fegurð fjölbreytninnar. Hann sagði þetta vera spennandi fjölmenningarsamfélag. „Við erum öll að læra og þurfum að standa í lappirnar og gera allt sem við getum til að gera samfélag okkar aðlaðandi fyrir fólk, óháð því hvaðan það kemur,“ sagði hann. Úrslit sveitarstjórnarkosninga verða vonandi á þann hátt að allir bæjarstjórar landsins hugsi á sama hátt og bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Nýir íbúar landsins, frá mörgum og ólíkum löndum, laða fram fjölbreytileika. Án alls þessa fólks, sem hér hefur sest að, væri umhverfið fátæklegra og lífssýn okkar þrengri. Við fögnum nýjum íbúum, óttumst þá ekki.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun