Síminn fær ensku úrvalsdeildina Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2018 16:13 Martial, Shaw og félagar verða í Sjónvarpi Símans frá og með næsta hausti. vísir/getty Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. Þetta staðfestir samskiptafulltrúi Símans í tilkynningu sem send var til fjölmiðla nú á fimmta tímanum. Í tilkynningunni segist Orri Hauksson, forstjóri Símans, vera stoltur af því að hafa náð ensku úrvaldsdeildinni til sín. „Enska úrvalsdeildin er eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins og við erum spennt að kynna nýjungar til leiks sem ekki hafa verið í boði áður eins og t.d. 4K útsendingar. Það ætti einnig að gleðja aðdáendur enskrar knattspyrnu að við munum sýna um 15% fleiri leiki í beinni útsendingu en er gert í dag,“ segir Orri.Sjá einnig: Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta haustiÍ sömu tilkynningu er haft eftir Richard Scudamor, framkvæmdastjóra ensku Úrvalsdeildarinnar, að hans fólk hlakki til að fá Símann til liðs við sig og að vonir standi til að fyrirtækið geti gert „upplifun aðdáenda enska boltans á Íslandi enn betri.“ Ljóst var í liðinni viku að enska úrvalsdeildin yrði ekki lengur á Stöð 2 Sport, þar sem hún hefur verið sýnd undanfarin ár. Sýn, eigandi Stöðvar 2 Sport, lagði fram tilboð í sýningarréttinn sem var umtalsvert hærra en fyrirtækið hefur greitt undanfarin ár. Það dugði ekki til og sagði forstjóri Sýnar að ljóst væri að borist hafi „ofurtilboð úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna.“ Með tilkynningu dagsins er endanlega ljóst að ofurtilboðið kom frá Símanum, sem talið er að geta numið um tveimur milljörðum króna. Í tilkynningu Sýnar fyrir helgi kom fram að fyrirtækið hafi metið það sem svo að slíkt tilboð „myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til.“ Vísir er í eigu Sýnar hf. Enski boltinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. Þetta staðfestir samskiptafulltrúi Símans í tilkynningu sem send var til fjölmiðla nú á fimmta tímanum. Í tilkynningunni segist Orri Hauksson, forstjóri Símans, vera stoltur af því að hafa náð ensku úrvaldsdeildinni til sín. „Enska úrvalsdeildin er eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins og við erum spennt að kynna nýjungar til leiks sem ekki hafa verið í boði áður eins og t.d. 4K útsendingar. Það ætti einnig að gleðja aðdáendur enskrar knattspyrnu að við munum sýna um 15% fleiri leiki í beinni útsendingu en er gert í dag,“ segir Orri.Sjá einnig: Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta haustiÍ sömu tilkynningu er haft eftir Richard Scudamor, framkvæmdastjóra ensku Úrvalsdeildarinnar, að hans fólk hlakki til að fá Símann til liðs við sig og að vonir standi til að fyrirtækið geti gert „upplifun aðdáenda enska boltans á Íslandi enn betri.“ Ljóst var í liðinni viku að enska úrvalsdeildin yrði ekki lengur á Stöð 2 Sport, þar sem hún hefur verið sýnd undanfarin ár. Sýn, eigandi Stöðvar 2 Sport, lagði fram tilboð í sýningarréttinn sem var umtalsvert hærra en fyrirtækið hefur greitt undanfarin ár. Það dugði ekki til og sagði forstjóri Sýnar að ljóst væri að borist hafi „ofurtilboð úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna.“ Með tilkynningu dagsins er endanlega ljóst að ofurtilboðið kom frá Símanum, sem talið er að geta numið um tveimur milljörðum króna. Í tilkynningu Sýnar fyrir helgi kom fram að fyrirtækið hafi metið það sem svo að slíkt tilboð „myndi gera það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina en óverulegur rekstrarhagnaður hefur verið á þessari vöru hingað til.“ Vísir er í eigu Sýnar hf.
Enski boltinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38