Haraldur jafn Jordan Spieth en Kisner leiðir Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júlí 2018 20:15 Kevin Kisner leiðir á Opna breska eftir dag eitt. vísir/getty Kevin Kisner er með eins höggs forystu á Opna breska eftir fyrsta hring. Okkar maður, Haraldur Franklín Magnús, er í 50. sæti eftir daginn. Kevin Kisner spilaði frábært golf í dag en Bandaríkjamaðurinn spilaði á fimm höggum undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og einn örn. Hann spilaði á 66 höggum en á síðasta ári endaði hann í 52. sæti á mótinu. Þrír kylfendur fylgja Kisner fast á eftir en það eru þeir Zander Lombards, Tony Finau og Erik Van Rooyen. Þeir spiluðu á fjórum höggum undir pari en þeir Erik og Zander eru báðir frá Suður-Afríku á meðan Tony er Bandaríkjamaður.Okkar maður í baráttunni í dag.vísir/gettySigurvegarinn frá síðasta móti, Jordan Spieth, er á einu höggi yfir pari. Hann er jafn okkar manni Haraldi Franklín en okkar maður spilaði frábært golf á sínum fyrsta hring á risamóti. Fleiri heimsfrægir kylfingar eru á sama skori og Spieth og Haraldur. Þar má nefna Tommy Fleetwood og Lee Westwood til að mynda. Efstu 70 keppendur fara í gegnum niðurskurðinn eftir hringina tvo en hringurinn tvö verður spilaður á morgun. Haraldur er því í ágætis málum haldi hann uppteknum hætti á morgun en fylgst verður vel með framgöngu hans á Vísi á morgun. Tiger Woods spilaði á parinu í dag. Hann fékk þrjá fugla, þrjá skolla og restin var par. Hann er líklegur til að komast í gegnum niðurskurðinn í fyrsta skipti síðan 2014 en hann hefur ekki spilað á mótinu síðan 2015. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. Golf Tengdar fréttir „Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á Opna breska“ Haraldur Franklín Magnús spilar í dag sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. AP fréttastofan vildi kanna enn betur hvaða Íslendingur þetta væri sem væri mættur, fyrstur karlkyns kylfinga, til að spila á risamóti. 19. júlí 2018 07:00 Bróðir Gylfa þjálfaði Harald Franklín Ólafur Már Sigurðsson hefur komið að þjálfun tveggja frábærra íslenskra íþróttamanna. 19. júlí 2018 12:30 Fugladans í byrjun seinni hlutans hjá Haraldi | Myndband Haraldur Franklín Magnús fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum á seinni níu á Opna breska. 19. júlí 2018 14:22 Magnaðar seinni níu og Haraldur í fínni stöðu fyrir morgundaginn Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. 19. júlí 2018 16:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kevin Kisner er með eins höggs forystu á Opna breska eftir fyrsta hring. Okkar maður, Haraldur Franklín Magnús, er í 50. sæti eftir daginn. Kevin Kisner spilaði frábært golf í dag en Bandaríkjamaðurinn spilaði á fimm höggum undir pari. Alls fékk hann fjóra fugla og einn örn. Hann spilaði á 66 höggum en á síðasta ári endaði hann í 52. sæti á mótinu. Þrír kylfendur fylgja Kisner fast á eftir en það eru þeir Zander Lombards, Tony Finau og Erik Van Rooyen. Þeir spiluðu á fjórum höggum undir pari en þeir Erik og Zander eru báðir frá Suður-Afríku á meðan Tony er Bandaríkjamaður.Okkar maður í baráttunni í dag.vísir/gettySigurvegarinn frá síðasta móti, Jordan Spieth, er á einu höggi yfir pari. Hann er jafn okkar manni Haraldi Franklín en okkar maður spilaði frábært golf á sínum fyrsta hring á risamóti. Fleiri heimsfrægir kylfingar eru á sama skori og Spieth og Haraldur. Þar má nefna Tommy Fleetwood og Lee Westwood til að mynda. Efstu 70 keppendur fara í gegnum niðurskurðinn eftir hringina tvo en hringurinn tvö verður spilaður á morgun. Haraldur er því í ágætis málum haldi hann uppteknum hætti á morgun en fylgst verður vel með framgöngu hans á Vísi á morgun. Tiger Woods spilaði á parinu í dag. Hann fékk þrjá fugla, þrjá skolla og restin var par. Hann er líklegur til að komast í gegnum niðurskurðinn í fyrsta skipti síðan 2014 en hann hefur ekki spilað á mótinu síðan 2015. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn.
Golf Tengdar fréttir „Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á Opna breska“ Haraldur Franklín Magnús spilar í dag sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. AP fréttastofan vildi kanna enn betur hvaða Íslendingur þetta væri sem væri mættur, fyrstur karlkyns kylfinga, til að spila á risamóti. 19. júlí 2018 07:00 Bróðir Gylfa þjálfaði Harald Franklín Ólafur Már Sigurðsson hefur komið að þjálfun tveggja frábærra íslenskra íþróttamanna. 19. júlí 2018 12:30 Fugladans í byrjun seinni hlutans hjá Haraldi | Myndband Haraldur Franklín Magnús fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum á seinni níu á Opna breska. 19. júlí 2018 14:22 Magnaðar seinni níu og Haraldur í fínni stöðu fyrir morgundaginn Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. 19. júlí 2018 16:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á Opna breska“ Haraldur Franklín Magnús spilar í dag sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. AP fréttastofan vildi kanna enn betur hvaða Íslendingur þetta væri sem væri mættur, fyrstur karlkyns kylfinga, til að spila á risamóti. 19. júlí 2018 07:00
Bróðir Gylfa þjálfaði Harald Franklín Ólafur Már Sigurðsson hefur komið að þjálfun tveggja frábærra íslenskra íþróttamanna. 19. júlí 2018 12:30
Fugladans í byrjun seinni hlutans hjá Haraldi | Myndband Haraldur Franklín Magnús fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum á seinni níu á Opna breska. 19. júlí 2018 14:22
Magnaðar seinni níu og Haraldur í fínni stöðu fyrir morgundaginn Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00
Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. 19. júlí 2018 16:30