Íslenskt „golfeinvígi“ í Ástralíu í lok febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 16:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni GSÍ/Seth Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á sama móti á evrópsku LET Evrópumótaröðinni undir lok þessa mánaðar. Golfsamband Íslands segir frá því að þær verði báðar meðal keppenda á Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem fer fram 22. til 25. febrúar. Bonville golfvöllurinn er á austurströnd Ástralíu mitt á milli Sydney og Brisbane. Mótið er eins og áður sagði hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra er stödd út í Ástralíu þessa dagana en hún er að keppa á Oates Vic mótinu norður af Melbourne og spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum. Það er fyrsta mót ársins hjá Valdísi Þóru en Ólafía Þórunn náði 26. sæti á sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu sem var Pure Silk mótið á Bahamaeyjum. Classic Bonville mótið verður þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á tímabilinu því vikuna á undan keppir hún á ISPS Handa mótinu í Adelaide í Ástralíu sem fram fer 12. til 18. febrúar næstkomandi. Golf Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á sama móti á evrópsku LET Evrópumótaröðinni undir lok þessa mánaðar. Golfsamband Íslands segir frá því að þær verði báðar meðal keppenda á Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem fer fram 22. til 25. febrúar. Bonville golfvöllurinn er á austurströnd Ástralíu mitt á milli Sydney og Brisbane. Mótið er eins og áður sagði hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra er stödd út í Ástralíu þessa dagana en hún er að keppa á Oates Vic mótinu norður af Melbourne og spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum. Það er fyrsta mót ársins hjá Valdísi Þóru en Ólafía Þórunn náði 26. sæti á sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu sem var Pure Silk mótið á Bahamaeyjum. Classic Bonville mótið verður þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á tímabilinu því vikuna á undan keppir hún á ISPS Handa mótinu í Adelaide í Ástralíu sem fram fer 12. til 18. febrúar næstkomandi.
Golf Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira