MI5 leyfði hryðjuverkamönnum að fremja morð án ótta við refsingu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 12:05 Breskir hermenn á átakasvæði í Norður-Írlandi á níunda áratug síðustu aldar Vísir/Getty Breska leyniþjónustan MI5 bannaði lögreglunni á Norður-Írlandi að handtaka grunaða hryðjuverkamenn nema að höfðu samráði. Þetta kemur fram í tæplega 40 ára gömlum leyniskjölum sem voru gerð opinber í dag. Þá var lögreglan hvött til að reyna frekar að gera hryðjuverkamenn að uppljóstrurum en að ákæra þá fyrir glæpi. Fjöldi norður-írskra ódæðismanna var fyrir vikið ósnertanlegur af lögreglunni. Þeir héldu áfram að fremja morð og taka þátt í sprengju- og skotárásum, jafnvel eftir að þeir gerðust uppljóstrarar, en sættu aldrei ábyrgð þar sem þeir voru undir verndarvæng leyniþjónustunnar. Meðal þeirra sem nutu góðs af þessu fyrirkomulagi var Gary Haggarty sem játaði nýlega á sig meira en 500 glæpi á 16 ára tímabili þegar hann var uppljóstrari. Hann viðurkenndi meðal annars fimm morð, fimm morðsamsæri, nokkrar íkveikjur, mannrán og tugi líkamsárása. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi í janúar. Breskir fjölmiðlar hafa einnig sagt frá máli Freddie Scappaticci, sem var að sögn yfirmaður innri öryggisgæslu írska lýðveldishersins á sama tíma og hann vann fyrir bresku leyniþjónustuna. Hann hafði að sögn yfirumsjón með því að fletta ofan af öðrum uppljóstrurum og myrða þá. Þá hefur verið greint frá því að lögfræðingurinn Pat Finucane, sem var myrtur í Belfast árið 1989, hafi verið fórnarlamb manns sem ekki var ákærður vegna starfa sinna fyrir leyniþjónustuna. Lögreglumaður sem rannsakaði morðið segir að hann hafi fengið heimsókn frá yfirboðara sínum sem hafi skoðað myndir af vettvangi glæpsins og svo sagt sér að kafa ekki dýpra í málið. Tengdar fréttir Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44 Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Fóstureyðingar gætu fellt ríkisstjórn May og sameinað Írland á ný Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er komin í ómögulega stöðu eftir að mikill meirihluti Íra kaus í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema bann við fóstureyðingum. Fóstureyðingar eru enn bannaðar á Norður-Írlandi, sem er undir breskri stjórn, og May getur ekki breytt því án þess að fella eigin ríkisstjórn. 29. maí 2018 10:56 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Breska leyniþjónustan MI5 bannaði lögreglunni á Norður-Írlandi að handtaka grunaða hryðjuverkamenn nema að höfðu samráði. Þetta kemur fram í tæplega 40 ára gömlum leyniskjölum sem voru gerð opinber í dag. Þá var lögreglan hvött til að reyna frekar að gera hryðjuverkamenn að uppljóstrurum en að ákæra þá fyrir glæpi. Fjöldi norður-írskra ódæðismanna var fyrir vikið ósnertanlegur af lögreglunni. Þeir héldu áfram að fremja morð og taka þátt í sprengju- og skotárásum, jafnvel eftir að þeir gerðust uppljóstrarar, en sættu aldrei ábyrgð þar sem þeir voru undir verndarvæng leyniþjónustunnar. Meðal þeirra sem nutu góðs af þessu fyrirkomulagi var Gary Haggarty sem játaði nýlega á sig meira en 500 glæpi á 16 ára tímabili þegar hann var uppljóstrari. Hann viðurkenndi meðal annars fimm morð, fimm morðsamsæri, nokkrar íkveikjur, mannrán og tugi líkamsárása. Hann var dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi í janúar. Breskir fjölmiðlar hafa einnig sagt frá máli Freddie Scappaticci, sem var að sögn yfirmaður innri öryggisgæslu írska lýðveldishersins á sama tíma og hann vann fyrir bresku leyniþjónustuna. Hann hafði að sögn yfirumsjón með því að fletta ofan af öðrum uppljóstrurum og myrða þá. Þá hefur verið greint frá því að lögfræðingurinn Pat Finucane, sem var myrtur í Belfast árið 1989, hafi verið fórnarlamb manns sem ekki var ákærður vegna starfa sinna fyrir leyniþjónustuna. Lögreglumaður sem rannsakaði morðið segir að hann hafi fengið heimsókn frá yfirboðara sínum sem hafi skoðað myndir af vettvangi glæpsins og svo sagt sér að kafa ekki dýpra í málið.
Tengdar fréttir Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44 Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25 Fóstureyðingar gætu fellt ríkisstjórn May og sameinað Írland á ný Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er komin í ómögulega stöðu eftir að mikill meirihluti Íra kaus í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema bann við fóstureyðingum. Fóstureyðingar eru enn bannaðar á Norður-Írlandi, sem er undir breskri stjórn, og May getur ekki breytt því án þess að fella eigin ríkisstjórn. 29. maí 2018 10:56 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44
Theresa May óskar Írum til hamingju May sagði að kosningarnar væru glæsileg leið til þess að sýna hvernig lýðræðið virkar með skýrum og ótvíræðum niðurstöðum. 27. maí 2018 13:25
Fóstureyðingar gætu fellt ríkisstjórn May og sameinað Írland á ný Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er komin í ómögulega stöðu eftir að mikill meirihluti Íra kaus í þjóðaratkvæðagreiðslu að afnema bann við fóstureyðingum. Fóstureyðingar eru enn bannaðar á Norður-Írlandi, sem er undir breskri stjórn, og May getur ekki breytt því án þess að fella eigin ríkisstjórn. 29. maí 2018 10:56
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“