Fyrirmyndarvinnustaður Rakel Davíðsdóttir skrifar 4. október 2018 13:36 Góðkunningi minn leitaði ráða hjá mér um daginn. Hann hafði fengið boð um starf og velti hann því fyrir sér hvort ráð væri að skipta um vinnu. Ég spurði hann nokkurra spurninga en meginspurning mín var hvernig honum liði á núverandi vinnustað og hvers hann myndi sakna úr vinnunni ef hann skipti um starf. Hann svaraði svona: „Mér líður nú afskaplega vel í vinnunni og hlakka alltaf til að mæta til vinnu á morgnana. Ég hef tækifæri á sveigjanlegum vinnutíma, sinni fjölbreyttum verkefnum og fæ að stýra vinnutilhögun að einhverju leyti sjálfur. Hlutverk mitt í vinnunni er skýrt og verkaskipting milli starfsmanna er ljós. Starfsfólk skilgreinir þó verksvið sitt ekki of þröngt heldur gengur í tilfallandi störf og hjálpast að. Það er sterk liðsheild í starfshópnum og starfsfólk er tilbúið að leggja á sig aukalega hvert fyrir annað. Ef mikið er að gera leggst fólk á eitt. Álagsbundnum þáttum er reynt að halda í skefjum, t.d. með því að dreifa verkefnum á sanngjarnan hátt og reynt er að styðja við starfsfólk og bregðast við ef álag verður of mikið. Yfirmaður minn er traustur og mér finnst gott að leita til hans þegar ég þarf á að halda. Hann leitar einnig ráða hjá okkur starfsmönnunum. Hann virðir undirmenn sína og ólíkar skoðanir þeirra og kemur eins fram við alla, af virðingu. Það er ljóst að hann ber ábyrgðina og hefur síðasta orðið. En ég finn að mitt sjónarhorn skiptir máli. Það er skýrt hvers hann væntir af mér og hann veitir mér reglulega endurgjöf um verkefni mín. Það er tekið eftir því sem ég geri vel og mér er hrósað og ég get treyst því að mér sé bent á það sem betur megi fara. Skipulag vinnunnar er gott og stöðugt er leitast við að gera gott verklag og vinnubrögð enn betra. Yfirmaður minn gengur fram með góðu fordæmi í samskiptum. Tekið er á samskiptamálum þegar þau koma upp og gefin skýr skilaboð um að neikvæð og niðurlægjandi framkoma er óliðin. Mér finnst ég vera metinn að verðleikum og launin tel ég vera nokkuð sanngjörn. Ég er hvattur reglulega til að sækja mér endurmenntunar og stutt er við starfsþróun starfsmanna á vinnustaðnum. Ýmislegt er gert reglulega til að þjappa hópnum saman, bæði innan og utan vinnu, af hálfu yfirmanna og starfsmanna. Starfsandinn er mjög góður og er léttur húmor stór partur af honum. Samskiptin eru einnig góð á milli starfsmanna sem hægt er að leita til ef ég þarf á að halda. Vinnuaðstæður mínar eru þannig að þær hjálpa mér að þrífast í starfinu. Ég hef upphækkanlegt skrifborð og aðgengi að góðum mat, ávöxtum og kaffi.“ Það varð „AHA móment“ hjá kunningja mínum en eftir þessa yfirferð áttaði hann sig á því að hann vinnur nú þegar á frábærum vinnustað, með góðri vinnustaðamenningu. Það er ekki sjálfgefið að vinna á vinnustað sem þessum og enn í dag líður alltof mörgum ekki nógu vel í vinnunni þrátt fyrir að vinnuverndarlöggjöfin kveði á um rétt starfsmanna til að vera öruggir og líða vel á vinnustað. Of mikið álag, kulnun í starfi, vanlíðan vegna stjórnunarhátta, erfið samskipti, einelti og kynferðisleg áreitni eru dæmi um það sem starfsmenn á íslenskum vinnustöðum eru margir að glíma við. Atvinnurekendum ber samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati þar sem að andlegir og félagslegir áhættuþættir eru metnir. Ljóst er þó að í grunninn þarf viðhorfsbreyting að eiga sér stað víða í samfélaginu til þess að ná því markmiði að auka vellíðan starfsmanna í vinnu. Hvernig er innra starfsumhverfi á þínum vinnustað?Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræðistofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Góðkunningi minn leitaði ráða hjá mér um daginn. Hann hafði fengið boð um starf og velti hann því fyrir sér hvort ráð væri að skipta um vinnu. Ég spurði hann nokkurra spurninga en meginspurning mín var hvernig honum liði á núverandi vinnustað og hvers hann myndi sakna úr vinnunni ef hann skipti um starf. Hann svaraði svona: „Mér líður nú afskaplega vel í vinnunni og hlakka alltaf til að mæta til vinnu á morgnana. Ég hef tækifæri á sveigjanlegum vinnutíma, sinni fjölbreyttum verkefnum og fæ að stýra vinnutilhögun að einhverju leyti sjálfur. Hlutverk mitt í vinnunni er skýrt og verkaskipting milli starfsmanna er ljós. Starfsfólk skilgreinir þó verksvið sitt ekki of þröngt heldur gengur í tilfallandi störf og hjálpast að. Það er sterk liðsheild í starfshópnum og starfsfólk er tilbúið að leggja á sig aukalega hvert fyrir annað. Ef mikið er að gera leggst fólk á eitt. Álagsbundnum þáttum er reynt að halda í skefjum, t.d. með því að dreifa verkefnum á sanngjarnan hátt og reynt er að styðja við starfsfólk og bregðast við ef álag verður of mikið. Yfirmaður minn er traustur og mér finnst gott að leita til hans þegar ég þarf á að halda. Hann leitar einnig ráða hjá okkur starfsmönnunum. Hann virðir undirmenn sína og ólíkar skoðanir þeirra og kemur eins fram við alla, af virðingu. Það er ljóst að hann ber ábyrgðina og hefur síðasta orðið. En ég finn að mitt sjónarhorn skiptir máli. Það er skýrt hvers hann væntir af mér og hann veitir mér reglulega endurgjöf um verkefni mín. Það er tekið eftir því sem ég geri vel og mér er hrósað og ég get treyst því að mér sé bent á það sem betur megi fara. Skipulag vinnunnar er gott og stöðugt er leitast við að gera gott verklag og vinnubrögð enn betra. Yfirmaður minn gengur fram með góðu fordæmi í samskiptum. Tekið er á samskiptamálum þegar þau koma upp og gefin skýr skilaboð um að neikvæð og niðurlægjandi framkoma er óliðin. Mér finnst ég vera metinn að verðleikum og launin tel ég vera nokkuð sanngjörn. Ég er hvattur reglulega til að sækja mér endurmenntunar og stutt er við starfsþróun starfsmanna á vinnustaðnum. Ýmislegt er gert reglulega til að þjappa hópnum saman, bæði innan og utan vinnu, af hálfu yfirmanna og starfsmanna. Starfsandinn er mjög góður og er léttur húmor stór partur af honum. Samskiptin eru einnig góð á milli starfsmanna sem hægt er að leita til ef ég þarf á að halda. Vinnuaðstæður mínar eru þannig að þær hjálpa mér að þrífast í starfinu. Ég hef upphækkanlegt skrifborð og aðgengi að góðum mat, ávöxtum og kaffi.“ Það varð „AHA móment“ hjá kunningja mínum en eftir þessa yfirferð áttaði hann sig á því að hann vinnur nú þegar á frábærum vinnustað, með góðri vinnustaðamenningu. Það er ekki sjálfgefið að vinna á vinnustað sem þessum og enn í dag líður alltof mörgum ekki nógu vel í vinnunni þrátt fyrir að vinnuverndarlöggjöfin kveði á um rétt starfsmanna til að vera öruggir og líða vel á vinnustað. Of mikið álag, kulnun í starfi, vanlíðan vegna stjórnunarhátta, erfið samskipti, einelti og kynferðisleg áreitni eru dæmi um það sem starfsmenn á íslenskum vinnustöðum eru margir að glíma við. Atvinnurekendum ber samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati þar sem að andlegir og félagslegir áhættuþættir eru metnir. Ljóst er þó að í grunninn þarf viðhorfsbreyting að eiga sér stað víða í samfélaginu til þess að ná því markmiði að auka vellíðan starfsmanna í vinnu. Hvernig er innra starfsumhverfi á þínum vinnustað?Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræðistofu
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar