Fyrirmyndarvinnustaður Rakel Davíðsdóttir skrifar 4. október 2018 13:36 Góðkunningi minn leitaði ráða hjá mér um daginn. Hann hafði fengið boð um starf og velti hann því fyrir sér hvort ráð væri að skipta um vinnu. Ég spurði hann nokkurra spurninga en meginspurning mín var hvernig honum liði á núverandi vinnustað og hvers hann myndi sakna úr vinnunni ef hann skipti um starf. Hann svaraði svona: „Mér líður nú afskaplega vel í vinnunni og hlakka alltaf til að mæta til vinnu á morgnana. Ég hef tækifæri á sveigjanlegum vinnutíma, sinni fjölbreyttum verkefnum og fæ að stýra vinnutilhögun að einhverju leyti sjálfur. Hlutverk mitt í vinnunni er skýrt og verkaskipting milli starfsmanna er ljós. Starfsfólk skilgreinir þó verksvið sitt ekki of þröngt heldur gengur í tilfallandi störf og hjálpast að. Það er sterk liðsheild í starfshópnum og starfsfólk er tilbúið að leggja á sig aukalega hvert fyrir annað. Ef mikið er að gera leggst fólk á eitt. Álagsbundnum þáttum er reynt að halda í skefjum, t.d. með því að dreifa verkefnum á sanngjarnan hátt og reynt er að styðja við starfsfólk og bregðast við ef álag verður of mikið. Yfirmaður minn er traustur og mér finnst gott að leita til hans þegar ég þarf á að halda. Hann leitar einnig ráða hjá okkur starfsmönnunum. Hann virðir undirmenn sína og ólíkar skoðanir þeirra og kemur eins fram við alla, af virðingu. Það er ljóst að hann ber ábyrgðina og hefur síðasta orðið. En ég finn að mitt sjónarhorn skiptir máli. Það er skýrt hvers hann væntir af mér og hann veitir mér reglulega endurgjöf um verkefni mín. Það er tekið eftir því sem ég geri vel og mér er hrósað og ég get treyst því að mér sé bent á það sem betur megi fara. Skipulag vinnunnar er gott og stöðugt er leitast við að gera gott verklag og vinnubrögð enn betra. Yfirmaður minn gengur fram með góðu fordæmi í samskiptum. Tekið er á samskiptamálum þegar þau koma upp og gefin skýr skilaboð um að neikvæð og niðurlægjandi framkoma er óliðin. Mér finnst ég vera metinn að verðleikum og launin tel ég vera nokkuð sanngjörn. Ég er hvattur reglulega til að sækja mér endurmenntunar og stutt er við starfsþróun starfsmanna á vinnustaðnum. Ýmislegt er gert reglulega til að þjappa hópnum saman, bæði innan og utan vinnu, af hálfu yfirmanna og starfsmanna. Starfsandinn er mjög góður og er léttur húmor stór partur af honum. Samskiptin eru einnig góð á milli starfsmanna sem hægt er að leita til ef ég þarf á að halda. Vinnuaðstæður mínar eru þannig að þær hjálpa mér að þrífast í starfinu. Ég hef upphækkanlegt skrifborð og aðgengi að góðum mat, ávöxtum og kaffi.“ Það varð „AHA móment“ hjá kunningja mínum en eftir þessa yfirferð áttaði hann sig á því að hann vinnur nú þegar á frábærum vinnustað, með góðri vinnustaðamenningu. Það er ekki sjálfgefið að vinna á vinnustað sem þessum og enn í dag líður alltof mörgum ekki nógu vel í vinnunni þrátt fyrir að vinnuverndarlöggjöfin kveði á um rétt starfsmanna til að vera öruggir og líða vel á vinnustað. Of mikið álag, kulnun í starfi, vanlíðan vegna stjórnunarhátta, erfið samskipti, einelti og kynferðisleg áreitni eru dæmi um það sem starfsmenn á íslenskum vinnustöðum eru margir að glíma við. Atvinnurekendum ber samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati þar sem að andlegir og félagslegir áhættuþættir eru metnir. Ljóst er þó að í grunninn þarf viðhorfsbreyting að eiga sér stað víða í samfélaginu til þess að ná því markmiði að auka vellíðan starfsmanna í vinnu. Hvernig er innra starfsumhverfi á þínum vinnustað?Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræðistofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Góðkunningi minn leitaði ráða hjá mér um daginn. Hann hafði fengið boð um starf og velti hann því fyrir sér hvort ráð væri að skipta um vinnu. Ég spurði hann nokkurra spurninga en meginspurning mín var hvernig honum liði á núverandi vinnustað og hvers hann myndi sakna úr vinnunni ef hann skipti um starf. Hann svaraði svona: „Mér líður nú afskaplega vel í vinnunni og hlakka alltaf til að mæta til vinnu á morgnana. Ég hef tækifæri á sveigjanlegum vinnutíma, sinni fjölbreyttum verkefnum og fæ að stýra vinnutilhögun að einhverju leyti sjálfur. Hlutverk mitt í vinnunni er skýrt og verkaskipting milli starfsmanna er ljós. Starfsfólk skilgreinir þó verksvið sitt ekki of þröngt heldur gengur í tilfallandi störf og hjálpast að. Það er sterk liðsheild í starfshópnum og starfsfólk er tilbúið að leggja á sig aukalega hvert fyrir annað. Ef mikið er að gera leggst fólk á eitt. Álagsbundnum þáttum er reynt að halda í skefjum, t.d. með því að dreifa verkefnum á sanngjarnan hátt og reynt er að styðja við starfsfólk og bregðast við ef álag verður of mikið. Yfirmaður minn er traustur og mér finnst gott að leita til hans þegar ég þarf á að halda. Hann leitar einnig ráða hjá okkur starfsmönnunum. Hann virðir undirmenn sína og ólíkar skoðanir þeirra og kemur eins fram við alla, af virðingu. Það er ljóst að hann ber ábyrgðina og hefur síðasta orðið. En ég finn að mitt sjónarhorn skiptir máli. Það er skýrt hvers hann væntir af mér og hann veitir mér reglulega endurgjöf um verkefni mín. Það er tekið eftir því sem ég geri vel og mér er hrósað og ég get treyst því að mér sé bent á það sem betur megi fara. Skipulag vinnunnar er gott og stöðugt er leitast við að gera gott verklag og vinnubrögð enn betra. Yfirmaður minn gengur fram með góðu fordæmi í samskiptum. Tekið er á samskiptamálum þegar þau koma upp og gefin skýr skilaboð um að neikvæð og niðurlægjandi framkoma er óliðin. Mér finnst ég vera metinn að verðleikum og launin tel ég vera nokkuð sanngjörn. Ég er hvattur reglulega til að sækja mér endurmenntunar og stutt er við starfsþróun starfsmanna á vinnustaðnum. Ýmislegt er gert reglulega til að þjappa hópnum saman, bæði innan og utan vinnu, af hálfu yfirmanna og starfsmanna. Starfsandinn er mjög góður og er léttur húmor stór partur af honum. Samskiptin eru einnig góð á milli starfsmanna sem hægt er að leita til ef ég þarf á að halda. Vinnuaðstæður mínar eru þannig að þær hjálpa mér að þrífast í starfinu. Ég hef upphækkanlegt skrifborð og aðgengi að góðum mat, ávöxtum og kaffi.“ Það varð „AHA móment“ hjá kunningja mínum en eftir þessa yfirferð áttaði hann sig á því að hann vinnur nú þegar á frábærum vinnustað, með góðri vinnustaðamenningu. Það er ekki sjálfgefið að vinna á vinnustað sem þessum og enn í dag líður alltof mörgum ekki nógu vel í vinnunni þrátt fyrir að vinnuverndarlöggjöfin kveði á um rétt starfsmanna til að vera öruggir og líða vel á vinnustað. Of mikið álag, kulnun í starfi, vanlíðan vegna stjórnunarhátta, erfið samskipti, einelti og kynferðisleg áreitni eru dæmi um það sem starfsmenn á íslenskum vinnustöðum eru margir að glíma við. Atvinnurekendum ber samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati þar sem að andlegir og félagslegir áhættuþættir eru metnir. Ljóst er þó að í grunninn þarf viðhorfsbreyting að eiga sér stað víða í samfélaginu til þess að ná því markmiði að auka vellíðan starfsmanna í vinnu. Hvernig er innra starfsumhverfi á þínum vinnustað?Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræðistofu
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun