Fyrirmyndarvinnustaður Rakel Davíðsdóttir skrifar 4. október 2018 13:36 Góðkunningi minn leitaði ráða hjá mér um daginn. Hann hafði fengið boð um starf og velti hann því fyrir sér hvort ráð væri að skipta um vinnu. Ég spurði hann nokkurra spurninga en meginspurning mín var hvernig honum liði á núverandi vinnustað og hvers hann myndi sakna úr vinnunni ef hann skipti um starf. Hann svaraði svona: „Mér líður nú afskaplega vel í vinnunni og hlakka alltaf til að mæta til vinnu á morgnana. Ég hef tækifæri á sveigjanlegum vinnutíma, sinni fjölbreyttum verkefnum og fæ að stýra vinnutilhögun að einhverju leyti sjálfur. Hlutverk mitt í vinnunni er skýrt og verkaskipting milli starfsmanna er ljós. Starfsfólk skilgreinir þó verksvið sitt ekki of þröngt heldur gengur í tilfallandi störf og hjálpast að. Það er sterk liðsheild í starfshópnum og starfsfólk er tilbúið að leggja á sig aukalega hvert fyrir annað. Ef mikið er að gera leggst fólk á eitt. Álagsbundnum þáttum er reynt að halda í skefjum, t.d. með því að dreifa verkefnum á sanngjarnan hátt og reynt er að styðja við starfsfólk og bregðast við ef álag verður of mikið. Yfirmaður minn er traustur og mér finnst gott að leita til hans þegar ég þarf á að halda. Hann leitar einnig ráða hjá okkur starfsmönnunum. Hann virðir undirmenn sína og ólíkar skoðanir þeirra og kemur eins fram við alla, af virðingu. Það er ljóst að hann ber ábyrgðina og hefur síðasta orðið. En ég finn að mitt sjónarhorn skiptir máli. Það er skýrt hvers hann væntir af mér og hann veitir mér reglulega endurgjöf um verkefni mín. Það er tekið eftir því sem ég geri vel og mér er hrósað og ég get treyst því að mér sé bent á það sem betur megi fara. Skipulag vinnunnar er gott og stöðugt er leitast við að gera gott verklag og vinnubrögð enn betra. Yfirmaður minn gengur fram með góðu fordæmi í samskiptum. Tekið er á samskiptamálum þegar þau koma upp og gefin skýr skilaboð um að neikvæð og niðurlægjandi framkoma er óliðin. Mér finnst ég vera metinn að verðleikum og launin tel ég vera nokkuð sanngjörn. Ég er hvattur reglulega til að sækja mér endurmenntunar og stutt er við starfsþróun starfsmanna á vinnustaðnum. Ýmislegt er gert reglulega til að þjappa hópnum saman, bæði innan og utan vinnu, af hálfu yfirmanna og starfsmanna. Starfsandinn er mjög góður og er léttur húmor stór partur af honum. Samskiptin eru einnig góð á milli starfsmanna sem hægt er að leita til ef ég þarf á að halda. Vinnuaðstæður mínar eru þannig að þær hjálpa mér að þrífast í starfinu. Ég hef upphækkanlegt skrifborð og aðgengi að góðum mat, ávöxtum og kaffi.“ Það varð „AHA móment“ hjá kunningja mínum en eftir þessa yfirferð áttaði hann sig á því að hann vinnur nú þegar á frábærum vinnustað, með góðri vinnustaðamenningu. Það er ekki sjálfgefið að vinna á vinnustað sem þessum og enn í dag líður alltof mörgum ekki nógu vel í vinnunni þrátt fyrir að vinnuverndarlöggjöfin kveði á um rétt starfsmanna til að vera öruggir og líða vel á vinnustað. Of mikið álag, kulnun í starfi, vanlíðan vegna stjórnunarhátta, erfið samskipti, einelti og kynferðisleg áreitni eru dæmi um það sem starfsmenn á íslenskum vinnustöðum eru margir að glíma við. Atvinnurekendum ber samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati þar sem að andlegir og félagslegir áhættuþættir eru metnir. Ljóst er þó að í grunninn þarf viðhorfsbreyting að eiga sér stað víða í samfélaginu til þess að ná því markmiði að auka vellíðan starfsmanna í vinnu. Hvernig er innra starfsumhverfi á þínum vinnustað?Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræðistofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Góðkunningi minn leitaði ráða hjá mér um daginn. Hann hafði fengið boð um starf og velti hann því fyrir sér hvort ráð væri að skipta um vinnu. Ég spurði hann nokkurra spurninga en meginspurning mín var hvernig honum liði á núverandi vinnustað og hvers hann myndi sakna úr vinnunni ef hann skipti um starf. Hann svaraði svona: „Mér líður nú afskaplega vel í vinnunni og hlakka alltaf til að mæta til vinnu á morgnana. Ég hef tækifæri á sveigjanlegum vinnutíma, sinni fjölbreyttum verkefnum og fæ að stýra vinnutilhögun að einhverju leyti sjálfur. Hlutverk mitt í vinnunni er skýrt og verkaskipting milli starfsmanna er ljós. Starfsfólk skilgreinir þó verksvið sitt ekki of þröngt heldur gengur í tilfallandi störf og hjálpast að. Það er sterk liðsheild í starfshópnum og starfsfólk er tilbúið að leggja á sig aukalega hvert fyrir annað. Ef mikið er að gera leggst fólk á eitt. Álagsbundnum þáttum er reynt að halda í skefjum, t.d. með því að dreifa verkefnum á sanngjarnan hátt og reynt er að styðja við starfsfólk og bregðast við ef álag verður of mikið. Yfirmaður minn er traustur og mér finnst gott að leita til hans þegar ég þarf á að halda. Hann leitar einnig ráða hjá okkur starfsmönnunum. Hann virðir undirmenn sína og ólíkar skoðanir þeirra og kemur eins fram við alla, af virðingu. Það er ljóst að hann ber ábyrgðina og hefur síðasta orðið. En ég finn að mitt sjónarhorn skiptir máli. Það er skýrt hvers hann væntir af mér og hann veitir mér reglulega endurgjöf um verkefni mín. Það er tekið eftir því sem ég geri vel og mér er hrósað og ég get treyst því að mér sé bent á það sem betur megi fara. Skipulag vinnunnar er gott og stöðugt er leitast við að gera gott verklag og vinnubrögð enn betra. Yfirmaður minn gengur fram með góðu fordæmi í samskiptum. Tekið er á samskiptamálum þegar þau koma upp og gefin skýr skilaboð um að neikvæð og niðurlægjandi framkoma er óliðin. Mér finnst ég vera metinn að verðleikum og launin tel ég vera nokkuð sanngjörn. Ég er hvattur reglulega til að sækja mér endurmenntunar og stutt er við starfsþróun starfsmanna á vinnustaðnum. Ýmislegt er gert reglulega til að þjappa hópnum saman, bæði innan og utan vinnu, af hálfu yfirmanna og starfsmanna. Starfsandinn er mjög góður og er léttur húmor stór partur af honum. Samskiptin eru einnig góð á milli starfsmanna sem hægt er að leita til ef ég þarf á að halda. Vinnuaðstæður mínar eru þannig að þær hjálpa mér að þrífast í starfinu. Ég hef upphækkanlegt skrifborð og aðgengi að góðum mat, ávöxtum og kaffi.“ Það varð „AHA móment“ hjá kunningja mínum en eftir þessa yfirferð áttaði hann sig á því að hann vinnur nú þegar á frábærum vinnustað, með góðri vinnustaðamenningu. Það er ekki sjálfgefið að vinna á vinnustað sem þessum og enn í dag líður alltof mörgum ekki nógu vel í vinnunni þrátt fyrir að vinnuverndarlöggjöfin kveði á um rétt starfsmanna til að vera öruggir og líða vel á vinnustað. Of mikið álag, kulnun í starfi, vanlíðan vegna stjórnunarhátta, erfið samskipti, einelti og kynferðisleg áreitni eru dæmi um það sem starfsmenn á íslenskum vinnustöðum eru margir að glíma við. Atvinnurekendum ber samkvæmt vinnuverndarlögum nr. 46/1980 ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati þar sem að andlegir og félagslegir áhættuþættir eru metnir. Ljóst er þó að í grunninn þarf viðhorfsbreyting að eiga sér stað víða í samfélaginu til þess að ná því markmiði að auka vellíðan starfsmanna í vinnu. Hvernig er innra starfsumhverfi á þínum vinnustað?Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræðistofu
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar