Vöruskiptahalli aldrei meiri í krónum talið Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Innflutningur neysluvara hefur aukist mikið að undanförnu og þannig jókst innflutningur á nýjum bílum til einkanota um 40 prósent fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Þá jókst innflutningur á heimilistækjum um 23 prósent. Fréttablaðið/GVA Halli af vöruskiptum við útlönd hefur aldrei mælst meiri en í fyrra þegar hann nam 172 milljörðum króna. Um er að ræða 60 prósenta aukningu frá fyrra ári, þegar hann var um 108 milljarðar. Sem hlutfall af landsframleiðslu var vöruskiptahallinn um 6,8 prósent og á þann mælikvarða hefur hann ekki verið meiri í tíu ár. Það er ekki síst innflutningur neysluvara sem er að aukast hratt um þessar mundir. Þannig jókst innflutningur á bílum til einkanota um 40 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs og á heimilistækjum um 23 prósent yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í greiningu frá Íslandsbanka sem byggð er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtust í fyrradag. Gerir greiningardeildin ráð fyrir afgangi upp á 270 milljarða af þjónustuviðskiptum á síðasta ári sem þýðir að viðskiptaafgangur Íslands við útlönd var um 100 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð þar sem viðskiptaafgangi er skilað en Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir það heyra til tíðinda. „Hagsaga síðustu áratuga geymir engin dæmi um fimm ára samfelldan viðskiptaafgang og við erum í raun og veru að snúa við blaðinu í þeim efnum.“ Ör vöxtur ferðaþjónustunnar á stóran þátt í þessu en greinin hefur einnig kallað á aukinn innflutning aðfanga vegna neyslu ferðamanna hér á landi. Ferðamönnum mun að öllum líkindum halda áfram að fjölga á þessu ári, líkt og undanfarin ár, en þó hægir á þeim vexti. Þannig mætti eiga von á því að vöruskiptahalli aukist á meðan dregur úr viðskiptaafgangi.„Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004-2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.Jón Bjarki segir skuldsetningu heimilanna hafa aukist örlítið undanfarið ár eða svo, en ekki sé hægt að bera hana saman við árin fyrir hrun bankanna. „Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004 til 2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón og bætir við að aukin skuldsetning nú skýri lítinn hluta af vexti einkaneyslu. Staða heimilanna sé sterk í ríkjandi hagsveiflu. Hann segir langan veg frá því að við séum komin á varasamar slóðir hvað það varðar. Þó svo að vöruinnflutningur hafi aukist töluvert hefur útflutningur nokkurn veginn staðið í stað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að útflutningur sjávarafurða hafi gefið aðeins eftir en á sama tíma hafi útflutningur á áli aukist nokkuð. Mælt í erlendum gjaldmiðli kemur þetta nokkurn veginn út á pari. Hann segir styrkingu krónunnar og aukinn kaupmátt eiga stóran þátt í auknum innflutningi. Bendir hann á að vöruskiptahallinn sé einn og sér kominn á svipaðar slóðir og fyrir hrun en svo lengi sem viðskiptajöfnuður er jákvæðari verði það lítið vandamál. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Halli af vöruskiptum við útlönd hefur aldrei mælst meiri en í fyrra þegar hann nam 172 milljörðum króna. Um er að ræða 60 prósenta aukningu frá fyrra ári, þegar hann var um 108 milljarðar. Sem hlutfall af landsframleiðslu var vöruskiptahallinn um 6,8 prósent og á þann mælikvarða hefur hann ekki verið meiri í tíu ár. Það er ekki síst innflutningur neysluvara sem er að aukast hratt um þessar mundir. Þannig jókst innflutningur á bílum til einkanota um 40 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs og á heimilistækjum um 23 prósent yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í greiningu frá Íslandsbanka sem byggð er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtust í fyrradag. Gerir greiningardeildin ráð fyrir afgangi upp á 270 milljarða af þjónustuviðskiptum á síðasta ári sem þýðir að viðskiptaafgangur Íslands við útlönd var um 100 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð þar sem viðskiptaafgangi er skilað en Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir það heyra til tíðinda. „Hagsaga síðustu áratuga geymir engin dæmi um fimm ára samfelldan viðskiptaafgang og við erum í raun og veru að snúa við blaðinu í þeim efnum.“ Ör vöxtur ferðaþjónustunnar á stóran þátt í þessu en greinin hefur einnig kallað á aukinn innflutning aðfanga vegna neyslu ferðamanna hér á landi. Ferðamönnum mun að öllum líkindum halda áfram að fjölga á þessu ári, líkt og undanfarin ár, en þó hægir á þeim vexti. Þannig mætti eiga von á því að vöruskiptahalli aukist á meðan dregur úr viðskiptaafgangi.„Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004-2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.Jón Bjarki segir skuldsetningu heimilanna hafa aukist örlítið undanfarið ár eða svo, en ekki sé hægt að bera hana saman við árin fyrir hrun bankanna. „Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004 til 2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón og bætir við að aukin skuldsetning nú skýri lítinn hluta af vexti einkaneyslu. Staða heimilanna sé sterk í ríkjandi hagsveiflu. Hann segir langan veg frá því að við séum komin á varasamar slóðir hvað það varðar. Þó svo að vöruinnflutningur hafi aukist töluvert hefur útflutningur nokkurn veginn staðið í stað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að útflutningur sjávarafurða hafi gefið aðeins eftir en á sama tíma hafi útflutningur á áli aukist nokkuð. Mælt í erlendum gjaldmiðli kemur þetta nokkurn veginn út á pari. Hann segir styrkingu krónunnar og aukinn kaupmátt eiga stóran þátt í auknum innflutningi. Bendir hann á að vöruskiptahallinn sé einn og sér kominn á svipaðar slóðir og fyrir hrun en svo lengi sem viðskiptajöfnuður er jákvæðari verði það lítið vandamál.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira