Umhverfishamfarir að mannavöldum Steinn Kárason skrifar 11. janúar 2018 07:00 Gleðilegt ár kæru landar. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi sem á liðnu ári hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Nýja árið hófst hvorki með barngæsku né manngæsku þegar landsmenn, margir hverjir, hófu hefðbundna flugeldaskothríð um áramótin. Eiturefnamagnið náði nýjum hæðum og fór fyrir brjóstið á börnum og fullorðnum þegar hæst stóð. Magn svifryks – eiturefna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Kópavogi mældist 4,500 míkrógrömm - µg/m³. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm í rúmmetra. Styrkur svifryks mældist að sögn 90 sinnum meiri en það sem heilsusamlegt má teljast. Er þetta sýnu verra en ástandið var á höfuðborgarsvæðinu vegna öskufalls frá síðasta eldgosi í Eyjafjallajökli. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu fór niður í 700 metra um miðnæturbil. Veður var stillt og var svifrykið á höfuðborgarsvæðinu viðvarandi fram eftir nýársdegi. Mengun vegna flugeldanotkunar er heilsuspillandi, hamfarir af mannavöldum sem þarf að linna. Flugeldar innihalda þungmálma s.s. arsen, blý, kopar, sink og króm, einnig sót og fleiri eiturefni sem eiga greiða leið inn í líkamann um öndunarfæri, jafnvel inn í vefi og blóðrás. Um þrjátíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans um áramótin vegna andþrengsla og andnauðar. Umhverfisstofnun telur að allt að 80 ótímabær dauðsföll verði á hverju ári vegna svifryksmengunar. Rannsókn sýnir marktæk tengsl á milli notkunar á astmalyfjum og hás styrks svifryks (PM10) en í Kópavogi mældist ásamt öðrum efnum brennisteinsdíoxíð. Eiturefni og svifryk ýta undir hjartasjúkdóma og spilla jarðvegi og vatni.Létta þarf flugeldaherkvínni Flugeldaslys henda árlega. Fólk hefur látið lífið, tapað sjón og limum af völdum flugelda. Ungmenni slösuðust við flugeldaskot við skátaskála í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Eitt þeirra missti meðvitund. Maður nokkur fékk kúlu úr skotköku í bakið á gamlárskvöld. Læknir hans segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa „bara“ með mar. Sölufyrirkomulag flugelda er á þann veg að hægt er að kaupa mikið magn og misnota. Björgunarsveitirnar okkar vinna mikið og gott starf sem ekki verður metið til fjár. Þúsundir sjálfboðaliða í 99 björgunarsveitum starfa á landinu. Starfsemina þarf að fjármagna á annan veg en verið hefur. Liggur beinast við að það verði gert með skattlagningu og frjálsum framlögum fyrirtækja og fólksins í landinu. Fjármögnun björgunarsveitanna er stórt verkefni og ekki mun það duga eitt og sér að selja kaffi og kleinur til fjáröflunar. Flugeldanotkun eins og við Íslendingar höfum tamið okkur er hernaður gegn fólkinu og landinu. Þetta er óþolandi athæfi og á ekki að eiga sér stað. Stjórnvöld, sveitarstjórnir og stöndug fyrirtæki þurfa að taka í taumana með fjárframlögum og létta þannig þeirri flugeldaherkví sem þjóðin er í. Umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra munu nú þegar íhuga viðbrögð. Verum góð við börnin okkar. Lofum þeim að anda léttar. Með ósk um farsæld og heilbrigði á nýju ári. Höfundur er umhverfishagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gleðilegt ár kæru landar. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi sem á liðnu ári hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Nýja árið hófst hvorki með barngæsku né manngæsku þegar landsmenn, margir hverjir, hófu hefðbundna flugeldaskothríð um áramótin. Eiturefnamagnið náði nýjum hæðum og fór fyrir brjóstið á börnum og fullorðnum þegar hæst stóð. Magn svifryks – eiturefna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Kópavogi mældist 4,500 míkrógrömm - µg/m³. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm í rúmmetra. Styrkur svifryks mældist að sögn 90 sinnum meiri en það sem heilsusamlegt má teljast. Er þetta sýnu verra en ástandið var á höfuðborgarsvæðinu vegna öskufalls frá síðasta eldgosi í Eyjafjallajökli. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu fór niður í 700 metra um miðnæturbil. Veður var stillt og var svifrykið á höfuðborgarsvæðinu viðvarandi fram eftir nýársdegi. Mengun vegna flugeldanotkunar er heilsuspillandi, hamfarir af mannavöldum sem þarf að linna. Flugeldar innihalda þungmálma s.s. arsen, blý, kopar, sink og króm, einnig sót og fleiri eiturefni sem eiga greiða leið inn í líkamann um öndunarfæri, jafnvel inn í vefi og blóðrás. Um þrjátíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans um áramótin vegna andþrengsla og andnauðar. Umhverfisstofnun telur að allt að 80 ótímabær dauðsföll verði á hverju ári vegna svifryksmengunar. Rannsókn sýnir marktæk tengsl á milli notkunar á astmalyfjum og hás styrks svifryks (PM10) en í Kópavogi mældist ásamt öðrum efnum brennisteinsdíoxíð. Eiturefni og svifryk ýta undir hjartasjúkdóma og spilla jarðvegi og vatni.Létta þarf flugeldaherkvínni Flugeldaslys henda árlega. Fólk hefur látið lífið, tapað sjón og limum af völdum flugelda. Ungmenni slösuðust við flugeldaskot við skátaskála í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Eitt þeirra missti meðvitund. Maður nokkur fékk kúlu úr skotköku í bakið á gamlárskvöld. Læknir hans segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa „bara“ með mar. Sölufyrirkomulag flugelda er á þann veg að hægt er að kaupa mikið magn og misnota. Björgunarsveitirnar okkar vinna mikið og gott starf sem ekki verður metið til fjár. Þúsundir sjálfboðaliða í 99 björgunarsveitum starfa á landinu. Starfsemina þarf að fjármagna á annan veg en verið hefur. Liggur beinast við að það verði gert með skattlagningu og frjálsum framlögum fyrirtækja og fólksins í landinu. Fjármögnun björgunarsveitanna er stórt verkefni og ekki mun það duga eitt og sér að selja kaffi og kleinur til fjáröflunar. Flugeldanotkun eins og við Íslendingar höfum tamið okkur er hernaður gegn fólkinu og landinu. Þetta er óþolandi athæfi og á ekki að eiga sér stað. Stjórnvöld, sveitarstjórnir og stöndug fyrirtæki þurfa að taka í taumana með fjárframlögum og létta þannig þeirri flugeldaherkví sem þjóðin er í. Umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra munu nú þegar íhuga viðbrögð. Verum góð við börnin okkar. Lofum þeim að anda léttar. Með ósk um farsæld og heilbrigði á nýju ári. Höfundur er umhverfishagfræðingur.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar