Umhverfishamfarir að mannavöldum Steinn Kárason skrifar 11. janúar 2018 07:00 Gleðilegt ár kæru landar. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi sem á liðnu ári hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Nýja árið hófst hvorki með barngæsku né manngæsku þegar landsmenn, margir hverjir, hófu hefðbundna flugeldaskothríð um áramótin. Eiturefnamagnið náði nýjum hæðum og fór fyrir brjóstið á börnum og fullorðnum þegar hæst stóð. Magn svifryks – eiturefna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Kópavogi mældist 4,500 míkrógrömm - µg/m³. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm í rúmmetra. Styrkur svifryks mældist að sögn 90 sinnum meiri en það sem heilsusamlegt má teljast. Er þetta sýnu verra en ástandið var á höfuðborgarsvæðinu vegna öskufalls frá síðasta eldgosi í Eyjafjallajökli. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu fór niður í 700 metra um miðnæturbil. Veður var stillt og var svifrykið á höfuðborgarsvæðinu viðvarandi fram eftir nýársdegi. Mengun vegna flugeldanotkunar er heilsuspillandi, hamfarir af mannavöldum sem þarf að linna. Flugeldar innihalda þungmálma s.s. arsen, blý, kopar, sink og króm, einnig sót og fleiri eiturefni sem eiga greiða leið inn í líkamann um öndunarfæri, jafnvel inn í vefi og blóðrás. Um þrjátíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans um áramótin vegna andþrengsla og andnauðar. Umhverfisstofnun telur að allt að 80 ótímabær dauðsföll verði á hverju ári vegna svifryksmengunar. Rannsókn sýnir marktæk tengsl á milli notkunar á astmalyfjum og hás styrks svifryks (PM10) en í Kópavogi mældist ásamt öðrum efnum brennisteinsdíoxíð. Eiturefni og svifryk ýta undir hjartasjúkdóma og spilla jarðvegi og vatni.Létta þarf flugeldaherkvínni Flugeldaslys henda árlega. Fólk hefur látið lífið, tapað sjón og limum af völdum flugelda. Ungmenni slösuðust við flugeldaskot við skátaskála í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Eitt þeirra missti meðvitund. Maður nokkur fékk kúlu úr skotköku í bakið á gamlárskvöld. Læknir hans segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa „bara“ með mar. Sölufyrirkomulag flugelda er á þann veg að hægt er að kaupa mikið magn og misnota. Björgunarsveitirnar okkar vinna mikið og gott starf sem ekki verður metið til fjár. Þúsundir sjálfboðaliða í 99 björgunarsveitum starfa á landinu. Starfsemina þarf að fjármagna á annan veg en verið hefur. Liggur beinast við að það verði gert með skattlagningu og frjálsum framlögum fyrirtækja og fólksins í landinu. Fjármögnun björgunarsveitanna er stórt verkefni og ekki mun það duga eitt og sér að selja kaffi og kleinur til fjáröflunar. Flugeldanotkun eins og við Íslendingar höfum tamið okkur er hernaður gegn fólkinu og landinu. Þetta er óþolandi athæfi og á ekki að eiga sér stað. Stjórnvöld, sveitarstjórnir og stöndug fyrirtæki þurfa að taka í taumana með fjárframlögum og létta þannig þeirri flugeldaherkví sem þjóðin er í. Umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra munu nú þegar íhuga viðbrögð. Verum góð við börnin okkar. Lofum þeim að anda léttar. Með ósk um farsæld og heilbrigði á nýju ári. Höfundur er umhverfishagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Gleðilegt ár kæru landar. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi sem á liðnu ári hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Nýja árið hófst hvorki með barngæsku né manngæsku þegar landsmenn, margir hverjir, hófu hefðbundna flugeldaskothríð um áramótin. Eiturefnamagnið náði nýjum hæðum og fór fyrir brjóstið á börnum og fullorðnum þegar hæst stóð. Magn svifryks – eiturefna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Kópavogi mældist 4,500 míkrógrömm - µg/m³. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm í rúmmetra. Styrkur svifryks mældist að sögn 90 sinnum meiri en það sem heilsusamlegt má teljast. Er þetta sýnu verra en ástandið var á höfuðborgarsvæðinu vegna öskufalls frá síðasta eldgosi í Eyjafjallajökli. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu fór niður í 700 metra um miðnæturbil. Veður var stillt og var svifrykið á höfuðborgarsvæðinu viðvarandi fram eftir nýársdegi. Mengun vegna flugeldanotkunar er heilsuspillandi, hamfarir af mannavöldum sem þarf að linna. Flugeldar innihalda þungmálma s.s. arsen, blý, kopar, sink og króm, einnig sót og fleiri eiturefni sem eiga greiða leið inn í líkamann um öndunarfæri, jafnvel inn í vefi og blóðrás. Um þrjátíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans um áramótin vegna andþrengsla og andnauðar. Umhverfisstofnun telur að allt að 80 ótímabær dauðsföll verði á hverju ári vegna svifryksmengunar. Rannsókn sýnir marktæk tengsl á milli notkunar á astmalyfjum og hás styrks svifryks (PM10) en í Kópavogi mældist ásamt öðrum efnum brennisteinsdíoxíð. Eiturefni og svifryk ýta undir hjartasjúkdóma og spilla jarðvegi og vatni.Létta þarf flugeldaherkvínni Flugeldaslys henda árlega. Fólk hefur látið lífið, tapað sjón og limum af völdum flugelda. Ungmenni slösuðust við flugeldaskot við skátaskála í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Eitt þeirra missti meðvitund. Maður nokkur fékk kúlu úr skotköku í bakið á gamlárskvöld. Læknir hans segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa „bara“ með mar. Sölufyrirkomulag flugelda er á þann veg að hægt er að kaupa mikið magn og misnota. Björgunarsveitirnar okkar vinna mikið og gott starf sem ekki verður metið til fjár. Þúsundir sjálfboðaliða í 99 björgunarsveitum starfa á landinu. Starfsemina þarf að fjármagna á annan veg en verið hefur. Liggur beinast við að það verði gert með skattlagningu og frjálsum framlögum fyrirtækja og fólksins í landinu. Fjármögnun björgunarsveitanna er stórt verkefni og ekki mun það duga eitt og sér að selja kaffi og kleinur til fjáröflunar. Flugeldanotkun eins og við Íslendingar höfum tamið okkur er hernaður gegn fólkinu og landinu. Þetta er óþolandi athæfi og á ekki að eiga sér stað. Stjórnvöld, sveitarstjórnir og stöndug fyrirtæki þurfa að taka í taumana með fjárframlögum og létta þannig þeirri flugeldaherkví sem þjóðin er í. Umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra munu nú þegar íhuga viðbrögð. Verum góð við börnin okkar. Lofum þeim að anda léttar. Með ósk um farsæld og heilbrigði á nýju ári. Höfundur er umhverfishagfræðingur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun