Umhverfishamfarir að mannavöldum Steinn Kárason skrifar 11. janúar 2018 07:00 Gleðilegt ár kæru landar. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi sem á liðnu ári hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Nýja árið hófst hvorki með barngæsku né manngæsku þegar landsmenn, margir hverjir, hófu hefðbundna flugeldaskothríð um áramótin. Eiturefnamagnið náði nýjum hæðum og fór fyrir brjóstið á börnum og fullorðnum þegar hæst stóð. Magn svifryks – eiturefna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Kópavogi mældist 4,500 míkrógrömm - µg/m³. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm í rúmmetra. Styrkur svifryks mældist að sögn 90 sinnum meiri en það sem heilsusamlegt má teljast. Er þetta sýnu verra en ástandið var á höfuðborgarsvæðinu vegna öskufalls frá síðasta eldgosi í Eyjafjallajökli. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu fór niður í 700 metra um miðnæturbil. Veður var stillt og var svifrykið á höfuðborgarsvæðinu viðvarandi fram eftir nýársdegi. Mengun vegna flugeldanotkunar er heilsuspillandi, hamfarir af mannavöldum sem þarf að linna. Flugeldar innihalda þungmálma s.s. arsen, blý, kopar, sink og króm, einnig sót og fleiri eiturefni sem eiga greiða leið inn í líkamann um öndunarfæri, jafnvel inn í vefi og blóðrás. Um þrjátíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans um áramótin vegna andþrengsla og andnauðar. Umhverfisstofnun telur að allt að 80 ótímabær dauðsföll verði á hverju ári vegna svifryksmengunar. Rannsókn sýnir marktæk tengsl á milli notkunar á astmalyfjum og hás styrks svifryks (PM10) en í Kópavogi mældist ásamt öðrum efnum brennisteinsdíoxíð. Eiturefni og svifryk ýta undir hjartasjúkdóma og spilla jarðvegi og vatni.Létta þarf flugeldaherkvínni Flugeldaslys henda árlega. Fólk hefur látið lífið, tapað sjón og limum af völdum flugelda. Ungmenni slösuðust við flugeldaskot við skátaskála í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Eitt þeirra missti meðvitund. Maður nokkur fékk kúlu úr skotköku í bakið á gamlárskvöld. Læknir hans segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa „bara“ með mar. Sölufyrirkomulag flugelda er á þann veg að hægt er að kaupa mikið magn og misnota. Björgunarsveitirnar okkar vinna mikið og gott starf sem ekki verður metið til fjár. Þúsundir sjálfboðaliða í 99 björgunarsveitum starfa á landinu. Starfsemina þarf að fjármagna á annan veg en verið hefur. Liggur beinast við að það verði gert með skattlagningu og frjálsum framlögum fyrirtækja og fólksins í landinu. Fjármögnun björgunarsveitanna er stórt verkefni og ekki mun það duga eitt og sér að selja kaffi og kleinur til fjáröflunar. Flugeldanotkun eins og við Íslendingar höfum tamið okkur er hernaður gegn fólkinu og landinu. Þetta er óþolandi athæfi og á ekki að eiga sér stað. Stjórnvöld, sveitarstjórnir og stöndug fyrirtæki þurfa að taka í taumana með fjárframlögum og létta þannig þeirri flugeldaherkví sem þjóðin er í. Umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra munu nú þegar íhuga viðbrögð. Verum góð við börnin okkar. Lofum þeim að anda léttar. Með ósk um farsæld og heilbrigði á nýju ári. Höfundur er umhverfishagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Sjá meira
Gleðilegt ár kæru landar. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi sem á liðnu ári hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Nýja árið hófst hvorki með barngæsku né manngæsku þegar landsmenn, margir hverjir, hófu hefðbundna flugeldaskothríð um áramótin. Eiturefnamagnið náði nýjum hæðum og fór fyrir brjóstið á börnum og fullorðnum þegar hæst stóð. Magn svifryks – eiturefna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í Kópavogi mældist 4,500 míkrógrömm - µg/m³. Sólarhringsheilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm í rúmmetra. Styrkur svifryks mældist að sögn 90 sinnum meiri en það sem heilsusamlegt má teljast. Er þetta sýnu verra en ástandið var á höfuðborgarsvæðinu vegna öskufalls frá síðasta eldgosi í Eyjafjallajökli. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu fór niður í 700 metra um miðnæturbil. Veður var stillt og var svifrykið á höfuðborgarsvæðinu viðvarandi fram eftir nýársdegi. Mengun vegna flugeldanotkunar er heilsuspillandi, hamfarir af mannavöldum sem þarf að linna. Flugeldar innihalda þungmálma s.s. arsen, blý, kopar, sink og króm, einnig sót og fleiri eiturefni sem eiga greiða leið inn í líkamann um öndunarfæri, jafnvel inn í vefi og blóðrás. Um þrjátíu manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans um áramótin vegna andþrengsla og andnauðar. Umhverfisstofnun telur að allt að 80 ótímabær dauðsföll verði á hverju ári vegna svifryksmengunar. Rannsókn sýnir marktæk tengsl á milli notkunar á astmalyfjum og hás styrks svifryks (PM10) en í Kópavogi mældist ásamt öðrum efnum brennisteinsdíoxíð. Eiturefni og svifryk ýta undir hjartasjúkdóma og spilla jarðvegi og vatni.Létta þarf flugeldaherkvínni Flugeldaslys henda árlega. Fólk hefur látið lífið, tapað sjón og limum af völdum flugelda. Ungmenni slösuðust við flugeldaskot við skátaskála í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum. Eitt þeirra missti meðvitund. Maður nokkur fékk kúlu úr skotköku í bakið á gamlárskvöld. Læknir hans segir að maðurinn hafi verið heppinn að sleppa „bara“ með mar. Sölufyrirkomulag flugelda er á þann veg að hægt er að kaupa mikið magn og misnota. Björgunarsveitirnar okkar vinna mikið og gott starf sem ekki verður metið til fjár. Þúsundir sjálfboðaliða í 99 björgunarsveitum starfa á landinu. Starfsemina þarf að fjármagna á annan veg en verið hefur. Liggur beinast við að það verði gert með skattlagningu og frjálsum framlögum fyrirtækja og fólksins í landinu. Fjármögnun björgunarsveitanna er stórt verkefni og ekki mun það duga eitt og sér að selja kaffi og kleinur til fjáröflunar. Flugeldanotkun eins og við Íslendingar höfum tamið okkur er hernaður gegn fólkinu og landinu. Þetta er óþolandi athæfi og á ekki að eiga sér stað. Stjórnvöld, sveitarstjórnir og stöndug fyrirtæki þurfa að taka í taumana með fjárframlögum og létta þannig þeirri flugeldaherkví sem þjóðin er í. Umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra munu nú þegar íhuga viðbrögð. Verum góð við börnin okkar. Lofum þeim að anda léttar. Með ósk um farsæld og heilbrigði á nýju ári. Höfundur er umhverfishagfræðingur.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun