Samhengi í bók Birgittu Hallgrímur Óskarsson skrifar 21. nóvember 2018 14:23 Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar og fékk Vísir leyfi til endurbirtingar Nú er mikið kvartað yfir því að hin geðþekka Birgitta Haukdal hafi ritað á einum stað starfsheitið „hjúkrunarkona“ í stað þess að nota „hjúkrunarfræðingur“. Það er auðvitað gott að minna á rétta útgáfu starfsheita og að notkun orða feli ekki í sér kynjahalla. En á síðustu misserum og árum hafa komið út bækur, tímarit og dagblöð þar sem orðið „hjúkrunarkona“ hefur verið notað ítrekað án þess að nokkur hafi fundið að. Dæmi eru í Útkalls-bókum Óttars Sveinssonar en engin umræða eða gagnrýni var á verk Óttars þrátt fyrir að ein bókin noti þetta orð mjög oft og hafi notað orðið til að auglýsa bókina. Blaðamenn allra stóru dagblaðana (FBL, MBL, DV) nota enn orðið „hjúkrunarkona“ af og til (þótt hitt orðið sé auðvitað meira notað) og ekki hef ég séð amast við því. Orðið „hjúkrunarkona“ finnst einnig oft í Læknablaðinu og í sjálfu höfuðvígi hjúkrunarfræðinga, Tímariti hjúkrunarfræðinga og enga gagnrýni hef ég séð á það. En þegar Birgitta notar orðið einu sinni þá verður mikill æsingur. Hvað ætli valdi þessum mun í viðbrögðum eftir því hver á í hlut? Viggo Mortensen hinn geðþekki danski leikari lenti í keimlíkum viðbrögðum þegar hann notaði hið bannaða enska „N“-orð á dögunum. Hann notaði samt orðið í afar jákvæðu samhengi; sagði að ýmsir góðir áfangasigrar hefðu átt sér stað í baráttu blökkufólks í Bandaríkjunum, t.d. að nær enginn þori að nota N-orðið nú á dögum. En samhengið er hætt að skipta máli, allir hrópuðu upp að Viggo hafi sagt orðið sem enginn má segja („...Viggo Mortensen just dropped the N Word and the oxygen immediately left the room.“ var sagt á Twitter og Guardian birti grein um málið). Ekkert tillit tekið til samhengis, engin sanngirni, bara hrópað hátt í von um læk og athygli. Hugsum aðeins meira um merkingu og samhengi orðanna, hættum að dæsa og fyllast af yfirlætisfullri vandlætingu ef einhver notar orð sem annar segir að megi ekki segja. Lífið má ekki enda sem ein risastór dæs-keppni. Gagnrýnum ef samhengið og mótívasjónið sem á baki liggur leyfir okkur gagnrýni en hættum vandlætingarsemi, því í einhverjum tilvikum kann slíkt að vera leit að athygli - að vilja vera sá sem bendir á hinn svarta blett. Eða, ef við ætlum að gagnrýna svona bókstafslega þá verður að vera samræmi. Ekki taka bara Birgittu fyrir af því hún er fræg söngkona - taka hina fyrir líka, tala almennt um málið. Því þó að máttur Birgittu sé mikill þá mun notkun hennar í eitt skipti á hinu fallega en ögn gamaldags orði ekki hafa nein áhrif á neikvæða kynjun þessa mikilvæga starfs. Birgitta sjálf hefur útskýrt málið vel og brugðist með leiðréttingu en aðrir hafa ekki verið beðnir um að framkvæma slíkt hið saman á sínum verkum, greinum og öðru opinberu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar og fékk Vísir leyfi til endurbirtingar Nú er mikið kvartað yfir því að hin geðþekka Birgitta Haukdal hafi ritað á einum stað starfsheitið „hjúkrunarkona“ í stað þess að nota „hjúkrunarfræðingur“. Það er auðvitað gott að minna á rétta útgáfu starfsheita og að notkun orða feli ekki í sér kynjahalla. En á síðustu misserum og árum hafa komið út bækur, tímarit og dagblöð þar sem orðið „hjúkrunarkona“ hefur verið notað ítrekað án þess að nokkur hafi fundið að. Dæmi eru í Útkalls-bókum Óttars Sveinssonar en engin umræða eða gagnrýni var á verk Óttars þrátt fyrir að ein bókin noti þetta orð mjög oft og hafi notað orðið til að auglýsa bókina. Blaðamenn allra stóru dagblaðana (FBL, MBL, DV) nota enn orðið „hjúkrunarkona“ af og til (þótt hitt orðið sé auðvitað meira notað) og ekki hef ég séð amast við því. Orðið „hjúkrunarkona“ finnst einnig oft í Læknablaðinu og í sjálfu höfuðvígi hjúkrunarfræðinga, Tímariti hjúkrunarfræðinga og enga gagnrýni hef ég séð á það. En þegar Birgitta notar orðið einu sinni þá verður mikill æsingur. Hvað ætli valdi þessum mun í viðbrögðum eftir því hver á í hlut? Viggo Mortensen hinn geðþekki danski leikari lenti í keimlíkum viðbrögðum þegar hann notaði hið bannaða enska „N“-orð á dögunum. Hann notaði samt orðið í afar jákvæðu samhengi; sagði að ýmsir góðir áfangasigrar hefðu átt sér stað í baráttu blökkufólks í Bandaríkjunum, t.d. að nær enginn þori að nota N-orðið nú á dögum. En samhengið er hætt að skipta máli, allir hrópuðu upp að Viggo hafi sagt orðið sem enginn má segja („...Viggo Mortensen just dropped the N Word and the oxygen immediately left the room.“ var sagt á Twitter og Guardian birti grein um málið). Ekkert tillit tekið til samhengis, engin sanngirni, bara hrópað hátt í von um læk og athygli. Hugsum aðeins meira um merkingu og samhengi orðanna, hættum að dæsa og fyllast af yfirlætisfullri vandlætingu ef einhver notar orð sem annar segir að megi ekki segja. Lífið má ekki enda sem ein risastór dæs-keppni. Gagnrýnum ef samhengið og mótívasjónið sem á baki liggur leyfir okkur gagnrýni en hættum vandlætingarsemi, því í einhverjum tilvikum kann slíkt að vera leit að athygli - að vilja vera sá sem bendir á hinn svarta blett. Eða, ef við ætlum að gagnrýna svona bókstafslega þá verður að vera samræmi. Ekki taka bara Birgittu fyrir af því hún er fræg söngkona - taka hina fyrir líka, tala almennt um málið. Því þó að máttur Birgittu sé mikill þá mun notkun hennar í eitt skipti á hinu fallega en ögn gamaldags orði ekki hafa nein áhrif á neikvæða kynjun þessa mikilvæga starfs. Birgitta sjálf hefur útskýrt málið vel og brugðist með leiðréttingu en aðrir hafa ekki verið beðnir um að framkvæma slíkt hið saman á sínum verkum, greinum og öðru opinberu efni.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun