Nú brúum við bilið! Skúli Helgason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt samhljóða tillögur um viðamikla leikskólauppbyggingu á næstu árum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir foreldra ungbarna í borginni en með þeim verður hægt að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri í leikskóla innan fimm ára.Nýir leikskólar, viðbyggingar og ungbarnadeildir Til að brúa bilið munum við fjölga leikskólarýmum um 700-750 á næstu 5 árum. Það verður gert með því að opna fimm nýja leikskóla, í Úlfarsárdal, Miðborg, Kirkjusandi, Vogabyggð og Skerjafirði, byggja við fimm starfandi leikskóla og opna 5-6 nýjar leikskóladeildir við leikskóla þar sem eftirspurn hefur verið með mesta móti í Fossvogi, Laugardal, Grafarvogi, Grafarholti og Breiðholti. Nú eru 14 ungbarnadeildir starfræktar við leikskóla borgarinnar og þeim verður fjölgað um sjö á ári þar til ungbarnadeild verður til staðar í öllum stærri leikskólum borgarinnar. Þær eru sérútbúnar, með hita í gólfum, leiksvæði og búnaði sem hæfir börnum frá 12 mánaða aldri. Gengið verður til samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun barna og er ráðgert að þeim fjölgi um tæplega 170 á komandi árum til viðbótar þeirri fjölgun um 80 rými sem þegar hefur orðið á þessu hausti. Við munum áfram bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla til að gera þá að eftirsóknarverðari vinnustöðum. Á þessu ári höfum við samþykkt og fjármagnað slíkar aðgerðir fyrir 1.100 milljónir með fjölgun starfsfólks á elstu deildum, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun undirbúningstíma, sumarstörfum ungs fólks á leikskólum o.m.fl. Við teljum að þessar aðgerðir hafi átt sinn þátt í því að mönnunarmál ganga nú mun betur en sl. tvö ár. 98 prósent allra stöðugilda eru nú mönnuð og einungis hálft stöðugildi að meðaltali ómannað á hverjum leikskóla. Þá eru mun færri börn á biðlista eftir leikskóla. Við munum verja 5,2 milljörðum til þessarar miklu uppbyggingar og ljúka þannig því mikla átaki í leikskólamálum sem Reykjavíkurlistinn hóf fyrir aldarfjórðungi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt samhljóða tillögur um viðamikla leikskólauppbyggingu á næstu árum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir foreldra ungbarna í borginni en með þeim verður hægt að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri í leikskóla innan fimm ára.Nýir leikskólar, viðbyggingar og ungbarnadeildir Til að brúa bilið munum við fjölga leikskólarýmum um 700-750 á næstu 5 árum. Það verður gert með því að opna fimm nýja leikskóla, í Úlfarsárdal, Miðborg, Kirkjusandi, Vogabyggð og Skerjafirði, byggja við fimm starfandi leikskóla og opna 5-6 nýjar leikskóladeildir við leikskóla þar sem eftirspurn hefur verið með mesta móti í Fossvogi, Laugardal, Grafarvogi, Grafarholti og Breiðholti. Nú eru 14 ungbarnadeildir starfræktar við leikskóla borgarinnar og þeim verður fjölgað um sjö á ári þar til ungbarnadeild verður til staðar í öllum stærri leikskólum borgarinnar. Þær eru sérútbúnar, með hita í gólfum, leiksvæði og búnaði sem hæfir börnum frá 12 mánaða aldri. Gengið verður til samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun barna og er ráðgert að þeim fjölgi um tæplega 170 á komandi árum til viðbótar þeirri fjölgun um 80 rými sem þegar hefur orðið á þessu hausti. Við munum áfram bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla til að gera þá að eftirsóknarverðari vinnustöðum. Á þessu ári höfum við samþykkt og fjármagnað slíkar aðgerðir fyrir 1.100 milljónir með fjölgun starfsfólks á elstu deildum, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun undirbúningstíma, sumarstörfum ungs fólks á leikskólum o.m.fl. Við teljum að þessar aðgerðir hafi átt sinn þátt í því að mönnunarmál ganga nú mun betur en sl. tvö ár. 98 prósent allra stöðugilda eru nú mönnuð og einungis hálft stöðugildi að meðaltali ómannað á hverjum leikskóla. Þá eru mun færri börn á biðlista eftir leikskóla. Við munum verja 5,2 milljörðum til þessarar miklu uppbyggingar og ljúka þannig því mikla átaki í leikskólamálum sem Reykjavíkurlistinn hóf fyrir aldarfjórðungi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun