Framsókn Afríku frá 1960 Þorvaldur Gylfason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Reykjavík—Grikkland má heita vagga vestrænnar menningar, en Afríka er vagga mannsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Gana varð fyrst Afríkulanda til að taka sér sjálfstæði 1956. Richard Nixon varaforseti Bandaríkjanna sótti sjálfstæðishátíðina fyrir hönd lands síns. Þegar lúðrasveitin gerði hlé á leik sínum, vék Nixon sér að nærstöddum gesti og spurði hann glaðlega: Hvernig tilfinning er að vera nú loksins frjáls? Gesturinn svaraði um hæl: Ég hef ekki hugmynd, ég er frá Alabama. Afríka sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, stundum kölluð Svarta Afríka, telur nú um 50 lönd og 1.060 milljónir manna (2017). Fólksfjöldinn 1960 var aðeins röskur helmingur af fólksfjölda þeirra landa sem nú mynda ESB. Dæmið hefur snúizt við. Afríkubúar eru nú rösklega tvisvar sinnum fleiri en íbúar ESB. Afríkubúum hefur fjölgað um 2,7% á ári að jafnaði frá 1960. Mannfjöldafræðingar spá því að íbúar sunnan Sahara verði 2,2 milljarðar 2050 á móti 515 milljónum manns í ESB. Í spánni felst að fólksfjölgunin í Afríku hægi á sér og verði héðan í frá 2,2% á ári að jafnaði. Íslendingum fjölgaði til samanburðar um 1,2% á ári 1960-2017.Bergmál frá Íslandi Hægari fólksfjölgun í Afríku birtist í fækkun barnsfæðinga á hverja konu. Barnsfæðingum í álfunni fækkaði úr 6,6 á hverja konu 1960 í 4,8 fæðingar 2016. Þessi fækkun leynir miklum mun á einstökum löndum. Á eynni Máritíus í miðju Indlandshafi, einu ríkasta landi álfunnar, fækkaði fæðingum úr 6,2 í 1,4 frá 1960 til 2016. Í óspilltasta landi álfunnar, Botsvönu, sem hefur einnig vegnað vel, fækkaði fæðingum úr 6,6 á hverja konu í 2,7 á sama tíma. Fátækustu löndunum miðar hægar. Í Malaví þar sem tekjur á mann eru aðeins um tuttugasti partur af tekjum á mann á Máritíus fjölgaði barnsfæðingum úr 6,9 í 7,6 frá 1960 til 1980 áður en þeim fækkaði í 4,6 2016. Á Íslandi fækkaði fæðingum á hverja konu úr 4,3 1960 í 1,8 2016. Höldum áfram að ausa af talnasúpudiskinum. Um 1860 fæddu íslenzkar konur sex börn hver að jafnaði og stóðu þá að því leyti í sömu sporum og afrískar konur við sjálfstæðistökuna um og eftir 1960. Sextán Afríkulöndum af 50 tókst að fækka barnsfæðingum á hverja konu 2016 niður fyrir 4,3 sem var fjöldi fæðinga á hverja íslenzka konu 1960. Tölur um barnadauða segja svipaða sögu. Þegar Kenía tók sér sjálfstæði 1964, dó fimmta hvert barn þar fyrir fimm ára afmælið líkt og á Íslandi 1871-1890. Nú deyja innan við 5% kenískra barna svo snemma. Barnadauði í Keníu er nú eins og hann var á Íslandi 1931-1950. Afríka er eins og bergmál frá Íslandi.Lengri ævir Einn gleggsti vottur framsóknar Afríku frá 1960 er að íbúar álfunnar lifa nú miklu lengur en áður. Meðalævin í Afríku var 40 ár 1960 eins og á Íslandi 1881-1900. Nú er meðalævi Afríkubúa komin upp fyrir 60 ár eins og hún var hér heima 1931-1940. Afríka stefnir að sama marki og við hin. Markið er ekki bara rafmagn, rennandi vatn og önnur þægindi sem við teljum sjálfsögð, heldur einnig langar ævir í litlum fjölskyldum. Í Malí, landluktu eyðimerkurlandi í Vestur-Afríku, gat nýfætt barn vænzt þess að ná 28 ára aldri 1960 eins og á Íslandi 1861-1870. Meðalævin í Malí hefur meira en tvöfaldazt frá 1960 og er nú 58 ár eins og hún var hér heima um 1930. Jafnvel í Madagaskar, einu fátækasta landi álfunnar þar sem fólkið dregur fram lífið með tekjur sem nema nú um 500 kr. á mann á dag, er meðalævin komin upp í 66 ár eins og á Íslandi 1941-1950. Það er vel yfir meðallagi álfunnar. Ævirnar halda áfram að lengjast þrátt fyrir erfiðan efnahag. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 var aðeins um einn ellefti af tekjum á mann í ESB á móti einum tíunda 1990. Afríka hefur því dregizt aðeins aftur úr Evrópu frekar en að draga á til að þrengja bilið. Á sama kvarða nam kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 tæpum fjórðungi tekna á mann um heiminn allan en hafði verið sléttur fjórðungur 1990.Menntun í sókn Enn er því langt til lands. Um aldamótin síðustu sótti aðeins fimmti hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti röskum helmingi um allan heim. Nú sækir þriðji hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti tveim unglingum af hverjum þrem í heiminum öllum. Við sjáum þarna greinileg merki um framför. Menntun er í sókn um allan heim, einnig í Afríku. Fullorðinslæsi í Afríku hefur aukizt úr helmingi 1984 í tvo þriðju 2016 borið saman við aukningu á heimsvísu úr 72% 1984 í 86% 2016. Þetta mjakast. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Reykjavík—Grikkland má heita vagga vestrænnar menningar, en Afríka er vagga mannsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku. Gana varð fyrst Afríkulanda til að taka sér sjálfstæði 1956. Richard Nixon varaforseti Bandaríkjanna sótti sjálfstæðishátíðina fyrir hönd lands síns. Þegar lúðrasveitin gerði hlé á leik sínum, vék Nixon sér að nærstöddum gesti og spurði hann glaðlega: Hvernig tilfinning er að vera nú loksins frjáls? Gesturinn svaraði um hæl: Ég hef ekki hugmynd, ég er frá Alabama. Afríka sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, stundum kölluð Svarta Afríka, telur nú um 50 lönd og 1.060 milljónir manna (2017). Fólksfjöldinn 1960 var aðeins röskur helmingur af fólksfjölda þeirra landa sem nú mynda ESB. Dæmið hefur snúizt við. Afríkubúar eru nú rösklega tvisvar sinnum fleiri en íbúar ESB. Afríkubúum hefur fjölgað um 2,7% á ári að jafnaði frá 1960. Mannfjöldafræðingar spá því að íbúar sunnan Sahara verði 2,2 milljarðar 2050 á móti 515 milljónum manns í ESB. Í spánni felst að fólksfjölgunin í Afríku hægi á sér og verði héðan í frá 2,2% á ári að jafnaði. Íslendingum fjölgaði til samanburðar um 1,2% á ári 1960-2017.Bergmál frá Íslandi Hægari fólksfjölgun í Afríku birtist í fækkun barnsfæðinga á hverja konu. Barnsfæðingum í álfunni fækkaði úr 6,6 á hverja konu 1960 í 4,8 fæðingar 2016. Þessi fækkun leynir miklum mun á einstökum löndum. Á eynni Máritíus í miðju Indlandshafi, einu ríkasta landi álfunnar, fækkaði fæðingum úr 6,2 í 1,4 frá 1960 til 2016. Í óspilltasta landi álfunnar, Botsvönu, sem hefur einnig vegnað vel, fækkaði fæðingum úr 6,6 á hverja konu í 2,7 á sama tíma. Fátækustu löndunum miðar hægar. Í Malaví þar sem tekjur á mann eru aðeins um tuttugasti partur af tekjum á mann á Máritíus fjölgaði barnsfæðingum úr 6,9 í 7,6 frá 1960 til 1980 áður en þeim fækkaði í 4,6 2016. Á Íslandi fækkaði fæðingum á hverja konu úr 4,3 1960 í 1,8 2016. Höldum áfram að ausa af talnasúpudiskinum. Um 1860 fæddu íslenzkar konur sex börn hver að jafnaði og stóðu þá að því leyti í sömu sporum og afrískar konur við sjálfstæðistökuna um og eftir 1960. Sextán Afríkulöndum af 50 tókst að fækka barnsfæðingum á hverja konu 2016 niður fyrir 4,3 sem var fjöldi fæðinga á hverja íslenzka konu 1960. Tölur um barnadauða segja svipaða sögu. Þegar Kenía tók sér sjálfstæði 1964, dó fimmta hvert barn þar fyrir fimm ára afmælið líkt og á Íslandi 1871-1890. Nú deyja innan við 5% kenískra barna svo snemma. Barnadauði í Keníu er nú eins og hann var á Íslandi 1931-1950. Afríka er eins og bergmál frá Íslandi.Lengri ævir Einn gleggsti vottur framsóknar Afríku frá 1960 er að íbúar álfunnar lifa nú miklu lengur en áður. Meðalævin í Afríku var 40 ár 1960 eins og á Íslandi 1881-1900. Nú er meðalævi Afríkubúa komin upp fyrir 60 ár eins og hún var hér heima 1931-1940. Afríka stefnir að sama marki og við hin. Markið er ekki bara rafmagn, rennandi vatn og önnur þægindi sem við teljum sjálfsögð, heldur einnig langar ævir í litlum fjölskyldum. Í Malí, landluktu eyðimerkurlandi í Vestur-Afríku, gat nýfætt barn vænzt þess að ná 28 ára aldri 1960 eins og á Íslandi 1861-1870. Meðalævin í Malí hefur meira en tvöfaldazt frá 1960 og er nú 58 ár eins og hún var hér heima um 1930. Jafnvel í Madagaskar, einu fátækasta landi álfunnar þar sem fólkið dregur fram lífið með tekjur sem nema nú um 500 kr. á mann á dag, er meðalævin komin upp í 66 ár eins og á Íslandi 1941-1950. Það er vel yfir meðallagi álfunnar. Ævirnar halda áfram að lengjast þrátt fyrir erfiðan efnahag. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 var aðeins um einn ellefti af tekjum á mann í ESB á móti einum tíunda 1990. Afríka hefur því dregizt aðeins aftur úr Evrópu frekar en að draga á til að þrengja bilið. Á sama kvarða nam kaupmáttur þjóðartekna á mann í Afríku 2016 tæpum fjórðungi tekna á mann um heiminn allan en hafði verið sléttur fjórðungur 1990.Menntun í sókn Enn er því langt til lands. Um aldamótin síðustu sótti aðeins fimmti hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti röskum helmingi um allan heim. Nú sækir þriðji hver unglingur í Afríku framhaldsskóla á móti tveim unglingum af hverjum þrem í heiminum öllum. Við sjáum þarna greinileg merki um framför. Menntun er í sókn um allan heim, einnig í Afríku. Fullorðinslæsi í Afríku hefur aukizt úr helmingi 1984 í tvo þriðju 2016 borið saman við aukningu á heimsvísu úr 72% 1984 í 86% 2016. Þetta mjakast. Meira næst.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun