
Að segja nei
Borgarstjórnarmeirihluti sem leggur áherslu á aðlaðandi miðbæ hefur horft aðgerðalaus á verktaka hertaka borgina. Nú er reynt að losa sig undan þessu ægivaldi því stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa gripið til aukinnar stýringar í hóteluppbyggingu og segja ekki rými fyrir fleiri hótel á ákveðnum svæðum í miðbænum. Það er hárrétt að það eru ekki ýkja margir auðir reitir eftir í miðbænum. Þeir urðu hótelglöðum verktökum að bráð. Hin haukfránu og gráðugu augu verktaka virðast samt sjá enn fleiri tækifæri til hóteluppbyggingar í miðbænum og mótmæla nýrri stefnu Reykjavíkurborgar harðlega. Þeir segjast nú neyðast til að endurhugsa fyrirhuguð hótelverkefni í miðbænum. Það er ekki nema von að þeim sé brugðið, því þeir hafa komist upp með það sem þeim sýnist. Nú verður blessunarlega breyting á því. Hins vegar er dapurlegt fyrir unnendur miðbæjarins að þessi breyting hafi ekki orðið mun fyrr.
Formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, hefur sagt að á síðustu árum hafi verið mikill þrýstingur frá verktökum, en sagði jafnframt að borgin hefði margoft neitað að veita hótelleyfi. Gott er til þess að vita að í borgarkerfinu hafi menn þorað að segja nei við verktaka. Um leið er ljóst að ekki hefur verið sagt nei nógu oft. Það er nefnilega list að segja nei og það hefur tekið langan tíma hjá Reykjavíkurborg að ná tökum á því.
Borgaryfirvöld hafa sýnt verktökum linkind og leyft þeim að vaða uppi. Afleiðingarnar blasa við í miðbænum þar sem hverju hótelinu á fætur öðru hefur verið plantað niður. Nú loks finnst borgaryfirvöldum mál að linni. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að skaðinn er þegar orðinn.
Skoðun

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar