Martröð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. desember 2018 11:00 Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samningum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á vantrauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þingmenn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samningum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á vantrauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þingmenn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun