Vitleysisgangur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 06:00 Íslenskir stjórnmálamenn hafa hin síðustu ár ekki átt ýkja mikinn kost á því að baða sig í aðdáun landsmanna, þar sem hún hefur verið í algjöru lágmarki. Ætla mætti að metnaðarfullir stjórnmálamenn myndu ekki fórna höndum í uppgjöf vegna fremur aums hlutskiptis síns heldur leitast við að snúa viðhorfinu til betri vegar. Það gera þeir vitanlega best með því að vinna þannig að sómi sé að. Því miður er sumum þeirra það gjörsamlega um megn. Í umræðu um stjórnmálamenn sem valda ekki verkefnum sem þeim hafa verið falin hlýtur hugurinn að leita til borgarfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarbúar, sem kusu þá til starfa fyrr á þessu ári, hafa örugglega gert ráð fyrir því að þessir fulltrúar þeirra sæju sér fært að sinna starfi sínu og nýta orku sína í þágu góðra verka. Nú er ljóst að borgarfulltrúar, bæði í meirihluta og minnihluta, ráða engan veginn við þetta sjálfsagða verkefni. Þeir eyða ómældum tíma í að bera hver annan alls kyns sökum og orð eins og „einelti“, „leki“ og „trúnaðarbrestur“ koma þar mjög við sögu. Hvert tilfinningalegt upphlaupið rekur annað hjá borgarfulltrúum sem virðast ófærir um að sýna sjálfstjórn. Vitleysisgangur þessa fólks nær hámarki þegar það vill leiða umræðuna út í það hvort ákveðinn borgarfulltrúi hafi ullað á einn borgarfulltrúa minnihlutans eða tvo. Borgarbúar fylgjast furðu lostnir með og hljóta að velta því fyrir sér hvort allt þetta vanstillta fólk eigi eitthvert erindi í stjórnmál og hvort það sé virkilega fært um að taka yfirvegaðar ákvarðanir er varða hag Reykvíkinga. Ástæða er til að efast um það. Borgarfulltrúarnir virðast vera í krónísku tilfinningauppnámi vegna þess að þeim er gert að sitja saman á fundum í Ráðhúsinu. Þar neyðast þeir til að eiga samskipti, sem eru þeim nánast óbærileg. Ekki virðist hvarfla að þeim að það sé valkostur í stöðunni að bíta á jaxlinn frekar en að góla um fólsku pólitískra andstæðinga. Þessi ítrekuðu neyðarköll rata vitanlega í fjölmiðla sem gera þeim góð skil og „fórnarlömbin“ eru æði dugleg að mæta í viðtöl og tíunda raunir sínar. Ekki bjuggust margir svo sem við því að meirihluta og minnihluta borgarstjórnar myndi semja sérlega vel, en fæstir hafa örugglega séð fyrir að gagnkvæm andúð myndi leiða þá út í það öngstræti sem þeir eru nú komnir í. Borgarfulltrúarnir eru orðnir að athlægi og hafðir að háði og spotti, ekki bara um allan bæ heldur allt land. Með afar heimskulegri framkomu hafa þeir gjaldfellt sig á skömmum tíma. Málið er ekki verulega flókið, það snýst bara um að hegða sér sómasamlega á vinnustað. Það tekst hinum venjulega borgara yfirleitt ágætlega á sínum vinnustað, þótt þar starfi fólk sem hefur ekki sömu skoðanir á málum og hann. Borgarfulltrúar, sem eiga að vera sómasamlegir fulltrúar kjósenda, ættu að taka sér vinnandi fólk til fyrirmyndar og reyna að haga sér skikkanlega. Þeir voru kosnir til þess en ekki til að verða sér hvað eftir annað til háborinnar skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn hafa hin síðustu ár ekki átt ýkja mikinn kost á því að baða sig í aðdáun landsmanna, þar sem hún hefur verið í algjöru lágmarki. Ætla mætti að metnaðarfullir stjórnmálamenn myndu ekki fórna höndum í uppgjöf vegna fremur aums hlutskiptis síns heldur leitast við að snúa viðhorfinu til betri vegar. Það gera þeir vitanlega best með því að vinna þannig að sómi sé að. Því miður er sumum þeirra það gjörsamlega um megn. Í umræðu um stjórnmálamenn sem valda ekki verkefnum sem þeim hafa verið falin hlýtur hugurinn að leita til borgarfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Borgarbúar, sem kusu þá til starfa fyrr á þessu ári, hafa örugglega gert ráð fyrir því að þessir fulltrúar þeirra sæju sér fært að sinna starfi sínu og nýta orku sína í þágu góðra verka. Nú er ljóst að borgarfulltrúar, bæði í meirihluta og minnihluta, ráða engan veginn við þetta sjálfsagða verkefni. Þeir eyða ómældum tíma í að bera hver annan alls kyns sökum og orð eins og „einelti“, „leki“ og „trúnaðarbrestur“ koma þar mjög við sögu. Hvert tilfinningalegt upphlaupið rekur annað hjá borgarfulltrúum sem virðast ófærir um að sýna sjálfstjórn. Vitleysisgangur þessa fólks nær hámarki þegar það vill leiða umræðuna út í það hvort ákveðinn borgarfulltrúi hafi ullað á einn borgarfulltrúa minnihlutans eða tvo. Borgarbúar fylgjast furðu lostnir með og hljóta að velta því fyrir sér hvort allt þetta vanstillta fólk eigi eitthvert erindi í stjórnmál og hvort það sé virkilega fært um að taka yfirvegaðar ákvarðanir er varða hag Reykvíkinga. Ástæða er til að efast um það. Borgarfulltrúarnir virðast vera í krónísku tilfinningauppnámi vegna þess að þeim er gert að sitja saman á fundum í Ráðhúsinu. Þar neyðast þeir til að eiga samskipti, sem eru þeim nánast óbærileg. Ekki virðist hvarfla að þeim að það sé valkostur í stöðunni að bíta á jaxlinn frekar en að góla um fólsku pólitískra andstæðinga. Þessi ítrekuðu neyðarköll rata vitanlega í fjölmiðla sem gera þeim góð skil og „fórnarlömbin“ eru æði dugleg að mæta í viðtöl og tíunda raunir sínar. Ekki bjuggust margir svo sem við því að meirihluta og minnihluta borgarstjórnar myndi semja sérlega vel, en fæstir hafa örugglega séð fyrir að gagnkvæm andúð myndi leiða þá út í það öngstræti sem þeir eru nú komnir í. Borgarfulltrúarnir eru orðnir að athlægi og hafðir að háði og spotti, ekki bara um allan bæ heldur allt land. Með afar heimskulegri framkomu hafa þeir gjaldfellt sig á skömmum tíma. Málið er ekki verulega flókið, það snýst bara um að hegða sér sómasamlega á vinnustað. Það tekst hinum venjulega borgara yfirleitt ágætlega á sínum vinnustað, þótt þar starfi fólk sem hefur ekki sömu skoðanir á málum og hann. Borgarfulltrúar, sem eiga að vera sómasamlegir fulltrúar kjósenda, ættu að taka sér vinnandi fólk til fyrirmyndar og reyna að haga sér skikkanlega. Þeir voru kosnir til þess en ekki til að verða sér hvað eftir annað til háborinnar skammar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun