Rekstur í Reykjavík Davíð Þorláksson skrifar 20. júní 2018 07:00 Framtíðin er loðin og teygjanleg í Reykjavík ef marka má sáttmála meirihlutans í borgarstjórn. Þar er fjallað almennt um hlutina en innan um eru skýrar tillögur og tíma- eða tölusettar áætlanir. Það á sérstaklega við um atvinnumálin. Reykjavík er stærsta útgerðar-, iðnaðar-, ferðaþjónustu-, verslunar- og þjónustupláss landsins. Því miður virðist ekki vera forgangsatriði að hlúa betur að hlutverki borgarinnar hvað þetta varðar. Það vill stundum gleymast að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa fimmtungi opinberra tekna og 14% opinberra skulda hvíla á sveitarfélögunum. Það er ekki bara ríkið sem hefur áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja, heldur gera sveitarfélögin það líka. Fasteignamat hefur hækkað talsvert síðustu ár í takt við hækkandi fasteignaverð og vegna breyttra matsaðferða hjá Þjóðskrá. Þá hefur verið talsverð uppbygging, einkum í húsnæði undir gistingu. Greiða þarf níu sinnum hærra fasteignagjald af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Allt þetta hefur leitt til þess að tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum hækkuðu um 28% frá 2014 til 2017 á sama tíma og verðlag hækkaði um 5%. Í sáttmálanum er lofað að fasteignagjöld lækki um 0,05 prósentur á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins. Það er auðvitað engin skattalækkun, heldur bara aðeins minni skattahækkun en ella. Síðustu ár hafa einkennst af samfelldum hagvexti og uppgangi. Það er góðæri. Atvinnuleysi í Reykjavík í apríl var aðeins 2,39%. Við getum ekki treyst á að þetta verði alltaf svona. Reykjavíkurborg verður að hlúa betur að fyrirtækjunum í borginni. Fyrsta skrefið væri að lækka fasteignagjöld raunverulega á atvinnuhúsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Davíð Þorláksson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Framtíðin er loðin og teygjanleg í Reykjavík ef marka má sáttmála meirihlutans í borgarstjórn. Þar er fjallað almennt um hlutina en innan um eru skýrar tillögur og tíma- eða tölusettar áætlanir. Það á sérstaklega við um atvinnumálin. Reykjavík er stærsta útgerðar-, iðnaðar-, ferðaþjónustu-, verslunar- og þjónustupláss landsins. Því miður virðist ekki vera forgangsatriði að hlúa betur að hlutverki borgarinnar hvað þetta varðar. Það vill stundum gleymast að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa fimmtungi opinberra tekna og 14% opinberra skulda hvíla á sveitarfélögunum. Það er ekki bara ríkið sem hefur áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja, heldur gera sveitarfélögin það líka. Fasteignamat hefur hækkað talsvert síðustu ár í takt við hækkandi fasteignaverð og vegna breyttra matsaðferða hjá Þjóðskrá. Þá hefur verið talsverð uppbygging, einkum í húsnæði undir gistingu. Greiða þarf níu sinnum hærra fasteignagjald af atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Allt þetta hefur leitt til þess að tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum hækkuðu um 28% frá 2014 til 2017 á sama tíma og verðlag hækkaði um 5%. Í sáttmálanum er lofað að fasteignagjöld lækki um 0,05 prósentur á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins. Það er auðvitað engin skattalækkun, heldur bara aðeins minni skattahækkun en ella. Síðustu ár hafa einkennst af samfelldum hagvexti og uppgangi. Það er góðæri. Atvinnuleysi í Reykjavík í apríl var aðeins 2,39%. Við getum ekki treyst á að þetta verði alltaf svona. Reykjavíkurborg verður að hlúa betur að fyrirtækjunum í borginni. Fyrsta skrefið væri að lækka fasteignagjöld raunverulega á atvinnuhúsnæði.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar