
Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra?
Á sambandsstjórnarfundi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem haldinn var í Menntaskólanum við Hamrahlíð 11.–12. nóvember 2017 var eftirfarandi ályktun um þriggja ára kerfið samþykkt af fulltrúum framhaldsskólanema.
„Innan skólakerfisins sé almennur skortur á þekkingu og reynslu á þriggja ára kerfinu. Nemendur leggja til að komið verði á samráðsvettvangi þar sem reynslumeira starfsfólk miðlar þekkingu sinni til starfsmanna þeirra skóla sem nýverið hafa tekið upp þriggja ára kerfið. Kennarar sem óvanir eru þriggja ára kerfinu eru oftar en ekki óskipulagðir og óöryggir og enn að laga sig að auknu símati.
Skortur sé á kynningu hæfniþrepa innan skólanna og hæfniþrepaskipting óskýr. Ákveðnir grunnáfangar sem teljast undanfarar framhaldsáfanga hafa verið teknir út sem leiðir að því að nemendur eru skildir eftir með lélegri grunn til áframhaldandi náms.
Með fjölgun áfanga á hverri önn, fjölgun símatsáfanga og skorti á samræmingu milli faga hvað varðar verkefnaskil, hefur álag á nemendur aukist meira en æskilegt er og ná þeir ekki að sinna náminu sem skyldi. Auk þess hefur álagið þær afleiðingar að nemendur geta ekki sinnt sínum persónulegum skyldum utan skóla sem aftur getur skapað félagslega einangrun. Endurskoða þarf námsmat til þess að jafnvægi sé á milli símats, prófa, og námsefnisins í heild sinni með tilliti til þess að nám hafi verið stytt um eitt ár.
Skortur á fjármagni til háskólanna mun leiða til þess að þeir verði ekki færir um að innrita þann fjölda nemenda sem útskrifast vorið 2018 en þá munu margir framhaldsskólar brautskrá tvo árganga. Sem dæmi má nefna þær námsgreinar innan háskólanna sem innrita takmarkaðan fjölda nemenda en í þeim greinum hefur plássum ekki verið fjölgað samhliða breytingum á menntakerfinu. Draga má líkur að því að fjöldi útskrifaða framhaldsskólanema muni ekki geta sótt sér þá framhaldsmenntun sem hugur þeirra stendur til. Bein afleiðing þess verður dræm starfsvinda í íslensku samfélagi.“
Af þessu má sjá að nauðsynlegt er að skipa starfshóp meðal fagfólks og hagsmunaaðila þar sem kerfið í heild sinni verður skoðað og fært til betra horfs. Látum ekki hugmyndir þeirra sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta verða að ákvarðanatöku, heldur þeirra sem þurfa að eiga við afleiðingar breytinganna.
Nemendur krefjast þess að kostir og gallar þriggja ára kerfisins verði greindir með hagsmuni nemenda í huga. Boltinn er hjá þér Lilja D. Alfreðsdóttir.
Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar