Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Davíð Snær Jónsson skrifar 2. febrúar 2018 09:03 Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. Á sambandsstjórnarfundi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem haldinn var í Menntaskólanum við Hamrahlíð 11.–12. nóvember 2017 var eftirfarandi ályktun um þriggja ára kerfið samþykkt af fulltrúum framhaldsskólanema. „Innan skólakerfisins sé almennur skortur á þekkingu og reynslu á þriggja ára kerfinu. Nemendur leggja til að komið verði á samráðsvettvangi þar sem reynslumeira starfsfólk miðlar þekkingu sinni til starfsmanna þeirra skóla sem nýverið hafa tekið upp þriggja ára kerfið. Kennarar sem óvanir eru þriggja ára kerfinu eru oftar en ekki óskipulagðir og óöryggir og enn að laga sig að auknu símati. Skortur sé á kynningu hæfniþrepa innan skólanna og hæfniþrepaskipting óskýr. Ákveðnir grunnáfangar sem teljast undanfarar framhaldsáfanga hafa verið teknir út sem leiðir að því að nemendur eru skildir eftir með lélegri grunn til áframhaldandi náms. Með fjölgun áfanga á hverri önn, fjölgun símatsáfanga og skorti á samræmingu milli faga hvað varðar verkefnaskil, hefur álag á nemendur aukist meira en æskilegt er og ná þeir ekki að sinna náminu sem skyldi. Auk þess hefur álagið þær afleiðingar að nemendur geta ekki sinnt sínum persónulegum skyldum utan skóla sem aftur getur skapað félagslega einangrun. Endurskoða þarf námsmat til þess að jafnvægi sé á milli símats, prófa, og námsefnisins í heild sinni með tilliti til þess að nám hafi verið stytt um eitt ár. Skortur á fjármagni til háskólanna mun leiða til þess að þeir verði ekki færir um að innrita þann fjölda nemenda sem útskrifast vorið 2018 en þá munu margir framhaldsskólar brautskrá tvo árganga. Sem dæmi má nefna þær námsgreinar innan háskólanna sem innrita takmarkaðan fjölda nemenda en í þeim greinum hefur plássum ekki verið fjölgað samhliða breytingum á menntakerfinu. Draga má líkur að því að fjöldi útskrifaða framhaldsskólanema muni ekki geta sótt sér þá framhaldsmenntun sem hugur þeirra stendur til. Bein afleiðing þess verður dræm starfsvinda í íslensku samfélagi.“ Af þessu má sjá að nauðsynlegt er að skipa starfshóp meðal fagfólks og hagsmunaaðila þar sem kerfið í heild sinni verður skoðað og fært til betra horfs. Látum ekki hugmyndir þeirra sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta verða að ákvarðanatöku, heldur þeirra sem þurfa að eiga við afleiðingar breytinganna. Nemendur krefjast þess að kostir og gallar þriggja ára kerfisins verði greindir með hagsmuni nemenda í huga. Boltinn er hjá þér Lilja D. Alfreðsdóttir.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. Á sambandsstjórnarfundi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem haldinn var í Menntaskólanum við Hamrahlíð 11.–12. nóvember 2017 var eftirfarandi ályktun um þriggja ára kerfið samþykkt af fulltrúum framhaldsskólanema. „Innan skólakerfisins sé almennur skortur á þekkingu og reynslu á þriggja ára kerfinu. Nemendur leggja til að komið verði á samráðsvettvangi þar sem reynslumeira starfsfólk miðlar þekkingu sinni til starfsmanna þeirra skóla sem nýverið hafa tekið upp þriggja ára kerfið. Kennarar sem óvanir eru þriggja ára kerfinu eru oftar en ekki óskipulagðir og óöryggir og enn að laga sig að auknu símati. Skortur sé á kynningu hæfniþrepa innan skólanna og hæfniþrepaskipting óskýr. Ákveðnir grunnáfangar sem teljast undanfarar framhaldsáfanga hafa verið teknir út sem leiðir að því að nemendur eru skildir eftir með lélegri grunn til áframhaldandi náms. Með fjölgun áfanga á hverri önn, fjölgun símatsáfanga og skorti á samræmingu milli faga hvað varðar verkefnaskil, hefur álag á nemendur aukist meira en æskilegt er og ná þeir ekki að sinna náminu sem skyldi. Auk þess hefur álagið þær afleiðingar að nemendur geta ekki sinnt sínum persónulegum skyldum utan skóla sem aftur getur skapað félagslega einangrun. Endurskoða þarf námsmat til þess að jafnvægi sé á milli símats, prófa, og námsefnisins í heild sinni með tilliti til þess að nám hafi verið stytt um eitt ár. Skortur á fjármagni til háskólanna mun leiða til þess að þeir verði ekki færir um að innrita þann fjölda nemenda sem útskrifast vorið 2018 en þá munu margir framhaldsskólar brautskrá tvo árganga. Sem dæmi má nefna þær námsgreinar innan háskólanna sem innrita takmarkaðan fjölda nemenda en í þeim greinum hefur plássum ekki verið fjölgað samhliða breytingum á menntakerfinu. Draga má líkur að því að fjöldi útskrifaða framhaldsskólanema muni ekki geta sótt sér þá framhaldsmenntun sem hugur þeirra stendur til. Bein afleiðing þess verður dræm starfsvinda í íslensku samfélagi.“ Af þessu má sjá að nauðsynlegt er að skipa starfshóp meðal fagfólks og hagsmunaaðila þar sem kerfið í heild sinni verður skoðað og fært til betra horfs. Látum ekki hugmyndir þeirra sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta verða að ákvarðanatöku, heldur þeirra sem þurfa að eiga við afleiðingar breytinganna. Nemendur krefjast þess að kostir og gallar þriggja ára kerfisins verði greindir með hagsmuni nemenda í huga. Boltinn er hjá þér Lilja D. Alfreðsdóttir.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar