Ragnar Þór Ingólfsson á heimavelli Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 2. febrúar 2018 09:58 Fyrir rúmu ári vann Ragnar Þór Ingólfsson öruggan sigur í formannskjöri hjá VR, hlaut 3.480 atkvæði. Sá glæsilegi kosningasigur hefur stigið honum illilega til höfuðs. Áður en að þeim sigri kom hafði Ragnar leitað fyrir sér í ýmsum hagsmunasamtökum og pólitískum samtökum. Hann reyndi meðal annars að komast á Alþingi af framboðslista hjá stjórnmálasamtökunum Dögun en hafði ekki árangur sem erfiði. Og áður hafði hann tvisvar sinnum boðið fram krafta sína til forystu á þingi ASÍ en þurfti að játa sig sigraðan. Þetta ár sem Ragnar hefur gegnt formennsku í VR hefur því miður í alltof miklum mæli einkennst af sérkennilegri þráhyggju hans gagnvart ASÍ. Það er einsog ekkert verulegt annað geti í rauninni komist að. Eitt af því sem sætir furðu í framgöngu formanns VR, stærsta stéttarfélags landsins, með um 36.000 félagsmenn, er að honum þykir það eiginlega ískyggilegt hversu útbreidd stéttarfélagsaðild er hér á landi. Og hann sér eftir þeim peningum sem fara í réttinda- og samtryggingarsjóði launafólks. Hann segir í ræðu: „Við erum með yfir 90% stéttarfélagsaðild á Íslandi, meira en nokkurs staðar hlutfallslega í heiminum … Og hvernig stendur á því að þetta er svona? Jú, þetta er orðið svo risastórt batterí, þetta er orðið hálfgert skrímsli sem við erum með í höndunum, sem heitir Verkalýðshreyfingin. Og afhverju kalla ég þetta skrímsli? Þetta er orðið peningalegt stórveldi. Hvatinn fyrir verkalýðshreyfinguna er alltaf að stækka sig inn á við, hún er komin og hefur verið í ansi mörg ár í samkeppni við ríki og sveitarfélög um alltaf hærra og hærra hlutfall af launaveltu almennings. Með því að byggja upp sjóðakerfin, eins og lífeyrissjóðskerfi sem er langstærst, við erum með nýjasta sjóðinn, er endurhæfingarsjóður sem að bjó síðan til apparat sem heitir Virk starfsendurhæfing.“ Ragnar hefur þann leiða sið að saka forystufólk í launþegahreyfingunni sí og æ um svik og segir það vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Það mætti halda af orðum hans að ASÍ eitt og sér ákvarði kjör launafólks. Atvinnurekendur eða stjórnvöld nefnir hann sjaldnar á nafn. Undir þessari sérkennilegu orðræðu formannsins hafa aðildarfélög ASÍ og stjórn VR setið furðu róleg og þögul. Að vísu getur verið að margir veigri sér við að andmæla Ragnari vegna þess hversu illa hann þolir andstæð sjónarmið og er ófyrirleitinn. Nýverið sagði hann til dæmis í ræðu um félaga sína í stjórn VR: „Nú er stjórnarkjör í VR í mars, þar þyrfti nú heldur betur að sópa til. Þannig að ég skora á ykkur.“ Í formannstíð sinni hefur Ragnar nokkrum sinnum notað Sósíalistaflokkinn sem vettvang sinn, sem er kannski eðlilegt um mann sem er lítið gefinn fyrir almenna samstöðu launafólks. Í nýlegri ræðu hjá þeim flokki, sem áður hefur verið vitnað til hér að framan, kom skýrt fram hvar formaður VR telur sig helst eiga heima: „Góðan daginn, takk fyrir að bjóða mér á Sósíalistaþingið og hérna ég verð nú bara segja það strax að mér líður vel að koma í þennan félagsskap, hann á ákaflega vel við það sem ég stend fyrir þannig að maður er svona á heimavelli. Það er alltaf gott og betra að vera á heimavelli en á útivelli einsog á ársfundum lífeyrissjóða og svoleiðis, ASÍ-þingi.“Höfundur situr í stjórn VR og er 2. varaforseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári vann Ragnar Þór Ingólfsson öruggan sigur í formannskjöri hjá VR, hlaut 3.480 atkvæði. Sá glæsilegi kosningasigur hefur stigið honum illilega til höfuðs. Áður en að þeim sigri kom hafði Ragnar leitað fyrir sér í ýmsum hagsmunasamtökum og pólitískum samtökum. Hann reyndi meðal annars að komast á Alþingi af framboðslista hjá stjórnmálasamtökunum Dögun en hafði ekki árangur sem erfiði. Og áður hafði hann tvisvar sinnum boðið fram krafta sína til forystu á þingi ASÍ en þurfti að játa sig sigraðan. Þetta ár sem Ragnar hefur gegnt formennsku í VR hefur því miður í alltof miklum mæli einkennst af sérkennilegri þráhyggju hans gagnvart ASÍ. Það er einsog ekkert verulegt annað geti í rauninni komist að. Eitt af því sem sætir furðu í framgöngu formanns VR, stærsta stéttarfélags landsins, með um 36.000 félagsmenn, er að honum þykir það eiginlega ískyggilegt hversu útbreidd stéttarfélagsaðild er hér á landi. Og hann sér eftir þeim peningum sem fara í réttinda- og samtryggingarsjóði launafólks. Hann segir í ræðu: „Við erum með yfir 90% stéttarfélagsaðild á Íslandi, meira en nokkurs staðar hlutfallslega í heiminum … Og hvernig stendur á því að þetta er svona? Jú, þetta er orðið svo risastórt batterí, þetta er orðið hálfgert skrímsli sem við erum með í höndunum, sem heitir Verkalýðshreyfingin. Og afhverju kalla ég þetta skrímsli? Þetta er orðið peningalegt stórveldi. Hvatinn fyrir verkalýðshreyfinguna er alltaf að stækka sig inn á við, hún er komin og hefur verið í ansi mörg ár í samkeppni við ríki og sveitarfélög um alltaf hærra og hærra hlutfall af launaveltu almennings. Með því að byggja upp sjóðakerfin, eins og lífeyrissjóðskerfi sem er langstærst, við erum með nýjasta sjóðinn, er endurhæfingarsjóður sem að bjó síðan til apparat sem heitir Virk starfsendurhæfing.“ Ragnar hefur þann leiða sið að saka forystufólk í launþegahreyfingunni sí og æ um svik og segir það vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Það mætti halda af orðum hans að ASÍ eitt og sér ákvarði kjör launafólks. Atvinnurekendur eða stjórnvöld nefnir hann sjaldnar á nafn. Undir þessari sérkennilegu orðræðu formannsins hafa aðildarfélög ASÍ og stjórn VR setið furðu róleg og þögul. Að vísu getur verið að margir veigri sér við að andmæla Ragnari vegna þess hversu illa hann þolir andstæð sjónarmið og er ófyrirleitinn. Nýverið sagði hann til dæmis í ræðu um félaga sína í stjórn VR: „Nú er stjórnarkjör í VR í mars, þar þyrfti nú heldur betur að sópa til. Þannig að ég skora á ykkur.“ Í formannstíð sinni hefur Ragnar nokkrum sinnum notað Sósíalistaflokkinn sem vettvang sinn, sem er kannski eðlilegt um mann sem er lítið gefinn fyrir almenna samstöðu launafólks. Í nýlegri ræðu hjá þeim flokki, sem áður hefur verið vitnað til hér að framan, kom skýrt fram hvar formaður VR telur sig helst eiga heima: „Góðan daginn, takk fyrir að bjóða mér á Sósíalistaþingið og hérna ég verð nú bara segja það strax að mér líður vel að koma í þennan félagsskap, hann á ákaflega vel við það sem ég stend fyrir þannig að maður er svona á heimavelli. Það er alltaf gott og betra að vera á heimavelli en á útivelli einsog á ársfundum lífeyrissjóða og svoleiðis, ASÍ-þingi.“Höfundur situr í stjórn VR og er 2. varaforseti ASÍ
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar