Rangar áherslur í kennaranámi Rakel Þórðardóttir skrifar 25. janúar 2018 08:35 Ég er búin með B.Ed gráðuna í kennslufræðum og byrjuð á mastersgráðunni sem er nauðsynleg til þess að ég geti kallað mig kennara. Ég tók smá krók á náminu og fór að kenna sem leiðbeinandi í grunnskóla. Ég ætlaði að vera voðalega dugleg. Húsmóðir, móðir þriggja ungra barna, í vinnu og svo ætlaði ég líka að vera í mastersnáminu með. En það kom fljótlega á daginn að ég var ekkert að ná að sinna náminu „með“ kennslunni og öllu öðru. Á fyrstu vikunni áttaði ég mig á því að það sem ég hafði verið að læra í kennaranáminu kom ekkert kennarastarfinu við. Ég segi ekki að það hafi verið algjör tímasóun en sumt sem ég lærði þar hefur ekkert með kennarastarfið að gera. Sumir kúrsar líktust kenningarfyllerí frekar en kennslu í handbærum aðferðum fyrir kennaranema að nota í kennslu. Ég lærði enga bekkjastjórnun. Ekkert um einhverfu, ADHD, ADD, mótþróaþrjóskuröskun, lesblindu, kynáttunarvanda, samkynhneigð hjá ungu fólki, einelti, þunglyndi og kvíða í börnum. Sjálfskaðandi hegðun, vanrækslu, hvernig skal bregðast við þegar grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, andlegu ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Það var aldrei talað um að kennara þyrfti að vera á teymisfundum og hvað færi fram á teymisfundum. Í háskólanum sem ég var í var engin skipulögð æfingakennsla. En við fórum í nokkrar heimsóknir í skóla og hittum flotta kennara. Eitt sem var lögð áhersla á var að kennarar kynnu að gera heimasíðu en það var ekkert talað um þau tölvukerfi sem halda utan um hegðun og námsárangur barnanna. Það var alveg nýtt fyrir mér þegar ég fór að vinna. Og þetta er bara hluti af vandamáli nýrra kennara. Þegar það fór að koma betur og betur í ljós hvað mig vantaði mikla þekkingu til þess að standa mig vel í starfi fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað á ég eftir að læra í mastersnáminu sem mun hjálpa mér í framtíðinni? Ég fór að skoða það betur. Í ljós kom, það er ekkert. Það er hægt að velja ýmislegt en það hefur ekkert með skyldufögin í mastersnáminu að gera. Hvernig á ég að geta kennt í skóla sem vinnur eftir stefnunni, Skóli án aðgreiningar? Þegar ég hef hvorki tæki né tól til þess að gera starfið mitt vel. Ég er hissa hvernig sveitarfélögin sætta sig við að ráða starfsfólk til vinnu sem er ekki starfinu vaxið. Hvað þurfa sveitarfélögin að kosta mikið til að aðstoða nýja kennara í starfi? Til þess að koma í veg fyrir að nýir kennarar hætti í kennslu þarf að gæta þess að þungur nemendahópurinn með margar greiningar séu ekki settar hjá nýjum kennara. Sem virðist vera venja heldur en undantekning þegar kemur að úthluta nýútskrifuðum kennurum nemendahóp. Ef til vill er það ástæðan fyrir því að margir hætta í kennslu eftir 1-2 ár í stafi. Í ljósi þess að sjúkrasjóður kennara er að klárast og að endurnýjun í starfshópnum er lítil þarf að grípa til aðgerða sem virka og það strax. Byrjið að skoða kennaranámið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin með B.Ed gráðuna í kennslufræðum og byrjuð á mastersgráðunni sem er nauðsynleg til þess að ég geti kallað mig kennara. Ég tók smá krók á náminu og fór að kenna sem leiðbeinandi í grunnskóla. Ég ætlaði að vera voðalega dugleg. Húsmóðir, móðir þriggja ungra barna, í vinnu og svo ætlaði ég líka að vera í mastersnáminu með. En það kom fljótlega á daginn að ég var ekkert að ná að sinna náminu „með“ kennslunni og öllu öðru. Á fyrstu vikunni áttaði ég mig á því að það sem ég hafði verið að læra í kennaranáminu kom ekkert kennarastarfinu við. Ég segi ekki að það hafi verið algjör tímasóun en sumt sem ég lærði þar hefur ekkert með kennarastarfið að gera. Sumir kúrsar líktust kenningarfyllerí frekar en kennslu í handbærum aðferðum fyrir kennaranema að nota í kennslu. Ég lærði enga bekkjastjórnun. Ekkert um einhverfu, ADHD, ADD, mótþróaþrjóskuröskun, lesblindu, kynáttunarvanda, samkynhneigð hjá ungu fólki, einelti, þunglyndi og kvíða í börnum. Sjálfskaðandi hegðun, vanrækslu, hvernig skal bregðast við þegar grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, andlegu ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Það var aldrei talað um að kennara þyrfti að vera á teymisfundum og hvað færi fram á teymisfundum. Í háskólanum sem ég var í var engin skipulögð æfingakennsla. En við fórum í nokkrar heimsóknir í skóla og hittum flotta kennara. Eitt sem var lögð áhersla á var að kennarar kynnu að gera heimasíðu en það var ekkert talað um þau tölvukerfi sem halda utan um hegðun og námsárangur barnanna. Það var alveg nýtt fyrir mér þegar ég fór að vinna. Og þetta er bara hluti af vandamáli nýrra kennara. Þegar það fór að koma betur og betur í ljós hvað mig vantaði mikla þekkingu til þess að standa mig vel í starfi fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað á ég eftir að læra í mastersnáminu sem mun hjálpa mér í framtíðinni? Ég fór að skoða það betur. Í ljós kom, það er ekkert. Það er hægt að velja ýmislegt en það hefur ekkert með skyldufögin í mastersnáminu að gera. Hvernig á ég að geta kennt í skóla sem vinnur eftir stefnunni, Skóli án aðgreiningar? Þegar ég hef hvorki tæki né tól til þess að gera starfið mitt vel. Ég er hissa hvernig sveitarfélögin sætta sig við að ráða starfsfólk til vinnu sem er ekki starfinu vaxið. Hvað þurfa sveitarfélögin að kosta mikið til að aðstoða nýja kennara í starfi? Til þess að koma í veg fyrir að nýir kennarar hætti í kennslu þarf að gæta þess að þungur nemendahópurinn með margar greiningar séu ekki settar hjá nýjum kennara. Sem virðist vera venja heldur en undantekning þegar kemur að úthluta nýútskrifuðum kennurum nemendahóp. Ef til vill er það ástæðan fyrir því að margir hætta í kennslu eftir 1-2 ár í stafi. Í ljósi þess að sjúkrasjóður kennara er að klárast og að endurnýjun í starfshópnum er lítil þarf að grípa til aðgerða sem virka og það strax. Byrjið að skoða kennaranámið.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun