Umvefjum börnin tungumálinu Elsa Pálsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 10:39 Undanfarnar vikur hafa margir tjáð sig bæði í ræðu og riti um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Öll umræða er mikilvæg því rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðnum árum sýna að þar þurfum við virkilega að bæta okkur. Lesskilningur felur í sér að skilja það sem lesið er og til að skilja þarf að vita hvað orðin þýða, því er góður orðaforði lykill að lesskilningi. En hvernig byggjum við upp góðan íslenskan orðaforða? Það gerum við m.a. með því að nota tungumálið okkar, tala við börnin á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og hvetja þau til að tjá sig, sjá til þess að þau alist upp í góðu málumhverfi þar sem lestur og samræður eru stór hluti af daglegu lífi þeirra. Að læra tungumál og að efla læsi er samfélagslegt verkefni þar sem margir þurfa að koma að. Þegar byggja á til framtíðar er nauðsynlegt að byggja sterkan grunn og því þarf strax við fæðingu að huga að ríkulegu málumhverfi. Börnin þurfa að heyra tungumálið því þannig læra þau það, þeim mun ríkara sem málumhverfið er þeim mun meiri líkur eru á því að börnin öðlist góða færni í því. Það er mjög eðlilegt að foreldrar séu ekki að huga að námsferli barnsins eða færni þess í læsi á fyrsta lífárinu en þá er samt sem áður lagður mikilvægur grunnur að framtíðarmöguleikum þess. Að lesa fyrir börn og segja þeim sögur er mjög góð leið til að byggja upp fjölbreyttan orðaforða. Með ríkulegu málumhverfi frá fæðingu barns aukum við líkur á góðu námsgengi í framtíðinni og því vil ég beina því til foreldra, systkina, ömmu og afa, leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra aðila sem eiga samskipti við börn að umvefja þau tungumálinu með því að vera góðar fyrirmyndir, tala við þau á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og láta lestur verða ómissandi þátt í daglegu lífi. Með því að nota tungumálið byggjum við upp góðan grunnorðaforða sem er mjög mikilvægur en það er ekki nóg. Til að öðlast góðan lesskilning þurfa börn að læra fleiri orð og þyngri en koma fyrir í daglegum samskiptum og því er lestur bóka nauðsynlegur. Lestur fyrir börn alveg fram á unglingsár getur verið áhrifarík leið til að byggja upp góðan orðaforða. Í bókum koma fyrir orð sem ekki eru algeng í talmálinu en eru nauðsynleg upp á lesskilning síðar meir. Verum vakandi fyrir að útskýra orð sem barnið skilur ekki, sköpum umræður um þau og tengjum þau fyrri þekkingu því þannig aukast líkur á að börnin læri þessi nýju orð. Þetta er ein leið til að byggja upp öflugan orðaforða. Margir leikskólar vinna markvisst að því að auka orðaforða barna m. a. með því að orða allt sem gert er ásamt því að vinna á fjölbreyttan hátt með orðaforðann. Í tilefni að degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert var safnað saman sýnishornum af orðum sem unnið var með í leikskólum landsins í janúar 2018. Úr orðunum var búið til orðaforðaepli og sól sem sýna vel hve gróskumikil orðaforðakennsla fer fram í mörgum leikskólum. Að lokum vil ég hvetja alla sem eru þátttakendur í lífi barna að leggja sitt af mörkum við að efla orðaforða og málþroska barna því þannig byggjum við upp góðan orðaforða sem eykur líkur á góðum lesskilningi og námsgengi síðar meir. Á vef Menntamálastofnunar https://mms.is er hægt að nálgast læsisráð sem nefnast Lengi býr að fyrstu gerð en þar eru hugmyndir að því hvernig hægt er að efla orðaforða og málþroska barna. Þar er einnig Orðaforðalisti sem er safn orða sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu.Höfundur: Elsa Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa margir tjáð sig bæði í ræðu og riti um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Öll umræða er mikilvæg því rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðnum árum sýna að þar þurfum við virkilega að bæta okkur. Lesskilningur felur í sér að skilja það sem lesið er og til að skilja þarf að vita hvað orðin þýða, því er góður orðaforði lykill að lesskilningi. En hvernig byggjum við upp góðan íslenskan orðaforða? Það gerum við m.a. með því að nota tungumálið okkar, tala við börnin á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og hvetja þau til að tjá sig, sjá til þess að þau alist upp í góðu málumhverfi þar sem lestur og samræður eru stór hluti af daglegu lífi þeirra. Að læra tungumál og að efla læsi er samfélagslegt verkefni þar sem margir þurfa að koma að. Þegar byggja á til framtíðar er nauðsynlegt að byggja sterkan grunn og því þarf strax við fæðingu að huga að ríkulegu málumhverfi. Börnin þurfa að heyra tungumálið því þannig læra þau það, þeim mun ríkara sem málumhverfið er þeim mun meiri líkur eru á því að börnin öðlist góða færni í því. Það er mjög eðlilegt að foreldrar séu ekki að huga að námsferli barnsins eða færni þess í læsi á fyrsta lífárinu en þá er samt sem áður lagður mikilvægur grunnur að framtíðarmöguleikum þess. Að lesa fyrir börn og segja þeim sögur er mjög góð leið til að byggja upp fjölbreyttan orðaforða. Með ríkulegu málumhverfi frá fæðingu barns aukum við líkur á góðu námsgengi í framtíðinni og því vil ég beina því til foreldra, systkina, ömmu og afa, leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra aðila sem eiga samskipti við börn að umvefja þau tungumálinu með því að vera góðar fyrirmyndir, tala við þau á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og láta lestur verða ómissandi þátt í daglegu lífi. Með því að nota tungumálið byggjum við upp góðan grunnorðaforða sem er mjög mikilvægur en það er ekki nóg. Til að öðlast góðan lesskilning þurfa börn að læra fleiri orð og þyngri en koma fyrir í daglegum samskiptum og því er lestur bóka nauðsynlegur. Lestur fyrir börn alveg fram á unglingsár getur verið áhrifarík leið til að byggja upp góðan orðaforða. Í bókum koma fyrir orð sem ekki eru algeng í talmálinu en eru nauðsynleg upp á lesskilning síðar meir. Verum vakandi fyrir að útskýra orð sem barnið skilur ekki, sköpum umræður um þau og tengjum þau fyrri þekkingu því þannig aukast líkur á að börnin læri þessi nýju orð. Þetta er ein leið til að byggja upp öflugan orðaforða. Margir leikskólar vinna markvisst að því að auka orðaforða barna m. a. með því að orða allt sem gert er ásamt því að vinna á fjölbreyttan hátt með orðaforðann. Í tilefni að degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert var safnað saman sýnishornum af orðum sem unnið var með í leikskólum landsins í janúar 2018. Úr orðunum var búið til orðaforðaepli og sól sem sýna vel hve gróskumikil orðaforðakennsla fer fram í mörgum leikskólum. Að lokum vil ég hvetja alla sem eru þátttakendur í lífi barna að leggja sitt af mörkum við að efla orðaforða og málþroska barna því þannig byggjum við upp góðan orðaforða sem eykur líkur á góðum lesskilningi og námsgengi síðar meir. Á vef Menntamálastofnunar https://mms.is er hægt að nálgast læsisráð sem nefnast Lengi býr að fyrstu gerð en þar eru hugmyndir að því hvernig hægt er að efla orðaforða og málþroska barna. Þar er einnig Orðaforðalisti sem er safn orða sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu.Höfundur: Elsa Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun