Umvefjum börnin tungumálinu Elsa Pálsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 10:39 Undanfarnar vikur hafa margir tjáð sig bæði í ræðu og riti um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Öll umræða er mikilvæg því rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðnum árum sýna að þar þurfum við virkilega að bæta okkur. Lesskilningur felur í sér að skilja það sem lesið er og til að skilja þarf að vita hvað orðin þýða, því er góður orðaforði lykill að lesskilningi. En hvernig byggjum við upp góðan íslenskan orðaforða? Það gerum við m.a. með því að nota tungumálið okkar, tala við börnin á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og hvetja þau til að tjá sig, sjá til þess að þau alist upp í góðu málumhverfi þar sem lestur og samræður eru stór hluti af daglegu lífi þeirra. Að læra tungumál og að efla læsi er samfélagslegt verkefni þar sem margir þurfa að koma að. Þegar byggja á til framtíðar er nauðsynlegt að byggja sterkan grunn og því þarf strax við fæðingu að huga að ríkulegu málumhverfi. Börnin þurfa að heyra tungumálið því þannig læra þau það, þeim mun ríkara sem málumhverfið er þeim mun meiri líkur eru á því að börnin öðlist góða færni í því. Það er mjög eðlilegt að foreldrar séu ekki að huga að námsferli barnsins eða færni þess í læsi á fyrsta lífárinu en þá er samt sem áður lagður mikilvægur grunnur að framtíðarmöguleikum þess. Að lesa fyrir börn og segja þeim sögur er mjög góð leið til að byggja upp fjölbreyttan orðaforða. Með ríkulegu málumhverfi frá fæðingu barns aukum við líkur á góðu námsgengi í framtíðinni og því vil ég beina því til foreldra, systkina, ömmu og afa, leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra aðila sem eiga samskipti við börn að umvefja þau tungumálinu með því að vera góðar fyrirmyndir, tala við þau á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og láta lestur verða ómissandi þátt í daglegu lífi. Með því að nota tungumálið byggjum við upp góðan grunnorðaforða sem er mjög mikilvægur en það er ekki nóg. Til að öðlast góðan lesskilning þurfa börn að læra fleiri orð og þyngri en koma fyrir í daglegum samskiptum og því er lestur bóka nauðsynlegur. Lestur fyrir börn alveg fram á unglingsár getur verið áhrifarík leið til að byggja upp góðan orðaforða. Í bókum koma fyrir orð sem ekki eru algeng í talmálinu en eru nauðsynleg upp á lesskilning síðar meir. Verum vakandi fyrir að útskýra orð sem barnið skilur ekki, sköpum umræður um þau og tengjum þau fyrri þekkingu því þannig aukast líkur á að börnin læri þessi nýju orð. Þetta er ein leið til að byggja upp öflugan orðaforða. Margir leikskólar vinna markvisst að því að auka orðaforða barna m. a. með því að orða allt sem gert er ásamt því að vinna á fjölbreyttan hátt með orðaforðann. Í tilefni að degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert var safnað saman sýnishornum af orðum sem unnið var með í leikskólum landsins í janúar 2018. Úr orðunum var búið til orðaforðaepli og sól sem sýna vel hve gróskumikil orðaforðakennsla fer fram í mörgum leikskólum. Að lokum vil ég hvetja alla sem eru þátttakendur í lífi barna að leggja sitt af mörkum við að efla orðaforða og málþroska barna því þannig byggjum við upp góðan orðaforða sem eykur líkur á góðum lesskilningi og námsgengi síðar meir. Á vef Menntamálastofnunar https://mms.is er hægt að nálgast læsisráð sem nefnast Lengi býr að fyrstu gerð en þar eru hugmyndir að því hvernig hægt er að efla orðaforða og málþroska barna. Þar er einnig Orðaforðalisti sem er safn orða sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu.Höfundur: Elsa Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa margir tjáð sig bæði í ræðu og riti um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Öll umræða er mikilvæg því rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðnum árum sýna að þar þurfum við virkilega að bæta okkur. Lesskilningur felur í sér að skilja það sem lesið er og til að skilja þarf að vita hvað orðin þýða, því er góður orðaforði lykill að lesskilningi. En hvernig byggjum við upp góðan íslenskan orðaforða? Það gerum við m.a. með því að nota tungumálið okkar, tala við börnin á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og hvetja þau til að tjá sig, sjá til þess að þau alist upp í góðu málumhverfi þar sem lestur og samræður eru stór hluti af daglegu lífi þeirra. Að læra tungumál og að efla læsi er samfélagslegt verkefni þar sem margir þurfa að koma að. Þegar byggja á til framtíðar er nauðsynlegt að byggja sterkan grunn og því þarf strax við fæðingu að huga að ríkulegu málumhverfi. Börnin þurfa að heyra tungumálið því þannig læra þau það, þeim mun ríkara sem málumhverfið er þeim mun meiri líkur eru á því að börnin öðlist góða færni í því. Það er mjög eðlilegt að foreldrar séu ekki að huga að námsferli barnsins eða færni þess í læsi á fyrsta lífárinu en þá er samt sem áður lagður mikilvægur grunnur að framtíðarmöguleikum þess. Að lesa fyrir börn og segja þeim sögur er mjög góð leið til að byggja upp fjölbreyttan orðaforða. Með ríkulegu málumhverfi frá fæðingu barns aukum við líkur á góðu námsgengi í framtíðinni og því vil ég beina því til foreldra, systkina, ömmu og afa, leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra aðila sem eiga samskipti við börn að umvefja þau tungumálinu með því að vera góðar fyrirmyndir, tala við þau á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og láta lestur verða ómissandi þátt í daglegu lífi. Með því að nota tungumálið byggjum við upp góðan grunnorðaforða sem er mjög mikilvægur en það er ekki nóg. Til að öðlast góðan lesskilning þurfa börn að læra fleiri orð og þyngri en koma fyrir í daglegum samskiptum og því er lestur bóka nauðsynlegur. Lestur fyrir börn alveg fram á unglingsár getur verið áhrifarík leið til að byggja upp góðan orðaforða. Í bókum koma fyrir orð sem ekki eru algeng í talmálinu en eru nauðsynleg upp á lesskilning síðar meir. Verum vakandi fyrir að útskýra orð sem barnið skilur ekki, sköpum umræður um þau og tengjum þau fyrri þekkingu því þannig aukast líkur á að börnin læri þessi nýju orð. Þetta er ein leið til að byggja upp öflugan orðaforða. Margir leikskólar vinna markvisst að því að auka orðaforða barna m. a. með því að orða allt sem gert er ásamt því að vinna á fjölbreyttan hátt með orðaforðann. Í tilefni að degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert var safnað saman sýnishornum af orðum sem unnið var með í leikskólum landsins í janúar 2018. Úr orðunum var búið til orðaforðaepli og sól sem sýna vel hve gróskumikil orðaforðakennsla fer fram í mörgum leikskólum. Að lokum vil ég hvetja alla sem eru þátttakendur í lífi barna að leggja sitt af mörkum við að efla orðaforða og málþroska barna því þannig byggjum við upp góðan orðaforða sem eykur líkur á góðum lesskilningi og námsgengi síðar meir. Á vef Menntamálastofnunar https://mms.is er hægt að nálgast læsisráð sem nefnast Lengi býr að fyrstu gerð en þar eru hugmyndir að því hvernig hægt er að efla orðaforða og málþroska barna. Þar er einnig Orðaforðalisti sem er safn orða sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu.Höfundur: Elsa Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar