Öld síðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. maí 2018 10:00 Þann 6. nóvember árið 1918 greindi Morgunblaðið frá óvenjulegri örtröð sem myndaðist í Apóteki P.O. Christensens í Reykjavík. Þar sótti gríðarlegur fjöldi fólks hóstasaft, kínín og aspirín. Lyfsalinn sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hann sagði stöðuna vera einkar erfiða, enda væru 11 af 17 starfsmönnum hans veikir og restin töluvert lasin. Morgunblaðið kom ekki út daginn eftir. Rúm vika leið þangað til næsta útgáfa leit dagsins ljós. Í millitíðinni höfðu stríðandi fylkingar í fyrri heimsstyrjöldinni samið um vopnahlé. Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið. Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum. Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu. Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þann 6. nóvember árið 1918 greindi Morgunblaðið frá óvenjulegri örtröð sem myndaðist í Apóteki P.O. Christensens í Reykjavík. Þar sótti gríðarlegur fjöldi fólks hóstasaft, kínín og aspirín. Lyfsalinn sagðist aldrei hafa séð annað eins. Hann sagði stöðuna vera einkar erfiða, enda væru 11 af 17 starfsmönnum hans veikir og restin töluvert lasin. Morgunblaðið kom ekki út daginn eftir. Rúm vika leið þangað til næsta útgáfa leit dagsins ljós. Í millitíðinni höfðu stríðandi fylkingar í fyrri heimsstyrjöldinni samið um vopnahlé. Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið. Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum. Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu. Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar