Starfsumhverfi skólanna verður að bæta Þorsteinn Sæberg skrifar 29. maí 2018 11:15 Nú líður að lokum skólaársins og styttist í skólaslit. Þeim fylgir alltaf ákveðin tilhlökkun í skólastarfi. Þá er ákveðnum áfanga náð um leið og hugsun margra og verkefni eru farin að snúast um skipulag næsta skólaárs. Svona er starf skólastjórnenda fjölbreytt og krefjandi, alltaf nýjar áskoranir. Á þessu vori bregður svo við að skólastjórnendur eru farnir að finna áþreifanlega fyrir þeirri vöntun á kennurum með leyfisbréf sem hefur verið fyrirséð um nokkurt skeið og áhyggjuefni hvernig manna á suma skóla á komandi hausti. Þetta á ekki síður við um lausar stöður stjórnenda sem freista ekki reyndra kennara í dag, bæði vegna launa og starfsumhverfis stjórnenda. Þá er það mjög alvarlegt mál að dæmi eru um stjórnendur sem ákveðið hafa að snúa aftur til kennslu eða jafnvel hætta af sömu ástæðum. Við heyrum oftar en ekki ráðamenn þjóðarinnar vísa til mikilvægis góðrar menntunar til handa æsku landsins. Æskunni tilheyra einstaklingar sem munu leiða okkur inn í nýja tíma, munu þurfa að takast á við áður óþekkt verkefni á öðrum forsendum en áður hefur þekkst þar sem fjölbreytni í vinnubrögðum, samvinna og margþætt hæfni verður lykilatriði. Þá heyrum við hina sömu segja að vegna þessa, þurfi skólastarf í dag að mótast af fjölbreyttum kennsluháttum, auknum sveigjanleika, meiri teymisvinnu en um leið aukinni einstaklingsmiðun þar sem hver og einn nemandi fái tækifæri til að hámarka hæfni sína og árangur. Þarna virðast alls ekki fara saman orð og athafnir þegar sá raunveruleiki blasir við sem hér áður var nefndur. Almennur kennaraskortur, minni áhugi en áður á stjórnendastöðum við grunnskóla og sá raunveruleiki að skólastjórnendur haldist ekki í starfi vegna starfsumhverfis og launa. Skólastjórnendur sem í raun eiga að leiða og bera ábyrgð á stefnumótun og faglegu starfi grunnskóla í landinu. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, að búa þannig um hnútana að umgjörðin og grunnurinn að því sem til er ætlast sé þannig að sú niðurstaða sem menn vænta sé möguleg. Svo er ekki í dag. Starfsumhverfi skólastjórnenda í grunnskólum landsins er í dag að mörgu leyti óviðunandi. Langvarandi álag vegna skorts á aukinni stjórnun, margvíslegar auknar kröfur vegna nýrra laga og reglugerða, aukin krafa um stefnumótun vegna nýrra áherslna í skólastarfi, rekstrar- og fjármálaleg umsýsla og mannauðsmál eru dæmi um það sem brennur á stjórnendum í dag. Á sama tíma hefur tími stjórnenda til faglegrar forystu í skólastarfi farið minnkandi vegna áðurnefndra verkefna. Starfsumhverfi skólastjórnenda þarf að endurskoða með það að leiðarljósi að stjórnunarumhverfi skólanna verði sambærilegt við þau fyrirtæki, þar sem stjórnendum eru sköpuð tækifæri til að sinna faglegri forystu, mannauðsmálum, rekstri- og fjárhagslegri ábyrgð og daglegum rekstri af fagmennsku. Ljóst er að flestir skólastjórnendur grunnskóla hafa setið eftir í launaþróun, bæði þegar horft er til launa innan grunnskólans og ekki síður þegar horft er til samanburðar við sambærilega stjórnendur hjá ríki og á almennum markaði. Það er örugglega engin ein skýring á því hvers vegna svo er komið en gera verður ráð fyrir því að það sé vilji stjórnvalda að leiðrétta þessa stöðu. Ef orð stjórnvalda um mikilvægi góðrar menntunar og öflugs skólastarfs til framtíðar eiga að vera trúverðug geta stjórnvöld tæplega á sama tíma horft á stjórnendur í fræðslustarfsemi sem lægst launuðu stjórnendur landsins.Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum skólaársins og styttist í skólaslit. Þeim fylgir alltaf ákveðin tilhlökkun í skólastarfi. Þá er ákveðnum áfanga náð um leið og hugsun margra og verkefni eru farin að snúast um skipulag næsta skólaárs. Svona er starf skólastjórnenda fjölbreytt og krefjandi, alltaf nýjar áskoranir. Á þessu vori bregður svo við að skólastjórnendur eru farnir að finna áþreifanlega fyrir þeirri vöntun á kennurum með leyfisbréf sem hefur verið fyrirséð um nokkurt skeið og áhyggjuefni hvernig manna á suma skóla á komandi hausti. Þetta á ekki síður við um lausar stöður stjórnenda sem freista ekki reyndra kennara í dag, bæði vegna launa og starfsumhverfis stjórnenda. Þá er það mjög alvarlegt mál að dæmi eru um stjórnendur sem ákveðið hafa að snúa aftur til kennslu eða jafnvel hætta af sömu ástæðum. Við heyrum oftar en ekki ráðamenn þjóðarinnar vísa til mikilvægis góðrar menntunar til handa æsku landsins. Æskunni tilheyra einstaklingar sem munu leiða okkur inn í nýja tíma, munu þurfa að takast á við áður óþekkt verkefni á öðrum forsendum en áður hefur þekkst þar sem fjölbreytni í vinnubrögðum, samvinna og margþætt hæfni verður lykilatriði. Þá heyrum við hina sömu segja að vegna þessa, þurfi skólastarf í dag að mótast af fjölbreyttum kennsluháttum, auknum sveigjanleika, meiri teymisvinnu en um leið aukinni einstaklingsmiðun þar sem hver og einn nemandi fái tækifæri til að hámarka hæfni sína og árangur. Þarna virðast alls ekki fara saman orð og athafnir þegar sá raunveruleiki blasir við sem hér áður var nefndur. Almennur kennaraskortur, minni áhugi en áður á stjórnendastöðum við grunnskóla og sá raunveruleiki að skólastjórnendur haldist ekki í starfi vegna starfsumhverfis og launa. Skólastjórnendur sem í raun eiga að leiða og bera ábyrgð á stefnumótun og faglegu starfi grunnskóla í landinu. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, að búa þannig um hnútana að umgjörðin og grunnurinn að því sem til er ætlast sé þannig að sú niðurstaða sem menn vænta sé möguleg. Svo er ekki í dag. Starfsumhverfi skólastjórnenda í grunnskólum landsins er í dag að mörgu leyti óviðunandi. Langvarandi álag vegna skorts á aukinni stjórnun, margvíslegar auknar kröfur vegna nýrra laga og reglugerða, aukin krafa um stefnumótun vegna nýrra áherslna í skólastarfi, rekstrar- og fjármálaleg umsýsla og mannauðsmál eru dæmi um það sem brennur á stjórnendum í dag. Á sama tíma hefur tími stjórnenda til faglegrar forystu í skólastarfi farið minnkandi vegna áðurnefndra verkefna. Starfsumhverfi skólastjórnenda þarf að endurskoða með það að leiðarljósi að stjórnunarumhverfi skólanna verði sambærilegt við þau fyrirtæki, þar sem stjórnendum eru sköpuð tækifæri til að sinna faglegri forystu, mannauðsmálum, rekstri- og fjárhagslegri ábyrgð og daglegum rekstri af fagmennsku. Ljóst er að flestir skólastjórnendur grunnskóla hafa setið eftir í launaþróun, bæði þegar horft er til launa innan grunnskólans og ekki síður þegar horft er til samanburðar við sambærilega stjórnendur hjá ríki og á almennum markaði. Það er örugglega engin ein skýring á því hvers vegna svo er komið en gera verður ráð fyrir því að það sé vilji stjórnvalda að leiðrétta þessa stöðu. Ef orð stjórnvalda um mikilvægi góðrar menntunar og öflugs skólastarfs til framtíðar eiga að vera trúverðug geta stjórnvöld tæplega á sama tíma horft á stjórnendur í fræðslustarfsemi sem lægst launuðu stjórnendur landsins.Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar