Starfsumhverfi skólanna verður að bæta Þorsteinn Sæberg skrifar 29. maí 2018 11:15 Nú líður að lokum skólaársins og styttist í skólaslit. Þeim fylgir alltaf ákveðin tilhlökkun í skólastarfi. Þá er ákveðnum áfanga náð um leið og hugsun margra og verkefni eru farin að snúast um skipulag næsta skólaárs. Svona er starf skólastjórnenda fjölbreytt og krefjandi, alltaf nýjar áskoranir. Á þessu vori bregður svo við að skólastjórnendur eru farnir að finna áþreifanlega fyrir þeirri vöntun á kennurum með leyfisbréf sem hefur verið fyrirséð um nokkurt skeið og áhyggjuefni hvernig manna á suma skóla á komandi hausti. Þetta á ekki síður við um lausar stöður stjórnenda sem freista ekki reyndra kennara í dag, bæði vegna launa og starfsumhverfis stjórnenda. Þá er það mjög alvarlegt mál að dæmi eru um stjórnendur sem ákveðið hafa að snúa aftur til kennslu eða jafnvel hætta af sömu ástæðum. Við heyrum oftar en ekki ráðamenn þjóðarinnar vísa til mikilvægis góðrar menntunar til handa æsku landsins. Æskunni tilheyra einstaklingar sem munu leiða okkur inn í nýja tíma, munu þurfa að takast á við áður óþekkt verkefni á öðrum forsendum en áður hefur þekkst þar sem fjölbreytni í vinnubrögðum, samvinna og margþætt hæfni verður lykilatriði. Þá heyrum við hina sömu segja að vegna þessa, þurfi skólastarf í dag að mótast af fjölbreyttum kennsluháttum, auknum sveigjanleika, meiri teymisvinnu en um leið aukinni einstaklingsmiðun þar sem hver og einn nemandi fái tækifæri til að hámarka hæfni sína og árangur. Þarna virðast alls ekki fara saman orð og athafnir þegar sá raunveruleiki blasir við sem hér áður var nefndur. Almennur kennaraskortur, minni áhugi en áður á stjórnendastöðum við grunnskóla og sá raunveruleiki að skólastjórnendur haldist ekki í starfi vegna starfsumhverfis og launa. Skólastjórnendur sem í raun eiga að leiða og bera ábyrgð á stefnumótun og faglegu starfi grunnskóla í landinu. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, að búa þannig um hnútana að umgjörðin og grunnurinn að því sem til er ætlast sé þannig að sú niðurstaða sem menn vænta sé möguleg. Svo er ekki í dag. Starfsumhverfi skólastjórnenda í grunnskólum landsins er í dag að mörgu leyti óviðunandi. Langvarandi álag vegna skorts á aukinni stjórnun, margvíslegar auknar kröfur vegna nýrra laga og reglugerða, aukin krafa um stefnumótun vegna nýrra áherslna í skólastarfi, rekstrar- og fjármálaleg umsýsla og mannauðsmál eru dæmi um það sem brennur á stjórnendum í dag. Á sama tíma hefur tími stjórnenda til faglegrar forystu í skólastarfi farið minnkandi vegna áðurnefndra verkefna. Starfsumhverfi skólastjórnenda þarf að endurskoða með það að leiðarljósi að stjórnunarumhverfi skólanna verði sambærilegt við þau fyrirtæki, þar sem stjórnendum eru sköpuð tækifæri til að sinna faglegri forystu, mannauðsmálum, rekstri- og fjárhagslegri ábyrgð og daglegum rekstri af fagmennsku. Ljóst er að flestir skólastjórnendur grunnskóla hafa setið eftir í launaþróun, bæði þegar horft er til launa innan grunnskólans og ekki síður þegar horft er til samanburðar við sambærilega stjórnendur hjá ríki og á almennum markaði. Það er örugglega engin ein skýring á því hvers vegna svo er komið en gera verður ráð fyrir því að það sé vilji stjórnvalda að leiðrétta þessa stöðu. Ef orð stjórnvalda um mikilvægi góðrar menntunar og öflugs skólastarfs til framtíðar eiga að vera trúverðug geta stjórnvöld tæplega á sama tíma horft á stjórnendur í fræðslustarfsemi sem lægst launuðu stjórnendur landsins.Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum skólaársins og styttist í skólaslit. Þeim fylgir alltaf ákveðin tilhlökkun í skólastarfi. Þá er ákveðnum áfanga náð um leið og hugsun margra og verkefni eru farin að snúast um skipulag næsta skólaárs. Svona er starf skólastjórnenda fjölbreytt og krefjandi, alltaf nýjar áskoranir. Á þessu vori bregður svo við að skólastjórnendur eru farnir að finna áþreifanlega fyrir þeirri vöntun á kennurum með leyfisbréf sem hefur verið fyrirséð um nokkurt skeið og áhyggjuefni hvernig manna á suma skóla á komandi hausti. Þetta á ekki síður við um lausar stöður stjórnenda sem freista ekki reyndra kennara í dag, bæði vegna launa og starfsumhverfis stjórnenda. Þá er það mjög alvarlegt mál að dæmi eru um stjórnendur sem ákveðið hafa að snúa aftur til kennslu eða jafnvel hætta af sömu ástæðum. Við heyrum oftar en ekki ráðamenn þjóðarinnar vísa til mikilvægis góðrar menntunar til handa æsku landsins. Æskunni tilheyra einstaklingar sem munu leiða okkur inn í nýja tíma, munu þurfa að takast á við áður óþekkt verkefni á öðrum forsendum en áður hefur þekkst þar sem fjölbreytni í vinnubrögðum, samvinna og margþætt hæfni verður lykilatriði. Þá heyrum við hina sömu segja að vegna þessa, þurfi skólastarf í dag að mótast af fjölbreyttum kennsluháttum, auknum sveigjanleika, meiri teymisvinnu en um leið aukinni einstaklingsmiðun þar sem hver og einn nemandi fái tækifæri til að hámarka hæfni sína og árangur. Þarna virðast alls ekki fara saman orð og athafnir þegar sá raunveruleiki blasir við sem hér áður var nefndur. Almennur kennaraskortur, minni áhugi en áður á stjórnendastöðum við grunnskóla og sá raunveruleiki að skólastjórnendur haldist ekki í starfi vegna starfsumhverfis og launa. Skólastjórnendur sem í raun eiga að leiða og bera ábyrgð á stefnumótun og faglegu starfi grunnskóla í landinu. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, að búa þannig um hnútana að umgjörðin og grunnurinn að því sem til er ætlast sé þannig að sú niðurstaða sem menn vænta sé möguleg. Svo er ekki í dag. Starfsumhverfi skólastjórnenda í grunnskólum landsins er í dag að mörgu leyti óviðunandi. Langvarandi álag vegna skorts á aukinni stjórnun, margvíslegar auknar kröfur vegna nýrra laga og reglugerða, aukin krafa um stefnumótun vegna nýrra áherslna í skólastarfi, rekstrar- og fjármálaleg umsýsla og mannauðsmál eru dæmi um það sem brennur á stjórnendum í dag. Á sama tíma hefur tími stjórnenda til faglegrar forystu í skólastarfi farið minnkandi vegna áðurnefndra verkefna. Starfsumhverfi skólastjórnenda þarf að endurskoða með það að leiðarljósi að stjórnunarumhverfi skólanna verði sambærilegt við þau fyrirtæki, þar sem stjórnendum eru sköpuð tækifæri til að sinna faglegri forystu, mannauðsmálum, rekstri- og fjárhagslegri ábyrgð og daglegum rekstri af fagmennsku. Ljóst er að flestir skólastjórnendur grunnskóla hafa setið eftir í launaþróun, bæði þegar horft er til launa innan grunnskólans og ekki síður þegar horft er til samanburðar við sambærilega stjórnendur hjá ríki og á almennum markaði. Það er örugglega engin ein skýring á því hvers vegna svo er komið en gera verður ráð fyrir því að það sé vilji stjórnvalda að leiðrétta þessa stöðu. Ef orð stjórnvalda um mikilvægi góðrar menntunar og öflugs skólastarfs til framtíðar eiga að vera trúverðug geta stjórnvöld tæplega á sama tíma horft á stjórnendur í fræðslustarfsemi sem lægst launuðu stjórnendur landsins.Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun