Upphitun: Gylfi mætir á Wembley Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2018 08:00 Enska úrvalsdeildin fer aftur í gang í dag eftir hlé vegna bikarkeppninnar um síðustu helgi og það er 23. umferðin sem fer í gang með sjö leikjum. Við fáum engan hádegisleik þennan laugardaginn og byrjar því veislan klukkan þrjú. Sjónvarpsleikur dagsins er viðureign Englandsmeistara síðustu tveggja ára, Chelsea og Leicester. Chelsea er í harðri baráttu við Manchester United um annað sæti deildarinnar, en meistararnir eru með einu stigi minna en United. Aðeins tvö stig eru niður í Liverpool í fjórða sætinu svo allt getur gerst í toppbaráttunni, fyrir utan sjálft efsta sætið. Leicester situr hins vegar nokkuð þægilega um miðja deild í áttunda sæti, og verða þar sama hvernig leikir helgarinnar fara. Þegar þessi lið mættust á King Power vellinum í september fór Chelsea með 1-2 sigur. Jóhann Berg Guðmundsson fer með liðsfélögum sínum í Burnley niður til London og sækir heim Roy Hodgson og hans lærisveina í Crystal Palace. Hodgson hefur gefið Palace endurnýjun lífdaga og situr liðið í 14. sæti með 22 stig. Burnley hefur aðeins dottið niður frá toppliðunum, en er samt virðingavert í sjöunda sæti með 34 stig. Nýliðar Huddersfield fá Hamrana hans David Moyes í heimsókn. Aðeins tvö stig aðskilja liðin, en Huddersfield er í 11. sæti með 24 stig og West Ham í því 15. með 22 stig. Huddersfield hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum á John Smith's vellinum og West Ham gerði jafntefli í síðustu tveimur útileikjum, svo ef það hefur einhver áhrif þá mun jafntefli líklegast verða niðurstaðan. Newcastle fær botnlið Swansea í heimsókn á St. James' Park. Swansea getur komist af botninum með hagstæðum úrslitum í dag, en liðið er jafnt að stigum og West Bromwich Albion. Albion fær nýliða Brighton í heimsókn á The Hawthorns á sama tíma, en Brighton er í 12. sæti með 23 stig. Brighton fór með 3-1 sigur á West Brom þegar liðin mættust á Amex vellinum í september. Southampton þarf að sækja stig gegn Watford á útivelli til þess að forða sér frá vandræðum, en liðið situr í 17. sæti með 20 stig, líkt og Stoke í 18. sætinu. Deginum líkur svo með viðureign Tottenham og Everton á Wembley. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa harma að hefna en Spurs unnu 0-3 á Goodison Park fyrr á tímabilinu. Everton er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum og þarf að passa sig að falla ekki aftur í neðri hluta tímabilsins, en frá níunda sætinu eru aðeins sjö stig niður í það 18.Leikir dagisns: 15:00 Chelsea - Leicester, beint á Stöð 2 Sport 15:00 Crystal Palace - Burnley 15:00 Huddersfield - West Ham 15:00 Newcastle - Swansea 15:00 Watford - Southampton 15:00 West Bromwich Albion - Brighton 17:30 Tottenham - Everton, beint á Stöð 2 Sport Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer aftur í gang í dag eftir hlé vegna bikarkeppninnar um síðustu helgi og það er 23. umferðin sem fer í gang með sjö leikjum. Við fáum engan hádegisleik þennan laugardaginn og byrjar því veislan klukkan þrjú. Sjónvarpsleikur dagsins er viðureign Englandsmeistara síðustu tveggja ára, Chelsea og Leicester. Chelsea er í harðri baráttu við Manchester United um annað sæti deildarinnar, en meistararnir eru með einu stigi minna en United. Aðeins tvö stig eru niður í Liverpool í fjórða sætinu svo allt getur gerst í toppbaráttunni, fyrir utan sjálft efsta sætið. Leicester situr hins vegar nokkuð þægilega um miðja deild í áttunda sæti, og verða þar sama hvernig leikir helgarinnar fara. Þegar þessi lið mættust á King Power vellinum í september fór Chelsea með 1-2 sigur. Jóhann Berg Guðmundsson fer með liðsfélögum sínum í Burnley niður til London og sækir heim Roy Hodgson og hans lærisveina í Crystal Palace. Hodgson hefur gefið Palace endurnýjun lífdaga og situr liðið í 14. sæti með 22 stig. Burnley hefur aðeins dottið niður frá toppliðunum, en er samt virðingavert í sjöunda sæti með 34 stig. Nýliðar Huddersfield fá Hamrana hans David Moyes í heimsókn. Aðeins tvö stig aðskilja liðin, en Huddersfield er í 11. sæti með 24 stig og West Ham í því 15. með 22 stig. Huddersfield hefur gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum á John Smith's vellinum og West Ham gerði jafntefli í síðustu tveimur útileikjum, svo ef það hefur einhver áhrif þá mun jafntefli líklegast verða niðurstaðan. Newcastle fær botnlið Swansea í heimsókn á St. James' Park. Swansea getur komist af botninum með hagstæðum úrslitum í dag, en liðið er jafnt að stigum og West Bromwich Albion. Albion fær nýliða Brighton í heimsókn á The Hawthorns á sama tíma, en Brighton er í 12. sæti með 23 stig. Brighton fór með 3-1 sigur á West Brom þegar liðin mættust á Amex vellinum í september. Southampton þarf að sækja stig gegn Watford á útivelli til þess að forða sér frá vandræðum, en liðið situr í 17. sæti með 20 stig, líkt og Stoke í 18. sætinu. Deginum líkur svo með viðureign Tottenham og Everton á Wembley. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa harma að hefna en Spurs unnu 0-3 á Goodison Park fyrr á tímabilinu. Everton er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum og þarf að passa sig að falla ekki aftur í neðri hluta tímabilsins, en frá níunda sætinu eru aðeins sjö stig niður í það 18.Leikir dagisns: 15:00 Chelsea - Leicester, beint á Stöð 2 Sport 15:00 Crystal Palace - Burnley 15:00 Huddersfield - West Ham 15:00 Newcastle - Swansea 15:00 Watford - Southampton 15:00 West Bromwich Albion - Brighton 17:30 Tottenham - Everton, beint á Stöð 2 Sport
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira