Skrekkur 2018 Þórir S. Guðbergsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Þann 12. nóv. var hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, Skrekkur, sýnd í sjónvarpinu. Þar komu fram snjallir og hæfileikaríkir unglingar. Með dansi, söngvum og þróttmiklum sköpunarkrafti og hugmyndaflugi sungu þau um Betri heim – og Árbæjarskóli sigraði með laginu Gott,betra best. Í upphafi sýningar minntu þau okkur á Aladdín þar sem vondi galdramaðurinn kemur við sögu og Rauðhettu og úlfinn frá 17. öld - þar sem úlfurinn táknar hið illa eins og í mörgum sögum. En börn eru snjallar mannverur. Þau finna lausnir á vandamálum með sinni aðferðarfræði með hjálp foreldra/fullorðinna, með kærleika, aga, frelsi og sveigjanleika. Því miður er til illt fólk í raunheimum, grimmt og árásargjarnt - svo að börn og ungmenni limlestast – og verða hungurmorða. Fullorðið fólk vegur hvert annað með hryllingssársauka á samfélagsmiðlum og sagt er frá ógnvænlegu ofbeldi í fréttunum úr næsta nágrenni. – Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þann 11. nóv. minntist heimurinn fyrra helstríðsins og Halldór Laxness kvað um heimstyrjöld í orðastað Bjarts í Sumarhúsum: Spurt hef ég tíu milljón manns séu myrtir í gamni utanlands... ...því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús. Fjögurra ára sonardóttir biður afa oft og tíðum að leika úlfinn, en með einu skilyrði þó: Með einni handarhreyfingu sveiflar hún ósýnilegum töfrasprota og breytir úlfinum í Góða úlfinn, og heimurinn batnar. Afinn samþykkir það. Hvernig getur heimurinn batnað, Gott orðið betra og betra best? Styðjum við unga fólkið. Stöndum saman. Ímyndum okkur að einn sólríkan vetrarmorgun guði unga Ísland á gluggann okkar sem fagur skógarþröstur og tísti eins og margir hafa kvakað áður með ýmsum orðum: Hvernig skyldi heimurinn verða ef allir væru almennilegir við alla með ósýnilegri hugarfarsbreytingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skrekkur Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 12. nóv. var hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, Skrekkur, sýnd í sjónvarpinu. Þar komu fram snjallir og hæfileikaríkir unglingar. Með dansi, söngvum og þróttmiklum sköpunarkrafti og hugmyndaflugi sungu þau um Betri heim – og Árbæjarskóli sigraði með laginu Gott,betra best. Í upphafi sýningar minntu þau okkur á Aladdín þar sem vondi galdramaðurinn kemur við sögu og Rauðhettu og úlfinn frá 17. öld - þar sem úlfurinn táknar hið illa eins og í mörgum sögum. En börn eru snjallar mannverur. Þau finna lausnir á vandamálum með sinni aðferðarfræði með hjálp foreldra/fullorðinna, með kærleika, aga, frelsi og sveigjanleika. Því miður er til illt fólk í raunheimum, grimmt og árásargjarnt - svo að börn og ungmenni limlestast – og verða hungurmorða. Fullorðið fólk vegur hvert annað með hryllingssársauka á samfélagsmiðlum og sagt er frá ógnvænlegu ofbeldi í fréttunum úr næsta nágrenni. – Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þann 11. nóv. minntist heimurinn fyrra helstríðsins og Halldór Laxness kvað um heimstyrjöld í orðastað Bjarts í Sumarhúsum: Spurt hef ég tíu milljón manns séu myrtir í gamni utanlands... ...því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús. Fjögurra ára sonardóttir biður afa oft og tíðum að leika úlfinn, en með einu skilyrði þó: Með einni handarhreyfingu sveiflar hún ósýnilegum töfrasprota og breytir úlfinum í Góða úlfinn, og heimurinn batnar. Afinn samþykkir það. Hvernig getur heimurinn batnað, Gott orðið betra og betra best? Styðjum við unga fólkið. Stöndum saman. Ímyndum okkur að einn sólríkan vetrarmorgun guði unga Ísland á gluggann okkar sem fagur skógarþröstur og tísti eins og margir hafa kvakað áður með ýmsum orðum: Hvernig skyldi heimurinn verða ef allir væru almennilegir við alla með ósýnilegri hugarfarsbreytingu?
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun