Einn leiðtoga Repúblikanaflokksins sækist ekki eftir endurkjöri Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 12:59 Paul Ryan hefur verið á meðal helstu leiðtoga repúblikana síðustu árin. Vísir/AFP Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn helstu leiðtoga Repúblikanaflokksins, ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í haust. Búist er við því að Ryan tilkynni starfssystkinum sínum um þessa ákvörðun sína í morgun.Axios greindi fyrst frá ákvörðun Ryan og vitnaði til heimildarmanna sem standa þingforsetanum nærri. Fréttamenn annarra miðla hafa síðan fengið fregnirnar staðfestar frá innsta hring Ryan. Hann bætist þá í stækkandi hóp sitjandi þingmanna flokksins sem ætla að hætta á þingi. Repúblikanar standa frammi fyrir erfiðum þingkosningum í nóvember en þeir eru nú með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá verður kosið um öll sæti í fulltrúadeildinni og þriðjung sæta í öldungadeildinni. Skoðanakannanir hafa bent til þess að demókratar gætu náð meirihluta í fulltrúadeildinni. Ástæðan er fyrst og fremst talin gríðarlega óvinsældir Donalds Trump forseta. Vegna þess hvernig repúblikanar hafa dregið upp kjördæmamörk í sumum ríkjum Bandaríkjanna gætu repúblikanar enn haldið meirihluta í fulltrúadeildinni þrátt fyrir að demókratar ynnu meirihluta atkvæða á landsvísu með nokkurra prósentustiga mun. Ryan á hins vegar ekki að hafa hugnast að sitja í minnihluta á þinginu eða með nauman meirihluta. Hann á að hafa viljað stíga til hliðar eftir að honum tókst að fá umfangsmiklar skattkerfisbreytingar samþykktar í desember. Starf hans hafi reynt á þolrifin, ekki síst vegna Trump forseta. Eins hefur hópur harðlínufrjálshyggjumanna sem kallar sig Frelsisþingflokkinn gert forystu repúblikana lífið leitt í fulltrúadeildinni síðustu árin. Heimildarmenn Axios útiloka ekki að Ryan reyni aftur fyrir sér í forsetaframboði á næstu árum. Hann var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum árið 2012. Embætti forseta fulltrúadeildarinnar er eitt það valdamesta í bandarísku stjórnkerfi. Þingforsetinn er til dæmis annar í röðinni að taka við embætti forseta á eftir varaforsetanum. Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði 150 króna launahækkun á viku sýna fram á ágæti skattalaganna Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. 4. febrúar 2018 10:45 Þingmenn Repúblikana leggjast gegn verndartollum forsetans Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. 5. mars 2018 18:10 Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn helstu leiðtoga Repúblikanaflokksins, ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í haust. Búist er við því að Ryan tilkynni starfssystkinum sínum um þessa ákvörðun sína í morgun.Axios greindi fyrst frá ákvörðun Ryan og vitnaði til heimildarmanna sem standa þingforsetanum nærri. Fréttamenn annarra miðla hafa síðan fengið fregnirnar staðfestar frá innsta hring Ryan. Hann bætist þá í stækkandi hóp sitjandi þingmanna flokksins sem ætla að hætta á þingi. Repúblikanar standa frammi fyrir erfiðum þingkosningum í nóvember en þeir eru nú með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá verður kosið um öll sæti í fulltrúadeildinni og þriðjung sæta í öldungadeildinni. Skoðanakannanir hafa bent til þess að demókratar gætu náð meirihluta í fulltrúadeildinni. Ástæðan er fyrst og fremst talin gríðarlega óvinsældir Donalds Trump forseta. Vegna þess hvernig repúblikanar hafa dregið upp kjördæmamörk í sumum ríkjum Bandaríkjanna gætu repúblikanar enn haldið meirihluta í fulltrúadeildinni þrátt fyrir að demókratar ynnu meirihluta atkvæða á landsvísu með nokkurra prósentustiga mun. Ryan á hins vegar ekki að hafa hugnast að sitja í minnihluta á þinginu eða með nauman meirihluta. Hann á að hafa viljað stíga til hliðar eftir að honum tókst að fá umfangsmiklar skattkerfisbreytingar samþykktar í desember. Starf hans hafi reynt á þolrifin, ekki síst vegna Trump forseta. Eins hefur hópur harðlínufrjálshyggjumanna sem kallar sig Frelsisþingflokkinn gert forystu repúblikana lífið leitt í fulltrúadeildinni síðustu árin. Heimildarmenn Axios útiloka ekki að Ryan reyni aftur fyrir sér í forsetaframboði á næstu árum. Hann var varaforsetaefni Mitt Romney í forsetakosningunum árið 2012. Embætti forseta fulltrúadeildarinnar er eitt það valdamesta í bandarísku stjórnkerfi. Þingforsetinn er til dæmis annar í röðinni að taka við embætti forseta á eftir varaforsetanum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði 150 króna launahækkun á viku sýna fram á ágæti skattalaganna Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. 4. febrúar 2018 10:45 Þingmenn Repúblikana leggjast gegn verndartollum forsetans Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. 5. mars 2018 18:10 Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Sagði 150 króna launahækkun á viku sýna fram á ágæti skattalaganna Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið gagnrýndur fyrir tíst sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. 4. febrúar 2018 10:45
Þingmenn Repúblikana leggjast gegn verndartollum forsetans Þingmenn Repúblikana í neðri deild Bandaríkjaþings vinna nú að því að koma í veg fyrir að háir tollar verði settir á innflutt stál og ál. 5. mars 2018 18:10
Segir fullvíst að Trump muni ekki reka Mueller Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sagði að Mueller eiga að fá að klára rannsókn sína, án truflana. 20. mars 2018 16:42