Staða iðn- og verknáms á Íslandi Davíð Snær Jónsson skrifar 17. janúar 2018 12:40 Við Íslendingar höfum frá aldaöðli verið ræknir við iðnað og höfum því ávallt þurft iðnmenntaða einstaklinga í samfélaginu. Ný ríkisstjórn ætlar að styrkja stöðu iðn- og verknáms og er það vel. Ekki nægir þó að setja aukið fjármagn í málaflokkinn. Til að bregðast við fækkun nemenda þurfa ráðamenn að leggjast í róttækar aðgerðir, útbúa þarf ítarlegra og nútímalegra kynningarefni um þær fjölbreyttu námsleiðir sem í boði eru fyrir nemendur, ekki síst um iðn- og verknám og kynna þarf námið betur fyrir yngri nemum en nú er gert. Ekki seinna en í 8. bekk þarf að kynna þá framtíðar starfsmöguleika sem í boði eru. Sá stökkpallur sem flestir nemendur mæta í lok 10. bekkjar, þar sem ákvörðun um skóla og nám getur skipt sköpun fyrir framtíð einstaklingsins, er of hár. Þar af leiðandi velja margir þá leið sem foreldrar leggja til eða þá sem vinirnir fara, í stað þess að fara sína eigin. Of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði, þegar grunnskóla lauk. Þá er mikilvægt að farið verði í fleiri herferðir til að draga úr stöðluðum kynjamyndum og þannig víkka áhugasvið og opna augu nemenda fyrir fjölbreyttari námsleiðum. Snemma árs 2017 stóðu iðn- og verkmenntaskólar landsins ásamt fleiri aðilum að átakinu „kvennastarf“ en á heimasíðu þess, kvennastarf.is kemur fram að iðn- og starfsgreinar séu enn þann dag í dag karllægustu starfsgreinarnar. Þá segir að stefnt sé á fjölgun fagmenntaðs fólks, markmiðið er að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Einnig var átakið ekki síst liður í því að vekja athygli á og jafna út þann kynjahalla sem ríkir í greinunum. „Augljóst er að ef fleiri stelpur sjá tækifæri í starfsmenntun verður auðveldara að fjölga nemum í iðn- og verkmenntagreinum og fleira fagmenntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnulíf.“ Vel var staðið að átakinu og vakti það athygli innan skólanna sem og utan. En betur má ef duga skal og verður að halda umræðunni um úreltar staðalmyndir stöðugt á lofti ef markmiðið á að takast. Að lokum þarf að auka möguleika starfs- og iðnnema á að komast í starfsnám eða á samning hjá meistara, fyrirtæki eða stofnun með auknu framlagi í vinnustaðanámssjóð. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum frá aldaöðli verið ræknir við iðnað og höfum því ávallt þurft iðnmenntaða einstaklinga í samfélaginu. Ný ríkisstjórn ætlar að styrkja stöðu iðn- og verknáms og er það vel. Ekki nægir þó að setja aukið fjármagn í málaflokkinn. Til að bregðast við fækkun nemenda þurfa ráðamenn að leggjast í róttækar aðgerðir, útbúa þarf ítarlegra og nútímalegra kynningarefni um þær fjölbreyttu námsleiðir sem í boði eru fyrir nemendur, ekki síst um iðn- og verknám og kynna þarf námið betur fyrir yngri nemum en nú er gert. Ekki seinna en í 8. bekk þarf að kynna þá framtíðar starfsmöguleika sem í boði eru. Sá stökkpallur sem flestir nemendur mæta í lok 10. bekkjar, þar sem ákvörðun um skóla og nám getur skipt sköpun fyrir framtíð einstaklingsins, er of hár. Þar af leiðandi velja margir þá leið sem foreldrar leggja til eða þá sem vinirnir fara, í stað þess að fara sína eigin. Of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði, þegar grunnskóla lauk. Þá er mikilvægt að farið verði í fleiri herferðir til að draga úr stöðluðum kynjamyndum og þannig víkka áhugasvið og opna augu nemenda fyrir fjölbreyttari námsleiðum. Snemma árs 2017 stóðu iðn- og verkmenntaskólar landsins ásamt fleiri aðilum að átakinu „kvennastarf“ en á heimasíðu þess, kvennastarf.is kemur fram að iðn- og starfsgreinar séu enn þann dag í dag karllægustu starfsgreinarnar. Þá segir að stefnt sé á fjölgun fagmenntaðs fólks, markmiðið er að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Einnig var átakið ekki síst liður í því að vekja athygli á og jafna út þann kynjahalla sem ríkir í greinunum. „Augljóst er að ef fleiri stelpur sjá tækifæri í starfsmenntun verður auðveldara að fjölga nemum í iðn- og verkmenntagreinum og fleira fagmenntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnulíf.“ Vel var staðið að átakinu og vakti það athygli innan skólanna sem og utan. En betur má ef duga skal og verður að halda umræðunni um úreltar staðalmyndir stöðugt á lofti ef markmiðið á að takast. Að lokum þarf að auka möguleika starfs- og iðnnema á að komast í starfsnám eða á samning hjá meistara, fyrirtæki eða stofnun með auknu framlagi í vinnustaðanámssjóð. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun