Staða iðn- og verknáms á Íslandi Davíð Snær Jónsson skrifar 17. janúar 2018 12:40 Við Íslendingar höfum frá aldaöðli verið ræknir við iðnað og höfum því ávallt þurft iðnmenntaða einstaklinga í samfélaginu. Ný ríkisstjórn ætlar að styrkja stöðu iðn- og verknáms og er það vel. Ekki nægir þó að setja aukið fjármagn í málaflokkinn. Til að bregðast við fækkun nemenda þurfa ráðamenn að leggjast í róttækar aðgerðir, útbúa þarf ítarlegra og nútímalegra kynningarefni um þær fjölbreyttu námsleiðir sem í boði eru fyrir nemendur, ekki síst um iðn- og verknám og kynna þarf námið betur fyrir yngri nemum en nú er gert. Ekki seinna en í 8. bekk þarf að kynna þá framtíðar starfsmöguleika sem í boði eru. Sá stökkpallur sem flestir nemendur mæta í lok 10. bekkjar, þar sem ákvörðun um skóla og nám getur skipt sköpun fyrir framtíð einstaklingsins, er of hár. Þar af leiðandi velja margir þá leið sem foreldrar leggja til eða þá sem vinirnir fara, í stað þess að fara sína eigin. Of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði, þegar grunnskóla lauk. Þá er mikilvægt að farið verði í fleiri herferðir til að draga úr stöðluðum kynjamyndum og þannig víkka áhugasvið og opna augu nemenda fyrir fjölbreyttari námsleiðum. Snemma árs 2017 stóðu iðn- og verkmenntaskólar landsins ásamt fleiri aðilum að átakinu „kvennastarf“ en á heimasíðu þess, kvennastarf.is kemur fram að iðn- og starfsgreinar séu enn þann dag í dag karllægustu starfsgreinarnar. Þá segir að stefnt sé á fjölgun fagmenntaðs fólks, markmiðið er að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Einnig var átakið ekki síst liður í því að vekja athygli á og jafna út þann kynjahalla sem ríkir í greinunum. „Augljóst er að ef fleiri stelpur sjá tækifæri í starfsmenntun verður auðveldara að fjölga nemum í iðn- og verkmenntagreinum og fleira fagmenntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnulíf.“ Vel var staðið að átakinu og vakti það athygli innan skólanna sem og utan. En betur má ef duga skal og verður að halda umræðunni um úreltar staðalmyndir stöðugt á lofti ef markmiðið á að takast. Að lokum þarf að auka möguleika starfs- og iðnnema á að komast í starfsnám eða á samning hjá meistara, fyrirtæki eða stofnun með auknu framlagi í vinnustaðanámssjóð. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum frá aldaöðli verið ræknir við iðnað og höfum því ávallt þurft iðnmenntaða einstaklinga í samfélaginu. Ný ríkisstjórn ætlar að styrkja stöðu iðn- og verknáms og er það vel. Ekki nægir þó að setja aukið fjármagn í málaflokkinn. Til að bregðast við fækkun nemenda þurfa ráðamenn að leggjast í róttækar aðgerðir, útbúa þarf ítarlegra og nútímalegra kynningarefni um þær fjölbreyttu námsleiðir sem í boði eru fyrir nemendur, ekki síst um iðn- og verknám og kynna þarf námið betur fyrir yngri nemum en nú er gert. Ekki seinna en í 8. bekk þarf að kynna þá framtíðar starfsmöguleika sem í boði eru. Sá stökkpallur sem flestir nemendur mæta í lok 10. bekkjar, þar sem ákvörðun um skóla og nám getur skipt sköpun fyrir framtíð einstaklingsins, er of hár. Þar af leiðandi velja margir þá leið sem foreldrar leggja til eða þá sem vinirnir fara, í stað þess að fara sína eigin. Of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði, þegar grunnskóla lauk. Þá er mikilvægt að farið verði í fleiri herferðir til að draga úr stöðluðum kynjamyndum og þannig víkka áhugasvið og opna augu nemenda fyrir fjölbreyttari námsleiðum. Snemma árs 2017 stóðu iðn- og verkmenntaskólar landsins ásamt fleiri aðilum að átakinu „kvennastarf“ en á heimasíðu þess, kvennastarf.is kemur fram að iðn- og starfsgreinar séu enn þann dag í dag karllægustu starfsgreinarnar. Þá segir að stefnt sé á fjölgun fagmenntaðs fólks, markmiðið er að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Einnig var átakið ekki síst liður í því að vekja athygli á og jafna út þann kynjahalla sem ríkir í greinunum. „Augljóst er að ef fleiri stelpur sjá tækifæri í starfsmenntun verður auðveldara að fjölga nemum í iðn- og verkmenntagreinum og fleira fagmenntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnulíf.“ Vel var staðið að átakinu og vakti það athygli innan skólanna sem og utan. En betur má ef duga skal og verður að halda umræðunni um úreltar staðalmyndir stöðugt á lofti ef markmiðið á að takast. Að lokum þarf að auka möguleika starfs- og iðnnema á að komast í starfsnám eða á samning hjá meistara, fyrirtæki eða stofnun með auknu framlagi í vinnustaðanámssjóð. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar