Breytingar á jólahefðum landsmanna Sigrún Drífa Jónsdóttir skrifar 19. desember 2018 08:00 Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sérstakt orð yfir þær og tölum um jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir jólahalds Íslendinga verið með nær óbreyttu sniði undanfarin ár og litlar sem engar breytingar sjást milli ára í mælingum Gallup á jólavenjum landsmanna. Þetta á almennt við um gjafir, samveru, skreytingar, jólatré, aðventukransa, smákökubakstur, jólahlaðborð, tónleika, skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll, piparkökumálun, föndur og konfektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það er því áhugavert að skoða hvað það er sem hefur þó breyst á undanförnum árum.Jólagjafir Flestir eru sammála um að jólin eigi ekki að snúast um gjafir en þær eru áberandi í jólahaldi okkar enda gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa orðið breytingar á jólagjafakaupum landsmanna þar sem það hefur bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjafirnar erlendis og að þær séu keyptar á netinu. Tveir af hverjum þremur keyptu megnið af jólagjöfunum innanlands síðustu jól. Þó það sé drjúgur meirihluti hefur hlutfallið lækkað mikið því átta árum áður keyptu níu af hverjum tíu megnið af gjöfunum innanlands. Netverslun Íslendinga hefur aukist hratt síðustu ár og eru jólagjafakaup þar ekki undanskilin. Fyrir ellefu árum keypti um einn af hverjum tíu landsmönnum einhverjar jólagjafir á netinu en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið upp í 43%. Í fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á netinu af erlendum fyrirtækjum en innlendum en það verður áhugavert að fylgjast með þróun vefverslunar íslenskra fyrirtækja á næstu árum þar sem hún er í örum vexti.Jólakort og rafrænar jólakveðjur Annað sem hefur tekið miklum breytingum eru jólakveðjur landsmanna. Fyrir átta árum sendu nær þrír af hverjum fjórum jólakort í bréfpósti en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið niður í um helming. Hlutfall þeirra sem sendu rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju fyrir átta árum var um fjórir af hverjum tíu. Það fór hækkandi næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi rösklega helmingur landsmanna rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra mældist hlutfallið hins vegar aftur talsvert lægra og verður forvitnilegt að sjá hvort sú þróun sést áfram nú um jólin.Jólamaturinn Langalgengast er að það sé hamborgarhryggur á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld en þeim fer þó fjölgandi sem velja annan jólamat. Þeim fer einnig fækkandi sem borða rjúpu eða svínasteik á aðfangadag, ef frá er talið það tímabil þegar bann ríkti við rjúpnaveiðum, en vinsældir hangikjöts og lambasteikur hafa haldist stöðugar. Þeim hefur fjölgað sem borða kalkún og einnig þeim sem borða annan mat en talinn hefur verið upp, eins og t.d. nauta- eða hnetusteik.Aðventuljós Aðventuljós, eða stjakar með sjö ljósum, eru áberandi í gluggum íslenskra heimila um jólin enda setur nær helmingur landsmanna slík ljós út í glugga. Með auknu úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á undanhaldi, en hlutfall þeirra sem skreyta með þessum hætti hefur lækkað um 14 prósentustig á síðustu sjö árum.Kirkjur og kirkjugarðar Síðustu ár hefur um þriðjungur landsmanna farið í kirkju fyrir eða um jólin en í fyrra mældist það hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins rúmlega fimmtungur landsmanna fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega helmingur landsmanna í kirkjugarð að vitja leiðis á móti tveimur af hverjum þremur árið áður. Aftur eru þetta breytingar sem mældust fyrst síðustu jól og verður því áhugavert að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól. Þó að jólin séu tími skemmtilegra hefða og samveru við fjölskyldu og vini eru aðstæður landsmanna ólíkar og það er umhugsunarvert að nær fimmtungur landsmanna ber kvíða í brjósti fyrir jólunum, að minnsta kosti í bland við tilhlökkun, og hefur það hlutfall verið svipað um árabil. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður en fólk er líklegra til að kvíða jólunum eftir því sem fjölskyldutekjur þess eru lægri og einnig eftir því sem það er eldra. Það er einlæg ósk okkar hjá Gallup að sem flestir geti fundið gleði og frið jólanna, hver með sínum hætti, og átt ánægjulega jólahátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sérstakt orð yfir þær og tölum um jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir jólahalds Íslendinga verið með nær óbreyttu sniði undanfarin ár og litlar sem engar breytingar sjást milli ára í mælingum Gallup á jólavenjum landsmanna. Þetta á almennt við um gjafir, samveru, skreytingar, jólatré, aðventukransa, smákökubakstur, jólahlaðborð, tónleika, skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll, piparkökumálun, föndur og konfektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það er því áhugavert að skoða hvað það er sem hefur þó breyst á undanförnum árum.Jólagjafir Flestir eru sammála um að jólin eigi ekki að snúast um gjafir en þær eru áberandi í jólahaldi okkar enda gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa orðið breytingar á jólagjafakaupum landsmanna þar sem það hefur bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjafirnar erlendis og að þær séu keyptar á netinu. Tveir af hverjum þremur keyptu megnið af jólagjöfunum innanlands síðustu jól. Þó það sé drjúgur meirihluti hefur hlutfallið lækkað mikið því átta árum áður keyptu níu af hverjum tíu megnið af gjöfunum innanlands. Netverslun Íslendinga hefur aukist hratt síðustu ár og eru jólagjafakaup þar ekki undanskilin. Fyrir ellefu árum keypti um einn af hverjum tíu landsmönnum einhverjar jólagjafir á netinu en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið upp í 43%. Í fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á netinu af erlendum fyrirtækjum en innlendum en það verður áhugavert að fylgjast með þróun vefverslunar íslenskra fyrirtækja á næstu árum þar sem hún er í örum vexti.Jólakort og rafrænar jólakveðjur Annað sem hefur tekið miklum breytingum eru jólakveðjur landsmanna. Fyrir átta árum sendu nær þrír af hverjum fjórum jólakort í bréfpósti en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið niður í um helming. Hlutfall þeirra sem sendu rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju fyrir átta árum var um fjórir af hverjum tíu. Það fór hækkandi næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi rösklega helmingur landsmanna rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra mældist hlutfallið hins vegar aftur talsvert lægra og verður forvitnilegt að sjá hvort sú þróun sést áfram nú um jólin.Jólamaturinn Langalgengast er að það sé hamborgarhryggur á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld en þeim fer þó fjölgandi sem velja annan jólamat. Þeim fer einnig fækkandi sem borða rjúpu eða svínasteik á aðfangadag, ef frá er talið það tímabil þegar bann ríkti við rjúpnaveiðum, en vinsældir hangikjöts og lambasteikur hafa haldist stöðugar. Þeim hefur fjölgað sem borða kalkún og einnig þeim sem borða annan mat en talinn hefur verið upp, eins og t.d. nauta- eða hnetusteik.Aðventuljós Aðventuljós, eða stjakar með sjö ljósum, eru áberandi í gluggum íslenskra heimila um jólin enda setur nær helmingur landsmanna slík ljós út í glugga. Með auknu úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á undanhaldi, en hlutfall þeirra sem skreyta með þessum hætti hefur lækkað um 14 prósentustig á síðustu sjö árum.Kirkjur og kirkjugarðar Síðustu ár hefur um þriðjungur landsmanna farið í kirkju fyrir eða um jólin en í fyrra mældist það hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins rúmlega fimmtungur landsmanna fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega helmingur landsmanna í kirkjugarð að vitja leiðis á móti tveimur af hverjum þremur árið áður. Aftur eru þetta breytingar sem mældust fyrst síðustu jól og verður því áhugavert að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól. Þó að jólin séu tími skemmtilegra hefða og samveru við fjölskyldu og vini eru aðstæður landsmanna ólíkar og það er umhugsunarvert að nær fimmtungur landsmanna ber kvíða í brjósti fyrir jólunum, að minnsta kosti í bland við tilhlökkun, og hefur það hlutfall verið svipað um árabil. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður en fólk er líklegra til að kvíða jólunum eftir því sem fjölskyldutekjur þess eru lægri og einnig eftir því sem það er eldra. Það er einlæg ósk okkar hjá Gallup að sem flestir geti fundið gleði og frið jólanna, hver með sínum hætti, og átt ánægjulega jólahátíð.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun