Konur og karlar Gunnar Árnason skrifar 22. október 2018 17:05 Þær eru ekki eins og þeir, sem eru öðruvísi en þær og þau eru ólík. Almennt séð leggja konur áherslu á aðra þætti - forgangsröðun karla er önnur og eftirfylgni mála öðruvísi. Konur eru með málefni er snúa að börnum, heilsu, menntun og umhyggju svo að örfá dæmi séu tekin, ofar á blaði en karlar, sem eiga það til að líta framhjá umræddum málaflokkum. Þeir gera það óvart, ekki illa meint af þeirra hálfu. Framangreint er jafn vond alhæfing og alhæfingar eru almennt, greinarhöfundur skal fúslega viðurkenna það – en stöldrum aðeins við. Talað er um mjúka málaflokka en þetta er býsna harður heimur þannig að fullyrða má að staðhæfingar um mýkt séu verulega ýktar eða hreinlega rangar. Og konur eru óumdeilt harðir naglar eins og karlar. Að því sögðu er ekki úr vegi að undirstrika mikilvægi þess árið 2018, einni öld frá fullveldi Íslands, að konur og karlar komi jöfnum höndum að ákvarðanatöku, hvort sem um er að ræða einka- eða opinber fyrirtæki og stofnanir, hvernig svo sem eignarhaldi er skipt eða háttað að öðru leyti, óháð því hvað er verið að sýsla með og hvers eðlis ákvarðanatakan er. Það skiptir hreinlega ekki máli að mati greinarhöfundar. Jöfn kynjaskipting er þjóðhagslega hagkvæm og tryggir farsælla og fallegra þjóðfélag og betri umgjörð um samfélagið til lengri tíma litið. Það er nákvæmlega enginn skortur á konum í umrædd hlutverk. En það er fyrirstaða og hún er öðru fremur tilkomin af langvinnu ástandi sem er í djúpum förum vana og ótta við breytt fyrirkomulag. Konur leysa fyrrgreind hlutverk af hendi með síst verri hætti en karlar. En saman leysa konur og karlar mál með farsælli hætti en kynin ein og sér. Við höfum töluvert verk að vinna í að jafna aðkomu karla og kvenna að ákvarðanatöku og stjórnun í þjóðfélaginu. Að hafa konu í hlutverki forsætisráðherra á merkum tímamótum í sögu þjóðar, ásamt ráðherra heilbrigðis- , mennta- , ferða- og dómsmála, er mikil gæfa og blessun fyrir framangreint umbreytingarferli og gefur góð fyrirheit um framhaldið. En við verðum að halda ótrauð áfram og lítum ekki til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þær eru ekki eins og þeir, sem eru öðruvísi en þær og þau eru ólík. Almennt séð leggja konur áherslu á aðra þætti - forgangsröðun karla er önnur og eftirfylgni mála öðruvísi. Konur eru með málefni er snúa að börnum, heilsu, menntun og umhyggju svo að örfá dæmi séu tekin, ofar á blaði en karlar, sem eiga það til að líta framhjá umræddum málaflokkum. Þeir gera það óvart, ekki illa meint af þeirra hálfu. Framangreint er jafn vond alhæfing og alhæfingar eru almennt, greinarhöfundur skal fúslega viðurkenna það – en stöldrum aðeins við. Talað er um mjúka málaflokka en þetta er býsna harður heimur þannig að fullyrða má að staðhæfingar um mýkt séu verulega ýktar eða hreinlega rangar. Og konur eru óumdeilt harðir naglar eins og karlar. Að því sögðu er ekki úr vegi að undirstrika mikilvægi þess árið 2018, einni öld frá fullveldi Íslands, að konur og karlar komi jöfnum höndum að ákvarðanatöku, hvort sem um er að ræða einka- eða opinber fyrirtæki og stofnanir, hvernig svo sem eignarhaldi er skipt eða háttað að öðru leyti, óháð því hvað er verið að sýsla með og hvers eðlis ákvarðanatakan er. Það skiptir hreinlega ekki máli að mati greinarhöfundar. Jöfn kynjaskipting er þjóðhagslega hagkvæm og tryggir farsælla og fallegra þjóðfélag og betri umgjörð um samfélagið til lengri tíma litið. Það er nákvæmlega enginn skortur á konum í umrædd hlutverk. En það er fyrirstaða og hún er öðru fremur tilkomin af langvinnu ástandi sem er í djúpum förum vana og ótta við breytt fyrirkomulag. Konur leysa fyrrgreind hlutverk af hendi með síst verri hætti en karlar. En saman leysa konur og karlar mál með farsælli hætti en kynin ein og sér. Við höfum töluvert verk að vinna í að jafna aðkomu karla og kvenna að ákvarðanatöku og stjórnun í þjóðfélaginu. Að hafa konu í hlutverki forsætisráðherra á merkum tímamótum í sögu þjóðar, ásamt ráðherra heilbrigðis- , mennta- , ferða- og dómsmála, er mikil gæfa og blessun fyrir framangreint umbreytingarferli og gefur góð fyrirheit um framhaldið. En við verðum að halda ótrauð áfram og lítum ekki til baka.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun