Sértæk úrræði í Brúarlandi Þorbjörg Sólbjartsdóttir skrifar 18. maí 2018 16:17 Ég kenni í því sögufræga húsi Brúarlandi, sem er útibú frá Varmárskóla í Mosfellsbæ. Húsið er ekki einungis fallegt heldur ríkir þar frábær andi sem mér hefur fundist vera forréttindi að starfa í. Ástæðan er einfaldlega sú að einingin okkar er lítil og álagið því mun minna á okkur starfsfólkinu en í mörgum stærri einingum. Ég er t.d. með 13 frábæra nemendur í umsjónarkennslu, en það eru yfirleitt um og yfir 20 nemendur í hverjum bekk. Núna undir árslok mun einingin okkar flytja í nýjan og glæsilegan skóla í Helgafellslandinu. Skólinn mun stækka, það mun fjölga í hópnum, bæði nemendum og starfsfólki og álag mun aukast. Eftir stendur þessi frábæra bygging með mikla möguleika til að þjónusta skólakerfið í Mosfellsbæ. Við í Framsókn viljum árið 2019 nýta húsnæðið Brúarland fyrir nemendur með alvarlegan hegðunar-, tilfinnninga-félags- og aðlögunarvanda svipað því sem kennarar Hlíðarskóla á Akureyri eru að gera. Við teljum að þetta úrræði geti skapað jákvæða brú á milli skóla og heimilis og létt álagið innan skólanna .Skólinn yrði hugsaður sem tímabundið úrræði, sem tæki við þegar allt hefði verið reynt til þrautar til að mæta þörfum nemendans í sínum heimaskóla. Þar myndi þverfaglegt teymi starfa með það að markmiði að hjálpa nemandanum að vinna úr sínum vanda. Þar myndu heimilið, heimaskóli og skólinn í Brúarlandi vinna saman að því að aðlaga barnið sem fyrst aftur inn í sinn bekk í samstarfi við umsjónarkennara barnsins. Úrræðið myndi nýtast öllum skólum Mosfellsbæjar. Sérúrræði í Brúarlandi mun því koma til með að létta álagið á skólunum, starfsfólki og börnum. Þar sem nánast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda. Mikilvægt er að huga að öllu starfsumhverfi starfsmanna og barna í skólum og minnka álag og áreiti. Hugmyndafræðin „skóli án aðgreiningar“ er flott á blaði en hefur ekki verið fylgt inn í skólakerfið með því fjármagni og sérþekkingu sem þarf til og því þarf að finna ráð sem virka. Við í Framsóknarflokknum teljum að lausnin í Brúarlandi sé svarið við því.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég kenni í því sögufræga húsi Brúarlandi, sem er útibú frá Varmárskóla í Mosfellsbæ. Húsið er ekki einungis fallegt heldur ríkir þar frábær andi sem mér hefur fundist vera forréttindi að starfa í. Ástæðan er einfaldlega sú að einingin okkar er lítil og álagið því mun minna á okkur starfsfólkinu en í mörgum stærri einingum. Ég er t.d. með 13 frábæra nemendur í umsjónarkennslu, en það eru yfirleitt um og yfir 20 nemendur í hverjum bekk. Núna undir árslok mun einingin okkar flytja í nýjan og glæsilegan skóla í Helgafellslandinu. Skólinn mun stækka, það mun fjölga í hópnum, bæði nemendum og starfsfólki og álag mun aukast. Eftir stendur þessi frábæra bygging með mikla möguleika til að þjónusta skólakerfið í Mosfellsbæ. Við í Framsókn viljum árið 2019 nýta húsnæðið Brúarland fyrir nemendur með alvarlegan hegðunar-, tilfinnninga-félags- og aðlögunarvanda svipað því sem kennarar Hlíðarskóla á Akureyri eru að gera. Við teljum að þetta úrræði geti skapað jákvæða brú á milli skóla og heimilis og létt álagið innan skólanna .Skólinn yrði hugsaður sem tímabundið úrræði, sem tæki við þegar allt hefði verið reynt til þrautar til að mæta þörfum nemendans í sínum heimaskóla. Þar myndi þverfaglegt teymi starfa með það að markmiði að hjálpa nemandanum að vinna úr sínum vanda. Þar myndu heimilið, heimaskóli og skólinn í Brúarlandi vinna saman að því að aðlaga barnið sem fyrst aftur inn í sinn bekk í samstarfi við umsjónarkennara barnsins. Úrræðið myndi nýtast öllum skólum Mosfellsbæjar. Sérúrræði í Brúarlandi mun því koma til með að létta álagið á skólunum, starfsfólki og börnum. Þar sem nánast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda. Mikilvægt er að huga að öllu starfsumhverfi starfsmanna og barna í skólum og minnka álag og áreiti. Hugmyndafræðin „skóli án aðgreiningar“ er flott á blaði en hefur ekki verið fylgt inn í skólakerfið með því fjármagni og sérþekkingu sem þarf til og því þarf að finna ráð sem virka. Við í Framsóknarflokknum teljum að lausnin í Brúarlandi sé svarið við því.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar