Hvað á það nú að þýða? Hulda Vigdísardóttir skrifar 27. nóvember 2018 14:26 Í síðustu viku flykktist fólk hvaðanæva af landinu í Hörpu að sjá Hnotubrjótinn í uppsetningu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og St. Petersburg Festival Ballet. Ungir sem aldnir – já, prúðbúin börn og misspenntir fylgifiskar, kátir listunnendur og aðrir áhugasamir gestir – trítluðu inn í Eldborgarsal til að sjá Maríu dansa við sinn ástkæra hnotubrjót og fylgjast með magnþrungnum bardaga músanna undir hrífandi tónlist Tchaikovskys. Jólagleði skein úr andlitum áhorfenda og eftir taktfast lófatak og nokkur pen húrrahróp héldu gestir aftur heim á leið, glaðir í bragði. Sjálf var ég enn á ungaaldri þegar ég kynntist undraheimi hnotubrjótsins en aðeins fjögurra ára sendi mamma mig í ballett. Að vísu var ég ekki ýkja hrifin af því uppátæki móður minnar í fyrstu þar; mér þótti jú einkar gott að sofa út og naut þess að vera komin í helgarfrí eftir fimm daga hasar á leikskólanum. Um tíma gafst mamma jafnvel upp á því að vekja mig snemma á laugardagsmorgnum og keyra mig upp í Mjódd, þar sem fjórtán litlar ballerínur æfðu plié og léku óskasteina af mikilli innlifun. Einn morguninn rauk ég þó á fætur og klæddi mig í fagurbleikan ballettbúning, sokkabuxur og hálftáskó, mömmu til mikillar undrunar. Ég bað hana að binda hvítt ballettpils utan um mig sem legið hafði ósnert inni í skáp frá því að ég fékk það í afmælisgjöf, og tilkynnti brosandi að nú væri ég sko á leiðinni í ballett. Hún brunaði með mig upp í ballettskóla og ég tiplaði borubrött inn. Eftir tímann komst mamma reyndar að því að umsjónarmenn Stundarinnar okkar, sem þá var í miklu uppáhaldi hjá mér, hefðu mætt í fylgd upptökumanna, sem mynduðu okkur ballerínurnar í bak og fyrir, og viku seinna sást ég sprikla um salinn í túbusjónvarpinu heima í stofu. Hvort sem það var tilviljun að ég skyldi einmitt hafa drifið mig þennan laugardagsmorgun eða hafi átt von á Ástu og Kela í heimsókn, þá mætti ég alla vega samviskusamlega þar eftir og næstu tólf ár. Ég tók snemma miklu ástfóstri við söguna um hnotubrjótinn og músakónginn og á sex ára afmælisdaginn gaf elsku amma mín mér myndbandsspólu með teiknimynd byggða á verkinu sem ég horfði aftur og aftur á. Ég kunni hana sennilega utan að þegar ballettskólinn setti sýninguna upp nokkrum árum síðar og ég flaug um Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu sem blómadís í fjólubláu tútú og táskóm. Líklega kannast flestir hér á landi við söguna, enda er Hnotubrjóturinn og músakóngurinn eitt vinsælasta jólaævintýri fyrr og síðar. Litskrúðugar persónur og töfraheimar þeirra gera verkið nær ódauðlegt en rúm tvö hundruð ár eru síðan það birtist fyrst á prenti. Ævintýrið er með þekktari verkum E. T. A. Hoffmanns og á marga vegu ákveðið tímamótaverk í bókmenntasögunni en þegar ég leitaði að því á íslensku greip ég í tómt. Já, þó ótrúlegt megi virðast, hafði verkið aldrei komið út í íslenskri þýðingu. Sem í draumi sá ég ömmu mína sálugu fyrir mér líta upp úr krossgátublaði sínu og horfa furðu lostin á mig úr gamla stólnum sínum. „Hvað segirðu? Getur það verið? Hvað á það nú að þýða?“ Rödd hennar söng inni í mér og eftir frekari eftirgrennslun og árangurslausa leit að íslenskri þýðingu, ákvað ég að láta slag standa og þýða ævintýrið. Þann 6. desember næstkomandi fagna ég því ekki einungis afmæli móður minnar heldur einnig útkomu nýrrar bókar. Ég þekkti söguna fyrst og fremst frá ballettnámi mínu en þó listdans sé magnað tjáningarform kom verk Hoffmanns mér stöðugt á óvart en inn í söguna tvinnast til dæmis annað ævintýri sem fær yfirleitt ekki stórt hlutverk uppi á sviði. Sagan er skrifuð fyrir börn en höfðar þó ekki síður til fullorðinna, enda höfum við jú öll gott af því að gleyma okkur stundum og hverfa inn í heim ævintýrannaHöfundur er M.A. í íslenskri málfræði og þýðandi Hnotubrjótsins og músakóngsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í síðustu viku flykktist fólk hvaðanæva af landinu í Hörpu að sjá Hnotubrjótinn í uppsetningu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og St. Petersburg Festival Ballet. Ungir sem aldnir – já, prúðbúin börn og misspenntir fylgifiskar, kátir listunnendur og aðrir áhugasamir gestir – trítluðu inn í Eldborgarsal til að sjá Maríu dansa við sinn ástkæra hnotubrjót og fylgjast með magnþrungnum bardaga músanna undir hrífandi tónlist Tchaikovskys. Jólagleði skein úr andlitum áhorfenda og eftir taktfast lófatak og nokkur pen húrrahróp héldu gestir aftur heim á leið, glaðir í bragði. Sjálf var ég enn á ungaaldri þegar ég kynntist undraheimi hnotubrjótsins en aðeins fjögurra ára sendi mamma mig í ballett. Að vísu var ég ekki ýkja hrifin af því uppátæki móður minnar í fyrstu þar; mér þótti jú einkar gott að sofa út og naut þess að vera komin í helgarfrí eftir fimm daga hasar á leikskólanum. Um tíma gafst mamma jafnvel upp á því að vekja mig snemma á laugardagsmorgnum og keyra mig upp í Mjódd, þar sem fjórtán litlar ballerínur æfðu plié og léku óskasteina af mikilli innlifun. Einn morguninn rauk ég þó á fætur og klæddi mig í fagurbleikan ballettbúning, sokkabuxur og hálftáskó, mömmu til mikillar undrunar. Ég bað hana að binda hvítt ballettpils utan um mig sem legið hafði ósnert inni í skáp frá því að ég fékk það í afmælisgjöf, og tilkynnti brosandi að nú væri ég sko á leiðinni í ballett. Hún brunaði með mig upp í ballettskóla og ég tiplaði borubrött inn. Eftir tímann komst mamma reyndar að því að umsjónarmenn Stundarinnar okkar, sem þá var í miklu uppáhaldi hjá mér, hefðu mætt í fylgd upptökumanna, sem mynduðu okkur ballerínurnar í bak og fyrir, og viku seinna sást ég sprikla um salinn í túbusjónvarpinu heima í stofu. Hvort sem það var tilviljun að ég skyldi einmitt hafa drifið mig þennan laugardagsmorgun eða hafi átt von á Ástu og Kela í heimsókn, þá mætti ég alla vega samviskusamlega þar eftir og næstu tólf ár. Ég tók snemma miklu ástfóstri við söguna um hnotubrjótinn og músakónginn og á sex ára afmælisdaginn gaf elsku amma mín mér myndbandsspólu með teiknimynd byggða á verkinu sem ég horfði aftur og aftur á. Ég kunni hana sennilega utan að þegar ballettskólinn setti sýninguna upp nokkrum árum síðar og ég flaug um Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu sem blómadís í fjólubláu tútú og táskóm. Líklega kannast flestir hér á landi við söguna, enda er Hnotubrjóturinn og músakóngurinn eitt vinsælasta jólaævintýri fyrr og síðar. Litskrúðugar persónur og töfraheimar þeirra gera verkið nær ódauðlegt en rúm tvö hundruð ár eru síðan það birtist fyrst á prenti. Ævintýrið er með þekktari verkum E. T. A. Hoffmanns og á marga vegu ákveðið tímamótaverk í bókmenntasögunni en þegar ég leitaði að því á íslensku greip ég í tómt. Já, þó ótrúlegt megi virðast, hafði verkið aldrei komið út í íslenskri þýðingu. Sem í draumi sá ég ömmu mína sálugu fyrir mér líta upp úr krossgátublaði sínu og horfa furðu lostin á mig úr gamla stólnum sínum. „Hvað segirðu? Getur það verið? Hvað á það nú að þýða?“ Rödd hennar söng inni í mér og eftir frekari eftirgrennslun og árangurslausa leit að íslenskri þýðingu, ákvað ég að láta slag standa og þýða ævintýrið. Þann 6. desember næstkomandi fagna ég því ekki einungis afmæli móður minnar heldur einnig útkomu nýrrar bókar. Ég þekkti söguna fyrst og fremst frá ballettnámi mínu en þó listdans sé magnað tjáningarform kom verk Hoffmanns mér stöðugt á óvart en inn í söguna tvinnast til dæmis annað ævintýri sem fær yfirleitt ekki stórt hlutverk uppi á sviði. Sagan er skrifuð fyrir börn en höfðar þó ekki síður til fullorðinna, enda höfum við jú öll gott af því að gleyma okkur stundum og hverfa inn í heim ævintýrannaHöfundur er M.A. í íslenskri málfræði og þýðandi Hnotubrjótsins og músakóngsins.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun