Kjaramál heilbrigðisstétta Gunnar Helgason skrifar 9. júlí 2018 06:00 Aðferðir Íslendinga til þess að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum eru meingallaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 þegar rætt var við hann um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ljósmæður hafa hætt störfum á Landspítala og fleiri hafa sagt upp störfum. Neyðaráætlun hefur tekið gildi á Landspítala og verkefnum er komið yfir á aðrar stofnanir þar sem ljósmæður eru enn starfandi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst um miðjan mánuðinn, nákvæmlega 10 árum eftir að rétt náðist að afstýra sambærilegu yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu í sambærilegri kjaradeilu. Íslenskum stjórnvöldum virðist ofviða að semja um kaup og kjör við heilbrigðisstéttir. Nánast undantekningarlaust þurfa heilbrigðisstéttir að grípa til aðgerða eins og verkfalla til þess að knýja á um að gengið sé til samninga við þær. Hvers vegna er ástandið með þessum hætti og hvers vegna eru Íslendingar alltaf að grípa til þessara meingölluðu aðferða eins og fjármálaráðherra segir? Getur ekki verið að skorti á stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, mönnunar- og launamálum heilbrigðisstétta, kynbundnum launamun innan kerfisins og skorti á skýrri starfsmannastefnu sé að einhverju leyti um að kenna? Rétt er að minna á að íslenska ríkið er nánast eini vinnuveitandi flestra heilbrigðismenntaðra kvennastétta. Á Íslandi hefur það sjaldan átt upp á pallborðið að kvennastéttum sem sinna umönnunarstörfum séu greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Að þessu leyti hefur jafnréttisbaráttan náð litlum árangri. Markaðslögmál þar sem samspil framboðs og eftirspurnar ræður launum og launaþróun stétta virðist ekki gilda hjá hinu opinbera þegar kemur að kvennastéttum. Fjármálaráðherra, fjármálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins verður tíðrætt um að launaþróun þurfi að vera sambærileg milli stétta. Þessi aðgerð myndi ganga ef allir væru með sambærileg laun í upphafi samanburðar eða hlutlægt mat lægi á bak við launasetningu, en huglægt mat og gamlar hefðir um launasetningu karla og kvenna virðast ráða meiru. Þetta væri einnig gagnleg aðferð ef sama upphafsár væri alltaf notað í slíkum útreikningum. Í kjarasamningum undanfarinna ára hafa íslensk stjórnvöld notast við upphafspunkt sem hentar hverju sinni. Árin 2006 og 2013 hafa verið notuð. SALEK-samkomulag og kjarasamningar 2015 gengu út frá launaþróun 2013. Þann 3. júlí gaf fjármálaráðuneytið út yfirlýsingu um launaþróun ljósmæðra og var árið 2007 þá notað sem upphafsár, væntanlega af því að það hentaði betur. Það að skoða bara launaþróun gefur skakka mynd ef heildarmyndin eða hvað liggur á bak við er ekki skoðað. Launaþróun upp á 30% skilar færri krónum til launamanns sem er með 400 þúsund krónur í laun en þess sem er með 700 þúsund krónur. Það er það sem ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðismenntaðar kvennastéttir horfa til þegar verið er að meta launahækkanir hjá hinu opinbera. Til að mynda hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um 133 þúsund krónur frá árslokum 2014 til ársloka 2017 á meðan t.d. kjararáð, læknar og skurðlæknar hafa fengið um 300 þúsund króna hækkun á dagvinnulaun að meðaltali, ofan á laun sem fyrir voru mun hærri en hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður hafa notið lakari launaþróunar en aðrir opinberir starfsmenn bæði hvað varðar prósentur og krónur, það sýna gögn fjármálaráðuneytisins. Reikningsæfingar eins og fjármálaráðuneytið grípur til í yfirlýsingu sinni þann 3. júlí breyta litlu þar um. Það að lengja tímabilið sem skoðað er eða notast við upphafspunkt sem ekki hefur verið notaður í neinum samanburði gagnast lítið. Samtal ALLRA aðila á vinnumarkaði um það hvernig eigi að meta störf, menntun, ábyrgð, álag og umfang væri ágætis byrjun til þess að þróa nýjar aðferðir til þess að leiða kjaradeildur til lykta á Íslandi. Síðan mætti reikna launaþróun út frá því. Vilji til þess að taka slíkt samtal virðist ekki vera til staðar, í það minnsta hefur hjúkrunarfræðingum ekki verið boðið í þá umræðu en þeir eru alltaf reiðubúnir til samtals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Aðferðir Íslendinga til þess að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum eru meingallaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 þegar rætt var við hann um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ljósmæður hafa hætt störfum á Landspítala og fleiri hafa sagt upp störfum. Neyðaráætlun hefur tekið gildi á Landspítala og verkefnum er komið yfir á aðrar stofnanir þar sem ljósmæður eru enn starfandi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst um miðjan mánuðinn, nákvæmlega 10 árum eftir að rétt náðist að afstýra sambærilegu yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu í sambærilegri kjaradeilu. Íslenskum stjórnvöldum virðist ofviða að semja um kaup og kjör við heilbrigðisstéttir. Nánast undantekningarlaust þurfa heilbrigðisstéttir að grípa til aðgerða eins og verkfalla til þess að knýja á um að gengið sé til samninga við þær. Hvers vegna er ástandið með þessum hætti og hvers vegna eru Íslendingar alltaf að grípa til þessara meingölluðu aðferða eins og fjármálaráðherra segir? Getur ekki verið að skorti á stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, mönnunar- og launamálum heilbrigðisstétta, kynbundnum launamun innan kerfisins og skorti á skýrri starfsmannastefnu sé að einhverju leyti um að kenna? Rétt er að minna á að íslenska ríkið er nánast eini vinnuveitandi flestra heilbrigðismenntaðra kvennastétta. Á Íslandi hefur það sjaldan átt upp á pallborðið að kvennastéttum sem sinna umönnunarstörfum séu greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Að þessu leyti hefur jafnréttisbaráttan náð litlum árangri. Markaðslögmál þar sem samspil framboðs og eftirspurnar ræður launum og launaþróun stétta virðist ekki gilda hjá hinu opinbera þegar kemur að kvennastéttum. Fjármálaráðherra, fjármálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins verður tíðrætt um að launaþróun þurfi að vera sambærileg milli stétta. Þessi aðgerð myndi ganga ef allir væru með sambærileg laun í upphafi samanburðar eða hlutlægt mat lægi á bak við launasetningu, en huglægt mat og gamlar hefðir um launasetningu karla og kvenna virðast ráða meiru. Þetta væri einnig gagnleg aðferð ef sama upphafsár væri alltaf notað í slíkum útreikningum. Í kjarasamningum undanfarinna ára hafa íslensk stjórnvöld notast við upphafspunkt sem hentar hverju sinni. Árin 2006 og 2013 hafa verið notuð. SALEK-samkomulag og kjarasamningar 2015 gengu út frá launaþróun 2013. Þann 3. júlí gaf fjármálaráðuneytið út yfirlýsingu um launaþróun ljósmæðra og var árið 2007 þá notað sem upphafsár, væntanlega af því að það hentaði betur. Það að skoða bara launaþróun gefur skakka mynd ef heildarmyndin eða hvað liggur á bak við er ekki skoðað. Launaþróun upp á 30% skilar færri krónum til launamanns sem er með 400 þúsund krónur í laun en þess sem er með 700 þúsund krónur. Það er það sem ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðismenntaðar kvennastéttir horfa til þegar verið er að meta launahækkanir hjá hinu opinbera. Til að mynda hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um 133 þúsund krónur frá árslokum 2014 til ársloka 2017 á meðan t.d. kjararáð, læknar og skurðlæknar hafa fengið um 300 þúsund króna hækkun á dagvinnulaun að meðaltali, ofan á laun sem fyrir voru mun hærri en hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður hafa notið lakari launaþróunar en aðrir opinberir starfsmenn bæði hvað varðar prósentur og krónur, það sýna gögn fjármálaráðuneytisins. Reikningsæfingar eins og fjármálaráðuneytið grípur til í yfirlýsingu sinni þann 3. júlí breyta litlu þar um. Það að lengja tímabilið sem skoðað er eða notast við upphafspunkt sem ekki hefur verið notaður í neinum samanburði gagnast lítið. Samtal ALLRA aðila á vinnumarkaði um það hvernig eigi að meta störf, menntun, ábyrgð, álag og umfang væri ágætis byrjun til þess að þróa nýjar aðferðir til þess að leiða kjaradeildur til lykta á Íslandi. Síðan mætti reikna launaþróun út frá því. Vilji til þess að taka slíkt samtal virðist ekki vera til staðar, í það minnsta hefur hjúkrunarfræðingum ekki verið boðið í þá umræðu en þeir eru alltaf reiðubúnir til samtals.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar