Reykjavíkurskrifstofa Google Pawel Bartoszek skrifar 19. apríl 2018 07:00 Einn þeirra aðila sem bera saman lífsgæði í ólíkum borgum er serbneska heimasíðan Numbeo.com. Síðan safnar upplýsingum frá netnotendum um hluti eins og verð, laun, ferðatíma til vinnu og upplifun af öryggi og mengun. Í samantekt Numbeo fyrir árið 2018 var Reykjavík í 11. sæti í Evrópu, sem er svo sem fínt, en auðvitað eigum við að stefna á efsta sætið og verða besta borg í Evrópu. Einn þáttur í þessum samanburði dregur Reykjavík allsvakalega niður en fær litla athygli. Nei, ekki samgöngur. Noregur og Danmörk eru ekki full af Íslendingum sem vilja koma heim en eru að bíða eftir Sundabrautinni eða mislægum gatnamótum hjá Kringlunni. Sá hlutur sem dregur okkur niður í alþjóðlegum samanburði og hindrar það að unga menntaða fólkið flytji heim er einfaldlega lágur kaupmáttur. Kaupmannahafnarbúi getur keypt sér 25% meira af dóti fyrir sín meðallaun en Reykvíkingur getur keypt fyrir sín. Íslendingur sem flytur til Reykjavíkur frá Köben er að taka á sig verulega launalækkun. Við viljum hafa framboð af atvinnu í Reykjavík fjölbreytt og launin há. Til þess þurfum að tryggja að íslensk fyrirtæki fari ekki úr landi en það er ekki nóg. Við viljum að Reykjavík verði það aðlaðandi að fyrirtæki á borð við Google eða Apple sjái sér hag í að opna fjölmennar skrifstofur hér. Því ef ungt og menntað fólk á að velja Reykjavík þá þarf það að geta fundið vinnu við sitt hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn þeirra aðila sem bera saman lífsgæði í ólíkum borgum er serbneska heimasíðan Numbeo.com. Síðan safnar upplýsingum frá netnotendum um hluti eins og verð, laun, ferðatíma til vinnu og upplifun af öryggi og mengun. Í samantekt Numbeo fyrir árið 2018 var Reykjavík í 11. sæti í Evrópu, sem er svo sem fínt, en auðvitað eigum við að stefna á efsta sætið og verða besta borg í Evrópu. Einn þáttur í þessum samanburði dregur Reykjavík allsvakalega niður en fær litla athygli. Nei, ekki samgöngur. Noregur og Danmörk eru ekki full af Íslendingum sem vilja koma heim en eru að bíða eftir Sundabrautinni eða mislægum gatnamótum hjá Kringlunni. Sá hlutur sem dregur okkur niður í alþjóðlegum samanburði og hindrar það að unga menntaða fólkið flytji heim er einfaldlega lágur kaupmáttur. Kaupmannahafnarbúi getur keypt sér 25% meira af dóti fyrir sín meðallaun en Reykvíkingur getur keypt fyrir sín. Íslendingur sem flytur til Reykjavíkur frá Köben er að taka á sig verulega launalækkun. Við viljum hafa framboð af atvinnu í Reykjavík fjölbreytt og launin há. Til þess þurfum að tryggja að íslensk fyrirtæki fari ekki úr landi en það er ekki nóg. Við viljum að Reykjavík verði það aðlaðandi að fyrirtæki á borð við Google eða Apple sjái sér hag í að opna fjölmennar skrifstofur hér. Því ef ungt og menntað fólk á að velja Reykjavík þá þarf það að geta fundið vinnu við sitt hæfi.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar