Reykjavíkurskrifstofa Google Pawel Bartoszek skrifar 19. apríl 2018 07:00 Einn þeirra aðila sem bera saman lífsgæði í ólíkum borgum er serbneska heimasíðan Numbeo.com. Síðan safnar upplýsingum frá netnotendum um hluti eins og verð, laun, ferðatíma til vinnu og upplifun af öryggi og mengun. Í samantekt Numbeo fyrir árið 2018 var Reykjavík í 11. sæti í Evrópu, sem er svo sem fínt, en auðvitað eigum við að stefna á efsta sætið og verða besta borg í Evrópu. Einn þáttur í þessum samanburði dregur Reykjavík allsvakalega niður en fær litla athygli. Nei, ekki samgöngur. Noregur og Danmörk eru ekki full af Íslendingum sem vilja koma heim en eru að bíða eftir Sundabrautinni eða mislægum gatnamótum hjá Kringlunni. Sá hlutur sem dregur okkur niður í alþjóðlegum samanburði og hindrar það að unga menntaða fólkið flytji heim er einfaldlega lágur kaupmáttur. Kaupmannahafnarbúi getur keypt sér 25% meira af dóti fyrir sín meðallaun en Reykvíkingur getur keypt fyrir sín. Íslendingur sem flytur til Reykjavíkur frá Köben er að taka á sig verulega launalækkun. Við viljum hafa framboð af atvinnu í Reykjavík fjölbreytt og launin há. Til þess þurfum að tryggja að íslensk fyrirtæki fari ekki úr landi en það er ekki nóg. Við viljum að Reykjavík verði það aðlaðandi að fyrirtæki á borð við Google eða Apple sjái sér hag í að opna fjölmennar skrifstofur hér. Því ef ungt og menntað fólk á að velja Reykjavík þá þarf það að geta fundið vinnu við sitt hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Einn þeirra aðila sem bera saman lífsgæði í ólíkum borgum er serbneska heimasíðan Numbeo.com. Síðan safnar upplýsingum frá netnotendum um hluti eins og verð, laun, ferðatíma til vinnu og upplifun af öryggi og mengun. Í samantekt Numbeo fyrir árið 2018 var Reykjavík í 11. sæti í Evrópu, sem er svo sem fínt, en auðvitað eigum við að stefna á efsta sætið og verða besta borg í Evrópu. Einn þáttur í þessum samanburði dregur Reykjavík allsvakalega niður en fær litla athygli. Nei, ekki samgöngur. Noregur og Danmörk eru ekki full af Íslendingum sem vilja koma heim en eru að bíða eftir Sundabrautinni eða mislægum gatnamótum hjá Kringlunni. Sá hlutur sem dregur okkur niður í alþjóðlegum samanburði og hindrar það að unga menntaða fólkið flytji heim er einfaldlega lágur kaupmáttur. Kaupmannahafnarbúi getur keypt sér 25% meira af dóti fyrir sín meðallaun en Reykvíkingur getur keypt fyrir sín. Íslendingur sem flytur til Reykjavíkur frá Köben er að taka á sig verulega launalækkun. Við viljum hafa framboð af atvinnu í Reykjavík fjölbreytt og launin há. Til þess þurfum að tryggja að íslensk fyrirtæki fari ekki úr landi en það er ekki nóg. Við viljum að Reykjavík verði það aðlaðandi að fyrirtæki á borð við Google eða Apple sjái sér hag í að opna fjölmennar skrifstofur hér. Því ef ungt og menntað fólk á að velja Reykjavík þá þarf það að geta fundið vinnu við sitt hæfi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar