Örn á lokaholunni tryggði Tiger toppsætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. september 2018 22:30 Woods fagnar erninum vísir/getty Tiger Woods og Rickie Fowler leiða keppni á Tour Championship, úrslitamótinu á PGA mótaröðinni í golfi, eftir fyrsta keppnisdag. Woods var á þremur höggum undir pari fyrir loka holuna eftir einn skolla og fjóra fugla. Hann gerði sér hins vegar lítið fyrir og fékk örn á 18. holunni og tryggði sig í forystuna á fimm höggum undir pari, sama skori og Rickie Fowler lauk leik á. Gary Woodland og Englendingurinn Justin Rose eru í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari. EAGLE!!!@TigerWoods buries it at the last to tie the lead. #LiveUnderParpic.twitter.com/BJa9pIcXif — PGA TOUR (@PGATOUR) September 20, 2018 Norður-Írinn Rory McIlroy er á þremur höggum undir pari eins og Justin Thomas og Tony Finau. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan fyrsta hring. Woods fer upp í annað sæti listans miðað við stöðuna eftir lokahringinn og Rickie Fowler fer í það þriðja. Efsti maður stigalistans í lok þessa móts vinnur FedEx úrslitakeppnina. Bryson DeChambeau var efstur á listanum fyrir þetta lokamót en hann náði sér ekki á strik í dag. Hann endaði á einu höggi yfir pari og fellur niður í fjórða sæti listans. Bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00 á morgun. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods og Rickie Fowler leiða keppni á Tour Championship, úrslitamótinu á PGA mótaröðinni í golfi, eftir fyrsta keppnisdag. Woods var á þremur höggum undir pari fyrir loka holuna eftir einn skolla og fjóra fugla. Hann gerði sér hins vegar lítið fyrir og fékk örn á 18. holunni og tryggði sig í forystuna á fimm höggum undir pari, sama skori og Rickie Fowler lauk leik á. Gary Woodland og Englendingurinn Justin Rose eru í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari. EAGLE!!!@TigerWoods buries it at the last to tie the lead. #LiveUnderParpic.twitter.com/BJa9pIcXif — PGA TOUR (@PGATOUR) September 20, 2018 Norður-Írinn Rory McIlroy er á þremur höggum undir pari eins og Justin Thomas og Tony Finau. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan fyrsta hring. Woods fer upp í annað sæti listans miðað við stöðuna eftir lokahringinn og Rickie Fowler fer í það þriðja. Efsti maður stigalistans í lok þessa móts vinnur FedEx úrslitakeppnina. Bryson DeChambeau var efstur á listanum fyrir þetta lokamót en hann náði sér ekki á strik í dag. Hann endaði á einu höggi yfir pari og fellur niður í fjórða sæti listans. Bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00 á morgun.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira