Félagsbústaðir stærsta íbúðafélag landsins Sigrún Árnadóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Félagsbústaðir voru stofnaðir árið 1997 sem hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Markmið rekstursins er að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni og koma þannig til móts við þarfir þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Félagsbústaðir eru stærsta leigufélag landsins með alls 2.550 íbúðir í lok árs 2018 en það jafngildir um 4,4% allra íbúða í Reykjavík og rúmlega 75% alls félagslegs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Lætur nærri að Félagsbústaðir eigi eina íbúð í hverjum stigagangi í höfuðborginni, sem fellur vel að stefnu borgaryfirvalda um félagslega blöndun. Fyrir liggja samþykktir borgaryfirvalda um að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði og hillir nú undir að því markmiði verði náð.Á ekki að skila rekstrarhagnaði Félagsbústaðir starfa í samræmi við húsnæðisstefnu og félagsleg markmið Reykjavíkurborgar og þeim er ekki heimilt að greiða út arð af rekstri til eigenda sinna, enda ekki gert ráð fyrir að félagið sé rekið í hagnaðarskyni. Frá árinu 2015 til dagsins í dag hafa Félagsbústaðir keypt 233 íbúðir og áætlað er að á tímabilinu 2019-2023 verði íbúðum fjölgað um 600. Bæði verða keyptar eldri og nýjar íbúðir auk þess sem áformað er að Félagsbústaðir byggi íbúðir sem þjóna þörfum fólks með fötlun. Það styður verulega þessa uppbyggingu að við úthlutum lóða á nýjum byggingareitum er nú gert ráð fyrir að Félagsbústaðir eigi kauprétt á 5% þeirra íbúða sem þar eru byggðar. Með lagabreytingu 2016 var innleidd stórfelld kerfisbreyting varðandi uppbyggingu og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis. Hún hefur m.a. leitt til þess að fleiri stórir aðilar hafa komið inn á leigumarkaðinn og er sérstakt ánægjuefni að þeirra á meðal er íbúðafélagið Bjarg sem stofnað var af ASÍ og BSRB. Það félag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.Rekstur Félagsbústaða í góðu horfi Félagsbústaðir hafa frá upphafi lagt áherslu á gott viðhald og útlit íbúða, húsa, lóða og sameigna. Vissulega má gera enn betur í þeim efnum en það hefur sýnt sig að betra útliti og ástandi eigna fylgir bætt umgengni. Skil á leigugreiðslum hafa einnig batnað mjög á þeim 20 árum sem liðin eru síðan fyrirtækið tók við rekstri leiguíbúða af Reykjavíkurborg, eða frá því að vera um 75% af leigutekjum upp í um 98%. Leigugreiðslur taka mið af kostnaðargrunni eftir kerfi sem miðar að því að skila rekstrinum á núlli. Almennt séð er rekstur Félagsbústaða í góðu horfi. Það er þó ærinn starfi fyrir þá liðlega 20 starfsmenn sem vinna hjá félaginu að takast á við það stóra verkefni sem felst í utanumhaldi og rekstri á þriðja þúsund félagslegra íbúða. Til að það geti gengið þarf starfsemin að njóta almenns trausts borgarbúa og þeirra sem eiga heima í íbúðum félagsins. Það er viðvarandi verkefni stjórnar og starfsmanna félagsins að ávinna það traust. Liður í því er að tryggja að stjórnhættir séu í góðu lagi, m.a. með því að starfrækja öfluga innri endurskoðun sem miðar að því að rekstur félagsins sé ætíð í réttu horfi og í samræmi við þær kröfur sem til hans eru gerðar. Þá er ekki síður mikilvægt að hlusta á viðskiptavini félagsins, en um þessar mundir er einmitt unnið að viðamikilli könnun á viðhorfi leigutaka til félagsins. Þegar áherslur í rekstri eru mótaðar er mikilvægt að hafa niðurstöður slíkra kannana til hliðsjónar.Vandaðir stjórnhættir – góð meðferð á almannafé Eins og hér hefur verið rakið hefur stefna borgarstjórnar á undanförnum árum leitt til aukinnar uppbyggingar á vegum Félagsbústaða. Íbúðum í eignasafni félagsins hefur fjölgað verulega og mun halda áfram að fjölga. Á sama tíma hafa verið lögbundnar verulegar breytingar á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu sem fela í sér fjölmargar áskoranir í rekstrinum. Um leið virðast þær einnig fela í sér tækifæri til grundvallarbreytinga á þessu sviði með auknu framboði íbúða og fjölgun valkosta. Meiri umsvifum Félagsbústaða hlýtur að fylgja aukin krafa um að vel sé farið með þá fjármuni sem lagðir eru til málaflokksins úr opinberum sjóðum og að þjónustan sé í samræmi við þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Vandaðir stjórnhættir hljóta ávallt að vera lykilatriði ef stuðla á að góðri meðferð almannafjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir voru stofnaðir árið 1997 sem hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Markmið rekstursins er að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni og koma þannig til móts við þarfir þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Félagsbústaðir eru stærsta leigufélag landsins með alls 2.550 íbúðir í lok árs 2018 en það jafngildir um 4,4% allra íbúða í Reykjavík og rúmlega 75% alls félagslegs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Lætur nærri að Félagsbústaðir eigi eina íbúð í hverjum stigagangi í höfuðborginni, sem fellur vel að stefnu borgaryfirvalda um félagslega blöndun. Fyrir liggja samþykktir borgaryfirvalda um að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði og hillir nú undir að því markmiði verði náð.Á ekki að skila rekstrarhagnaði Félagsbústaðir starfa í samræmi við húsnæðisstefnu og félagsleg markmið Reykjavíkurborgar og þeim er ekki heimilt að greiða út arð af rekstri til eigenda sinna, enda ekki gert ráð fyrir að félagið sé rekið í hagnaðarskyni. Frá árinu 2015 til dagsins í dag hafa Félagsbústaðir keypt 233 íbúðir og áætlað er að á tímabilinu 2019-2023 verði íbúðum fjölgað um 600. Bæði verða keyptar eldri og nýjar íbúðir auk þess sem áformað er að Félagsbústaðir byggi íbúðir sem þjóna þörfum fólks með fötlun. Það styður verulega þessa uppbyggingu að við úthlutum lóða á nýjum byggingareitum er nú gert ráð fyrir að Félagsbústaðir eigi kauprétt á 5% þeirra íbúða sem þar eru byggðar. Með lagabreytingu 2016 var innleidd stórfelld kerfisbreyting varðandi uppbyggingu og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis. Hún hefur m.a. leitt til þess að fleiri stórir aðilar hafa komið inn á leigumarkaðinn og er sérstakt ánægjuefni að þeirra á meðal er íbúðafélagið Bjarg sem stofnað var af ASÍ og BSRB. Það félag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.Rekstur Félagsbústaða í góðu horfi Félagsbústaðir hafa frá upphafi lagt áherslu á gott viðhald og útlit íbúða, húsa, lóða og sameigna. Vissulega má gera enn betur í þeim efnum en það hefur sýnt sig að betra útliti og ástandi eigna fylgir bætt umgengni. Skil á leigugreiðslum hafa einnig batnað mjög á þeim 20 árum sem liðin eru síðan fyrirtækið tók við rekstri leiguíbúða af Reykjavíkurborg, eða frá því að vera um 75% af leigutekjum upp í um 98%. Leigugreiðslur taka mið af kostnaðargrunni eftir kerfi sem miðar að því að skila rekstrinum á núlli. Almennt séð er rekstur Félagsbústaða í góðu horfi. Það er þó ærinn starfi fyrir þá liðlega 20 starfsmenn sem vinna hjá félaginu að takast á við það stóra verkefni sem felst í utanumhaldi og rekstri á þriðja þúsund félagslegra íbúða. Til að það geti gengið þarf starfsemin að njóta almenns trausts borgarbúa og þeirra sem eiga heima í íbúðum félagsins. Það er viðvarandi verkefni stjórnar og starfsmanna félagsins að ávinna það traust. Liður í því er að tryggja að stjórnhættir séu í góðu lagi, m.a. með því að starfrækja öfluga innri endurskoðun sem miðar að því að rekstur félagsins sé ætíð í réttu horfi og í samræmi við þær kröfur sem til hans eru gerðar. Þá er ekki síður mikilvægt að hlusta á viðskiptavini félagsins, en um þessar mundir er einmitt unnið að viðamikilli könnun á viðhorfi leigutaka til félagsins. Þegar áherslur í rekstri eru mótaðar er mikilvægt að hafa niðurstöður slíkra kannana til hliðsjónar.Vandaðir stjórnhættir – góð meðferð á almannafé Eins og hér hefur verið rakið hefur stefna borgarstjórnar á undanförnum árum leitt til aukinnar uppbyggingar á vegum Félagsbústaða. Íbúðum í eignasafni félagsins hefur fjölgað verulega og mun halda áfram að fjölga. Á sama tíma hafa verið lögbundnar verulegar breytingar á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu sem fela í sér fjölmargar áskoranir í rekstrinum. Um leið virðast þær einnig fela í sér tækifæri til grundvallarbreytinga á þessu sviði með auknu framboði íbúða og fjölgun valkosta. Meiri umsvifum Félagsbústaða hlýtur að fylgja aukin krafa um að vel sé farið með þá fjármuni sem lagðir eru til málaflokksins úr opinberum sjóðum og að þjónustan sé í samræmi við þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Vandaðir stjórnhættir hljóta ávallt að vera lykilatriði ef stuðla á að góðri meðferð almannafjár.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar