Haldið að sér höndum Kristrún Frostadóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Fjárfesting dróst saman um 5,6% á þriðja fjórðungi ársins en samdráttur hefur ekki mælst í fjárfestingu frá miðju ári 2014. Þó hægi á í hagkerfinu kom þetta undirritaðri á óvart og Seðlabankanum væntanlega líka miðað við fjárfestingarspá bankans fyrir árið. Til að spáin gangi upp þarf fjárfesting að vaxa um 12% milli ára á yfirstandandi fjórðungi. Ólíklegt er að fjárfestingarákvörðunum hafi verið snúið hratt við í október og nóvember miðað við atburði síðastliðinna vikna. Prósentutölur geta þó verið villandi. Þriðji ársfjórðungur var sterkasti fjárfestingarfjórðungurinn í fyrra. Íbúðafjárfesting ein og sér óx þá um 45%. Erfitt getur reynst að framkalla miklar prósentubreytingar með slíkar tölur í farteskinu. Samdrátturinn í atvinnuvegafjárfestingu er engu að síður eftirtektarverður. Vöxtur opinberrar fjárfestingar hefur tekið við sér, en ef kenningar Keynes lifa enn á ríkið einmitt að gefa í þegar svartsýnin tekur yfir. Sér í lagi þegar undirliggjandi aðstæður eru í stakasta lagi; lágar skuldir, nægur viðskiptaafgangur og vænn þjóðhagslegur sparnaður. Í nýbirtri rannsókn skoða hagfræðingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Stanford-háskóla hversu oft orðið „óvissa“ er notað í skýrslum „The Economist Intelligence Unit“ á síðustu tveimur áratugum. Úr gögnum 143 landa mynda þeir „heimsóvissuvísitölu“, sem bendir til að óvissustig hafi verið óvenjuhátt síðastliðin 6 ár. Auðvitað er óvissa alltaf til staðar. Hún er þó oftar tengd við neikvæða þróun en jákvæða. Þá virðist óvissustigið hærra ef um þekkt áföll er að ræða – þar sem ræða má líkur slíkra áfalla – en ef um óþekkta óvissu er að ræða eða „unknown unknowns“ eins og Donald Rumsfeld orðaði það. Því kemur ekki á óvart að „óvissuvísitalan“ hafi neikvæða fylgni við hagvöxt samkvæmt fyrrnefndri rannsókn, þar sem efnahagsaðstæður hafa verið erfiðar víðsvegar um heim síðustu ár. Íslensk, og erlend, hagsaga er þó lituð af jákvæðum jafnt sem neikvæðum, þekktum jafnt sem óþekktum, búhnykkjum. Við ræðum oft um hagvöxt sem stærð sem stýrist af ytri kröftum, en staðreyndin er sú að væntingar okkar drífa hann líka upp og niður. Fjárfesting og einkaneysla eru viðkvæmar fyrir væntingum almennings og fyrirtækja. Ef við búumst við því að allt fari á versta veg höldum við að okkur höndum og þá hægir á. Sú vísitala sem kemst hvað næst því að mæla slíkt óvissuástand hér á landi er líklega væntingavísitala fyrirtækja um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Samkvæmt henni hafa stjórnendur í 400 stærstu fyrirtækjum landsins búist við versnandi aðstæðum frá lokum árs 2016. Þó mældist 4% hagvöxtur 2017 og stefnir í annan eins vöxt á þessu ári, þrátt fyrir umrædda fjárfestingarniðursveiflu. Oftar en ekki hefur fjárfestingarvöxtur fylgt vísitölu um efnahagsvæntingar, líkt og í tilviki fyrrnefndrar „heimsóvissuvísitölu“. Þó hægt hafi á fjárfestingarvexti síðastliðin tvö ár hafa væntingar á tímabilinu þróast í mun neikvæðari átt en fjárfesting fyrirtækja. Aðgerðir hafa ekki fylgt orðum og upplifun fram til þessa. Á síðasta fjórðungi varð þó loks úr og fjárfesting gaf eftir. Eins neikvæður og almenningur virðist vera stendur einkaneyslan þó enn keik. Mikil kaupmáttaraukning hefur mælst meðal flestra hópa á síðastliðnum árum og byggst upp vænlegur sparnaður meðal heimila. Meira svigrúm er því meðal almennings til að jafna út neyslu ef hægir á en meðal fyrirtækja sem hafa áhyggjur af hækkandi kostnaði eftir tímabil minnkandi rekstrarsvigrúms. Aðrir vilja meina að það sé ekki óvissa ein og sér sem hefur áhrif á fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja, heldur erfiður aðgangur að fjármagni. Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem liðkar fyrir fjárfestingu erlendra aðila í tengslum við fjármagnshöft gæti stutt hér við. Erlendir aðilar eiga það til að sjá tækifærin hérlendis öðrum augum en innfæddir. Sums staðar þykir um 2,5% hagvöxtur, 5% vextir (á næsta ári) og stöðugt stjórnarfar hið besta fjárfestingarumhverfi þó Íslendingar upplifi það ekki þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Fjárfesting dróst saman um 5,6% á þriðja fjórðungi ársins en samdráttur hefur ekki mælst í fjárfestingu frá miðju ári 2014. Þó hægi á í hagkerfinu kom þetta undirritaðri á óvart og Seðlabankanum væntanlega líka miðað við fjárfestingarspá bankans fyrir árið. Til að spáin gangi upp þarf fjárfesting að vaxa um 12% milli ára á yfirstandandi fjórðungi. Ólíklegt er að fjárfestingarákvörðunum hafi verið snúið hratt við í október og nóvember miðað við atburði síðastliðinna vikna. Prósentutölur geta þó verið villandi. Þriðji ársfjórðungur var sterkasti fjárfestingarfjórðungurinn í fyrra. Íbúðafjárfesting ein og sér óx þá um 45%. Erfitt getur reynst að framkalla miklar prósentubreytingar með slíkar tölur í farteskinu. Samdrátturinn í atvinnuvegafjárfestingu er engu að síður eftirtektarverður. Vöxtur opinberrar fjárfestingar hefur tekið við sér, en ef kenningar Keynes lifa enn á ríkið einmitt að gefa í þegar svartsýnin tekur yfir. Sér í lagi þegar undirliggjandi aðstæður eru í stakasta lagi; lágar skuldir, nægur viðskiptaafgangur og vænn þjóðhagslegur sparnaður. Í nýbirtri rannsókn skoða hagfræðingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Stanford-háskóla hversu oft orðið „óvissa“ er notað í skýrslum „The Economist Intelligence Unit“ á síðustu tveimur áratugum. Úr gögnum 143 landa mynda þeir „heimsóvissuvísitölu“, sem bendir til að óvissustig hafi verið óvenjuhátt síðastliðin 6 ár. Auðvitað er óvissa alltaf til staðar. Hún er þó oftar tengd við neikvæða þróun en jákvæða. Þá virðist óvissustigið hærra ef um þekkt áföll er að ræða – þar sem ræða má líkur slíkra áfalla – en ef um óþekkta óvissu er að ræða eða „unknown unknowns“ eins og Donald Rumsfeld orðaði það. Því kemur ekki á óvart að „óvissuvísitalan“ hafi neikvæða fylgni við hagvöxt samkvæmt fyrrnefndri rannsókn, þar sem efnahagsaðstæður hafa verið erfiðar víðsvegar um heim síðustu ár. Íslensk, og erlend, hagsaga er þó lituð af jákvæðum jafnt sem neikvæðum, þekktum jafnt sem óþekktum, búhnykkjum. Við ræðum oft um hagvöxt sem stærð sem stýrist af ytri kröftum, en staðreyndin er sú að væntingar okkar drífa hann líka upp og niður. Fjárfesting og einkaneysla eru viðkvæmar fyrir væntingum almennings og fyrirtækja. Ef við búumst við því að allt fari á versta veg höldum við að okkur höndum og þá hægir á. Sú vísitala sem kemst hvað næst því að mæla slíkt óvissuástand hér á landi er líklega væntingavísitala fyrirtækja um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Samkvæmt henni hafa stjórnendur í 400 stærstu fyrirtækjum landsins búist við versnandi aðstæðum frá lokum árs 2016. Þó mældist 4% hagvöxtur 2017 og stefnir í annan eins vöxt á þessu ári, þrátt fyrir umrædda fjárfestingarniðursveiflu. Oftar en ekki hefur fjárfestingarvöxtur fylgt vísitölu um efnahagsvæntingar, líkt og í tilviki fyrrnefndrar „heimsóvissuvísitölu“. Þó hægt hafi á fjárfestingarvexti síðastliðin tvö ár hafa væntingar á tímabilinu þróast í mun neikvæðari átt en fjárfesting fyrirtækja. Aðgerðir hafa ekki fylgt orðum og upplifun fram til þessa. Á síðasta fjórðungi varð þó loks úr og fjárfesting gaf eftir. Eins neikvæður og almenningur virðist vera stendur einkaneyslan þó enn keik. Mikil kaupmáttaraukning hefur mælst meðal flestra hópa á síðastliðnum árum og byggst upp vænlegur sparnaður meðal heimila. Meira svigrúm er því meðal almennings til að jafna út neyslu ef hægir á en meðal fyrirtækja sem hafa áhyggjur af hækkandi kostnaði eftir tímabil minnkandi rekstrarsvigrúms. Aðrir vilja meina að það sé ekki óvissa ein og sér sem hefur áhrif á fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja, heldur erfiður aðgangur að fjármagni. Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem liðkar fyrir fjárfestingu erlendra aðila í tengslum við fjármagnshöft gæti stutt hér við. Erlendir aðilar eiga það til að sjá tækifærin hérlendis öðrum augum en innfæddir. Sums staðar þykir um 2,5% hagvöxtur, 5% vextir (á næsta ári) og stöðugt stjórnarfar hið besta fjárfestingarumhverfi þó Íslendingar upplifi það ekki þannig.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun