Opið bréf til RÚV Barnavernd Hafnarfjarðar skrifar 10. apríl 2018 07:00 Útvarpsstjóri Magnús Geir Þórðarson. Við starfsmenn barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar viljum vekja athygli þína á því hversu erfitt og vandmeðfarið starf barnaverndarstarfsmanna er. Hjá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar starfar fólk með allt að 30 ára starfsreynslu af barnaverndarstarfi. Svipað gildir um starfsmenn hjá Barnavernd Reykjavíkur. Engar meiriháttar ákvarðanir eru teknar án þess að þær séu bornar undir teymi sérfræðinga í barnavernd. Ef ekki næst samvinna við foreldra er málið lagt fyrir barnaverndarnefnd þar sem foreldrar geta nýtt sér andmælarétt sinn og börnunum er skipaður talsmaður. Flest mál eru unnin í góðri samvinnu við foreldra. Barnaverndarstarfsmenn eru málsvarar barna sem geta ekki varið sig. Flest börn vilja alast upp hjá foreldrum sínum, en engu að síður eru foreldrarnir ekki alltaf í stakk búnir til að veita börnum sínum þá ást, umhyggju og aga sem þau þurfa á að halda, sum vegna áfengis- og fíkniefnavanda, vegna geðræns vanda eða þroskafrávika og í sumum tilfellum vegna áhættuhegðunar barna. Í öllum tilfellum er reynt að styðja foreldra til að bæta forsjárhæfni sína en þegar þau úrræði sem barnavernd hefur yfir að ráða duga ekki til, getur komið til þess að vista þurfi börnin, til að byrja með í tímabundnu fóstri og síðar í varanlegu fóstri. Hér er um erfiðar ákvarðanir að ræða sem koma til af illri nauðsyn. Ekki er óalgengt að barnaverndarstarfsmenn og fjölskyldur þeirra fái hótanir frá ósáttum foreldrum, starfsmenn eru í sumum tilvikum nafngreindir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Svo langt hefur jafnvel gengið að ráðist hefur verið á heimili starfsmanna barnaverndarnefndar. Þegar fjölmiðlar beita sér gegn okkur fyrir að vinna vinnuna okkar af heilindum þá sárnar okkur og finnst að okkur vegið en sum okkar vilja hætta þessu og aðrir brenna upp. Við höfum metnað til að búa börnum og fjölskyldum betri aðstæður og höldum áfram okkar faglega starfi. Einhliða umfjöllun eins og átti sér stað í þættinum Kveik, gerir okkur þó erfitt fyrir. Hætta er á að þær fjölskyldur hverra mál eru nýlega komin inn á borð barnaverndar, upplifi ótta og vantraust í garð barnaverndar og getur það aukið á vanda þeirra og flækt meðferð mála. Við vitum ekki hvaða ástæður liggja að baki því að ákveðið var að aðskilja systkinin sem um var rætt í Kveik þriðjudaginn 27. mars sl. Við vitum þó að það hlýtur að liggja rík ástæða á bak við ákvörðunina sem hefur verið tekin á meðferðarfundi af sérfræðingum barnaverndar. Fósturforeldrar líkt og starfsmenn barnaverndar eru bundnir trúnaði og því furðuðum við okkur á því að sjá Þóru Arnórsdóttur blaða í skjölum sem virðast vera trúnaðargögn sem fóru á milli fósturforeldra og starfsmanna barnaverndar. Auk þess hljóta margir að þekkja fósturforeldrana í sjón og vita um hvaða börn er að ræða. Hver er að vernda börnin þarna? Er það faglegt að fjalla um mál sem varpar kastljósi á börnin og er algjörlega einhliða málflutningur? Í okkar vinnu er okkur skylt að kanna aðstæður barna sem best og kanna málið út frá öllum hliðum á faglegan hátt og hvetjum við starfsfólk RÚV til að gera slíkt hið sama. Fjölmiðlafólki líkt og barnaverndarstarfsmönnum ber að lúta lögum og reglum í vinnu sinni en í siðareglum blaðamanna segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum.“ Í reglum RÚV um meðferð athugasemda o.fl. segir að þess beri að gæta að vinnslan sé til fyrirmyndar varðandi gæði og fagleg vinnubrögð og gæta hlutlægni í frásögn. Því gerum við undirrituð alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfsmanna RÚV, útvarps allra landsmanna, vegna umfjöllunar um barnaverndarmál í tilvitnuðum þáttum.Höfundar eru Ellen Guðlaugsdóttir Helena Unnarsdóttir Hildigunnur Bjarnadóttir Kolbrún Ögmundsdóttir Ólína Birgisdóttir Ólöf Lára Ágústsdóttir Matthildur Jóhannsdóttir Valgerður Rún Haraldsdóttir Ægir Örn Sigurgeirsson starfsmenn barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Útvarpsstjóri Magnús Geir Þórðarson. Við starfsmenn barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar viljum vekja athygli þína á því hversu erfitt og vandmeðfarið starf barnaverndarstarfsmanna er. Hjá barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar starfar fólk með allt að 30 ára starfsreynslu af barnaverndarstarfi. Svipað gildir um starfsmenn hjá Barnavernd Reykjavíkur. Engar meiriháttar ákvarðanir eru teknar án þess að þær séu bornar undir teymi sérfræðinga í barnavernd. Ef ekki næst samvinna við foreldra er málið lagt fyrir barnaverndarnefnd þar sem foreldrar geta nýtt sér andmælarétt sinn og börnunum er skipaður talsmaður. Flest mál eru unnin í góðri samvinnu við foreldra. Barnaverndarstarfsmenn eru málsvarar barna sem geta ekki varið sig. Flest börn vilja alast upp hjá foreldrum sínum, en engu að síður eru foreldrarnir ekki alltaf í stakk búnir til að veita börnum sínum þá ást, umhyggju og aga sem þau þurfa á að halda, sum vegna áfengis- og fíkniefnavanda, vegna geðræns vanda eða þroskafrávika og í sumum tilfellum vegna áhættuhegðunar barna. Í öllum tilfellum er reynt að styðja foreldra til að bæta forsjárhæfni sína en þegar þau úrræði sem barnavernd hefur yfir að ráða duga ekki til, getur komið til þess að vista þurfi börnin, til að byrja með í tímabundnu fóstri og síðar í varanlegu fóstri. Hér er um erfiðar ákvarðanir að ræða sem koma til af illri nauðsyn. Ekki er óalgengt að barnaverndarstarfsmenn og fjölskyldur þeirra fái hótanir frá ósáttum foreldrum, starfsmenn eru í sumum tilvikum nafngreindir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Svo langt hefur jafnvel gengið að ráðist hefur verið á heimili starfsmanna barnaverndarnefndar. Þegar fjölmiðlar beita sér gegn okkur fyrir að vinna vinnuna okkar af heilindum þá sárnar okkur og finnst að okkur vegið en sum okkar vilja hætta þessu og aðrir brenna upp. Við höfum metnað til að búa börnum og fjölskyldum betri aðstæður og höldum áfram okkar faglega starfi. Einhliða umfjöllun eins og átti sér stað í þættinum Kveik, gerir okkur þó erfitt fyrir. Hætta er á að þær fjölskyldur hverra mál eru nýlega komin inn á borð barnaverndar, upplifi ótta og vantraust í garð barnaverndar og getur það aukið á vanda þeirra og flækt meðferð mála. Við vitum ekki hvaða ástæður liggja að baki því að ákveðið var að aðskilja systkinin sem um var rætt í Kveik þriðjudaginn 27. mars sl. Við vitum þó að það hlýtur að liggja rík ástæða á bak við ákvörðunina sem hefur verið tekin á meðferðarfundi af sérfræðingum barnaverndar. Fósturforeldrar líkt og starfsmenn barnaverndar eru bundnir trúnaði og því furðuðum við okkur á því að sjá Þóru Arnórsdóttur blaða í skjölum sem virðast vera trúnaðargögn sem fóru á milli fósturforeldra og starfsmanna barnaverndar. Auk þess hljóta margir að þekkja fósturforeldrana í sjón og vita um hvaða börn er að ræða. Hver er að vernda börnin þarna? Er það faglegt að fjalla um mál sem varpar kastljósi á börnin og er algjörlega einhliða málflutningur? Í okkar vinnu er okkur skylt að kanna aðstæður barna sem best og kanna málið út frá öllum hliðum á faglegan hátt og hvetjum við starfsfólk RÚV til að gera slíkt hið sama. Fjölmiðlafólki líkt og barnaverndarstarfsmönnum ber að lúta lögum og reglum í vinnu sinni en í siðareglum blaðamanna segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum.“ Í reglum RÚV um meðferð athugasemda o.fl. segir að þess beri að gæta að vinnslan sé til fyrirmyndar varðandi gæði og fagleg vinnubrögð og gæta hlutlægni í frásögn. Því gerum við undirrituð alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfsmanna RÚV, útvarps allra landsmanna, vegna umfjöllunar um barnaverndarmál í tilvitnuðum þáttum.Höfundar eru Ellen Guðlaugsdóttir Helena Unnarsdóttir Hildigunnur Bjarnadóttir Kolbrún Ögmundsdóttir Ólína Birgisdóttir Ólöf Lára Ágústsdóttir Matthildur Jóhannsdóttir Valgerður Rún Haraldsdóttir Ægir Örn Sigurgeirsson starfsmenn barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar