Norðurslóðir í öndvegi Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 07:00 Umhverfi norðurslóða er að breytast – og það hratt. Vegna hlýnunar jarðar hækkar sjávarhitinn, hafísinn minnkar og jöklarnir hopa. Miðað við spár vísindamanna má af þessum sökum búast við ómældum áhrifum á vistkerfi lands og sjávar. Um leið gætu gjöfular náttúruauðlindir svæðisins orðið aðgengilegri, siglingar auðveldari og ræktunarskilyrði betri. Fyrir þær fjórar milljónir manna sem búa á þessum harðbýlu slóðum er áríðandi að spornað sé við neikvæðum áhrifum þessara breytinga og þau tækifæri sem í þeim kunna að felast verði fullnýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Samspil umhverfisverndar og auðlindanýtingar verður að vera í jafnvægi. Eftir rúmt ár tekur Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu, mikilvægasta vettvangi umræðu og ákvarðanatöku um málefni norðurslóða. Í því eiga sæti Norðurlöndin, Bandaríkin, Kanada og Rússland, auk samtaka frumbyggja. Samstarfið hefur vaxið ört frá því ráðið var stofnað árið 1996. Fjölgun áheyrnaraðila og aukin þátttaka þeirra í ýmsum verkefnum ráðsins sýnir glöggt hve víðtæka skírskotun málefni norðurslóða hafa. Þá hefur stofnun hliðarsamtaka við ráðið gefið samstarfinu nýja vídd. Dæmi um það er Efnahagsráð norðurslóða sem fulltrúar viðskiptalífs aðildarríkjanna skipa. Undirbúningur fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hófst fyrir alvöru á síðasta ári. Þar hef ég lagt ríka áherslu á víðtækt samráð hér innanlands, bæði á á pólitískum vettvangi en einnig við atvinnulífið, háskólasamfélagið, frjáls félagasamtök, stjórnsýslu. Nýverið ræddi ég við fulltrúa í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem fram kom mikil samstaða um mikilvægi formennsku Íslands og málaflokkinn í heild. Þessa samstöðu viljum við treysta enn frekar í sessi. Í þau tvö ár sem Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu stýra Íslendingar starfsemi ráðsins og móta áherslurnar. Í þessu felst einstakt tækifæri til víðtækrar samvinnu um málefni norðurslóða og til að láta gott af sér leiða í þágu svæðisins og íbúa þess. Viðbrögð við yfirvofandi breytingum á umhverfi norðurslóða eru þar tvímælalaust mikilvægasta áskorunin. Í formennskutíð sinni mun Ísland því leggja áherslu hagfellda þróun á norðurslóðum með sjálfbærni að leiðarljósi í öllu tilliti: umhverfislegu, efnahagslegu og félagslegu.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Umhverfi norðurslóða er að breytast – og það hratt. Vegna hlýnunar jarðar hækkar sjávarhitinn, hafísinn minnkar og jöklarnir hopa. Miðað við spár vísindamanna má af þessum sökum búast við ómældum áhrifum á vistkerfi lands og sjávar. Um leið gætu gjöfular náttúruauðlindir svæðisins orðið aðgengilegri, siglingar auðveldari og ræktunarskilyrði betri. Fyrir þær fjórar milljónir manna sem búa á þessum harðbýlu slóðum er áríðandi að spornað sé við neikvæðum áhrifum þessara breytinga og þau tækifæri sem í þeim kunna að felast verði fullnýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Samspil umhverfisverndar og auðlindanýtingar verður að vera í jafnvægi. Eftir rúmt ár tekur Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu, mikilvægasta vettvangi umræðu og ákvarðanatöku um málefni norðurslóða. Í því eiga sæti Norðurlöndin, Bandaríkin, Kanada og Rússland, auk samtaka frumbyggja. Samstarfið hefur vaxið ört frá því ráðið var stofnað árið 1996. Fjölgun áheyrnaraðila og aukin þátttaka þeirra í ýmsum verkefnum ráðsins sýnir glöggt hve víðtæka skírskotun málefni norðurslóða hafa. Þá hefur stofnun hliðarsamtaka við ráðið gefið samstarfinu nýja vídd. Dæmi um það er Efnahagsráð norðurslóða sem fulltrúar viðskiptalífs aðildarríkjanna skipa. Undirbúningur fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu hófst fyrir alvöru á síðasta ári. Þar hef ég lagt ríka áherslu á víðtækt samráð hér innanlands, bæði á á pólitískum vettvangi en einnig við atvinnulífið, háskólasamfélagið, frjáls félagasamtök, stjórnsýslu. Nýverið ræddi ég við fulltrúa í utanríkismálanefnd Alþingis þar sem fram kom mikil samstaða um mikilvægi formennsku Íslands og málaflokkinn í heild. Þessa samstöðu viljum við treysta enn frekar í sessi. Í þau tvö ár sem Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu stýra Íslendingar starfsemi ráðsins og móta áherslurnar. Í þessu felst einstakt tækifæri til víðtækrar samvinnu um málefni norðurslóða og til að láta gott af sér leiða í þágu svæðisins og íbúa þess. Viðbrögð við yfirvofandi breytingum á umhverfi norðurslóða eru þar tvímælalaust mikilvægasta áskorunin. Í formennskutíð sinni mun Ísland því leggja áherslu hagfellda þróun á norðurslóðum með sjálfbærni að leiðarljósi í öllu tilliti: umhverfislegu, efnahagslegu og félagslegu.Höfundur er utanríkisráðherra
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun