„Á ekki bara að setja þetta í beina kosningu?“ Alexandra Briem skrifar 25. október 2018 16:36 Þetta er algeng spurning, en ef ekkert skýrt ferli er til staðar fyrir íbúa til að afla upplýsinga um verkefni sem í gangi eru eða knýja fram kosningar með lýðræðislegum aðferðum áður en verkefni hafa náð vissum punkti, þá þjóna beinar kosningar þeim eina tilgangi að vera popúlískt verkfæri í kistu þeirra sem vilja ekki sætta sig við niðurstöður fyrri lýðræðislegri ferla. Þess heldur, ef ekki er til staðar tiltekinn rammi utan um það hvenær verk megi stöðva með kosningu og hvenær það sé orðið of seint, býr það til mjög mikla áhættu og óvissu í allri áætlanagerð og getur ekki talist til góðrar stjórnsýslu. Beint lýðræði og íbúalýðræði snúast einmitt ekki bara um að setja hluti í beina kosningu. Þvert á móti getur það verið beinlínis skaðlegt lýðræði og góðum stjórnarháttum að setja mál í beina kosningu í hvert skipti sem einhverjum dettur í hug að kalla eftir því. Sérstaklega ef það er eftir hentisemi kjörinn fulltrúa í þau skipti sem þeir telja það góða leið til að afla stuðnings við verkefni sem þeim sjálfum hugnast, eða tækifærissinnuð leið til að stöðva áætlanir sem þeir eru á móti. Sú aðferð býður heim mikilli hættu á að pólitískar upphrópanir og gögn valin af hentisemi komi í stað upplýstrar umræðu í aðdraganda slíkrar kosningar. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að setja Borgarlínu í beina kosningu undir yfirskyni aukins íbúalýðræðis, sem er til afgreiðslu á fundi Borgarráðs þessa vikuna, er dæmi um þetta. Óhætt er að segja að borgarstjórnarflokkur Pírata, og raunar allur núverandi meirihluti í borgarstjórn, leggi mikla áherslu á bæði íbúalýðræði og ábyrga stjórnsýslu. Raunverulegt beint íbúalýðræði er stærra verkefni en tilviljanakenndar beinar kosningar um einstaka mál. Það þarf að vera ofið inn í öll stig undirbúnings og ákvarðanatöku. Það fæst með reglulegri góðri og upplýsingagjöf, virkri þátttöku íbúa á öllum stigum og möguleikum á inngripum og kröfu um íbúakosningu eftir skýrum lýðræðislega skilgreindum leiðum, á ákveðnum tímum ferlisins, í kjölfar upplýstrar umræðu um málefnið. Borgarlínuáætlunin er yfirgripsmikil stefna um framtíðarskipulag borgarinnar. Hún er afrakstur margra ára vinnu sérfræðinga, með aðkomu íbúafunda og kjörinna fulltrúa í mörgum sveitarfélögum. Hún er afleiðing samtals við íbúa um hugmyndir þeirra um þéttingu byggðar, ferðamáta framtíðarinnar, borgarumhverfið og loftslagsmál. Þær áherslur voru lagðar til grundvallar að sviðsmyndagerð þar sem næst tók við mikil greiningarvinna á umferðarmynstri og væntri fólksfjölgun á svæðinu til næstu áratuga. Sú niðurstaða var skýr. Þess utan hefur síðan verið unnin mikil skipulagsvinna og aðrar áætlanir á tengdum sviðum sem gera ráð fyrir Borgarlínu í einhverri mynd og myndi sú vinna glatast ef hætt væri við á þessum tímapunkti, ásamt þeirri samstöðu sem náðst hefur milli sveitarfélaga og ríkisins um þessa leið sem myndi þurfa að ná að nýju um aðra aðferð. Byrja þyrfti frá grunni að skipuleggja samgöngur á svæðinu og þá þyrfti meðvitað að sleppa þeirri leið sem er metin best af öllum sem að ferlinu komu. Að lokum má svo vel benda á að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings borgarbúa í skoðanakönnunum og var þar að auki mikið í umræðunni fyrir kosningar og þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta gáfu allir skýr loforð um að úr henni myndi verða. Að mörgu leyti má lesa niðurstöðu síðustu borgarstjórnarkosninga á þann hátt að Borgarlínan hafi unnið. Ef einhvern tíma væri rétt að kalla eftir beinni kosningu um málefni, utan við skýrt lýðræðislegt ferli, væri það þegar um væri að ræða einstakt mál þar sem sterk rök lægju því til grundvallar að áætlun borgarstjórnar væri í mikilli andstöðu við vilja íbúa. Borgarlína er ekki slíkt mál. Hún var lýðræðislega unnin áætlun sem nýtur víðtæks almenns stuðnings og flokkarnir sem mynda meirihlutann hafa skýrt lýðræðislegt umboð, raunar lýðræðislega skyldu, til að fylgja því eftir.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þetta er algeng spurning, en ef ekkert skýrt ferli er til staðar fyrir íbúa til að afla upplýsinga um verkefni sem í gangi eru eða knýja fram kosningar með lýðræðislegum aðferðum áður en verkefni hafa náð vissum punkti, þá þjóna beinar kosningar þeim eina tilgangi að vera popúlískt verkfæri í kistu þeirra sem vilja ekki sætta sig við niðurstöður fyrri lýðræðislegri ferla. Þess heldur, ef ekki er til staðar tiltekinn rammi utan um það hvenær verk megi stöðva með kosningu og hvenær það sé orðið of seint, býr það til mjög mikla áhættu og óvissu í allri áætlanagerð og getur ekki talist til góðrar stjórnsýslu. Beint lýðræði og íbúalýðræði snúast einmitt ekki bara um að setja hluti í beina kosningu. Þvert á móti getur það verið beinlínis skaðlegt lýðræði og góðum stjórnarháttum að setja mál í beina kosningu í hvert skipti sem einhverjum dettur í hug að kalla eftir því. Sérstaklega ef það er eftir hentisemi kjörinn fulltrúa í þau skipti sem þeir telja það góða leið til að afla stuðnings við verkefni sem þeim sjálfum hugnast, eða tækifærissinnuð leið til að stöðva áætlanir sem þeir eru á móti. Sú aðferð býður heim mikilli hættu á að pólitískar upphrópanir og gögn valin af hentisemi komi í stað upplýstrar umræðu í aðdraganda slíkrar kosningar. Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að setja Borgarlínu í beina kosningu undir yfirskyni aukins íbúalýðræðis, sem er til afgreiðslu á fundi Borgarráðs þessa vikuna, er dæmi um þetta. Óhætt er að segja að borgarstjórnarflokkur Pírata, og raunar allur núverandi meirihluti í borgarstjórn, leggi mikla áherslu á bæði íbúalýðræði og ábyrga stjórnsýslu. Raunverulegt beint íbúalýðræði er stærra verkefni en tilviljanakenndar beinar kosningar um einstaka mál. Það þarf að vera ofið inn í öll stig undirbúnings og ákvarðanatöku. Það fæst með reglulegri góðri og upplýsingagjöf, virkri þátttöku íbúa á öllum stigum og möguleikum á inngripum og kröfu um íbúakosningu eftir skýrum lýðræðislega skilgreindum leiðum, á ákveðnum tímum ferlisins, í kjölfar upplýstrar umræðu um málefnið. Borgarlínuáætlunin er yfirgripsmikil stefna um framtíðarskipulag borgarinnar. Hún er afrakstur margra ára vinnu sérfræðinga, með aðkomu íbúafunda og kjörinna fulltrúa í mörgum sveitarfélögum. Hún er afleiðing samtals við íbúa um hugmyndir þeirra um þéttingu byggðar, ferðamáta framtíðarinnar, borgarumhverfið og loftslagsmál. Þær áherslur voru lagðar til grundvallar að sviðsmyndagerð þar sem næst tók við mikil greiningarvinna á umferðarmynstri og væntri fólksfjölgun á svæðinu til næstu áratuga. Sú niðurstaða var skýr. Þess utan hefur síðan verið unnin mikil skipulagsvinna og aðrar áætlanir á tengdum sviðum sem gera ráð fyrir Borgarlínu í einhverri mynd og myndi sú vinna glatast ef hætt væri við á þessum tímapunkti, ásamt þeirri samstöðu sem náðst hefur milli sveitarfélaga og ríkisins um þessa leið sem myndi þurfa að ná að nýju um aðra aðferð. Byrja þyrfti frá grunni að skipuleggja samgöngur á svæðinu og þá þyrfti meðvitað að sleppa þeirri leið sem er metin best af öllum sem að ferlinu komu. Að lokum má svo vel benda á að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings borgarbúa í skoðanakönnunum og var þar að auki mikið í umræðunni fyrir kosningar og þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta gáfu allir skýr loforð um að úr henni myndi verða. Að mörgu leyti má lesa niðurstöðu síðustu borgarstjórnarkosninga á þann hátt að Borgarlínan hafi unnið. Ef einhvern tíma væri rétt að kalla eftir beinni kosningu um málefni, utan við skýrt lýðræðislegt ferli, væri það þegar um væri að ræða einstakt mál þar sem sterk rök lægju því til grundvallar að áætlun borgarstjórnar væri í mikilli andstöðu við vilja íbúa. Borgarlína er ekki slíkt mál. Hún var lýðræðislega unnin áætlun sem nýtur víðtæks almenns stuðnings og flokkarnir sem mynda meirihlutann hafa skýrt lýðræðislegt umboð, raunar lýðræðislega skyldu, til að fylgja því eftir.Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun