Jón Arnór: Gleði en ekki léttir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 21:57 Jón Arnór Stefánsson í leiknum í kvöld. vísir/Bára Íslendingar unnu Finna, 81-76, í undankeppni HM 2019 í kvöld og héldu þar með vonum sínum á lífi um sæti í lokakeppninni. Þetta var fyrsti sigur Íslands í undankeppninni og hann var kærkominn. Jón Arnór segir að liðsheildin, fyrst og fremst, hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik í allan dag. Og ég hafði engar áhyggjur,“ sagði hann eftir leikinn í kvöld. „Fjórði leikhluti var frábær hjá okkur þar sem við stöðvuðum þá á lykilstundum í vörn og settum niður stór skot í sókninni. Þegar mest lá við þá gerðum við langflest rétt.“ Finnar komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og héldu sjálfsagt einhverjir að þeir væru á góðri leið með að gera út um leikinn. En Jón Arnór sagði að það hafi fyrst og fremst verið þeim sjálfum að kenna. „En þegar Martin fór svo af stað þá ræður enginn við hann. Hann gat sprengt þetta upp og þá fór að losna um aðra í kringum hann. Skotin fóru að detta, við náðum að vekja upp baráttuanda í okkar liði og þá fór þetta að ganga betur. Við fráköstuðum betur og stjórnuðum taktinum lengst af í fjórða leikhluta.“ Það var mikil gleði eins og gefur að skilja en Jón Arnór segir að það hafi ekki verið léttir að landa sigrinum í kvöld. „Það var einhver að tala um að það væri heldur neikvæð umræða í kringum landsliðið sem mér finnst hafa verið frekar fáránleg ef ég á að vera hreinskilinn. Það var bara sterkt að vinna í dag, þetta var kærkominn sigur en fyrst og fremst gleði að vinna hér fyrir framan fólkið okkar.“ Tryggvi Hlinason missti af leiknum í kvöld þar sem hann er veðurtepptur í Svíþjóð. En hann kemur til landsins á morgun og verður að nýta tímann vel fram að leiknum gegn Tékklandi á sunnudag. „Við getum unnið hvaða lið sem er í Höllinni,“ sagði Jón Arnór bjartsýnn. „Vonandi getum við nýtt Tryggva því hann mun nýtast okkur vel. Annars þurfum við bara að hvíla okkur vel og safna orku því það er mjög stutt á milli leikja. Það verður mjög gaman að mæta aftur á sunnudag.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Íslendingar unnu Finna, 81-76, í undankeppni HM 2019 í kvöld og héldu þar með vonum sínum á lífi um sæti í lokakeppninni. Þetta var fyrsti sigur Íslands í undankeppninni og hann var kærkominn. Jón Arnór segir að liðsheildin, fyrst og fremst, hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik í allan dag. Og ég hafði engar áhyggjur,“ sagði hann eftir leikinn í kvöld. „Fjórði leikhluti var frábær hjá okkur þar sem við stöðvuðum þá á lykilstundum í vörn og settum niður stór skot í sókninni. Þegar mest lá við þá gerðum við langflest rétt.“ Finnar komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og héldu sjálfsagt einhverjir að þeir væru á góðri leið með að gera út um leikinn. En Jón Arnór sagði að það hafi fyrst og fremst verið þeim sjálfum að kenna. „En þegar Martin fór svo af stað þá ræður enginn við hann. Hann gat sprengt þetta upp og þá fór að losna um aðra í kringum hann. Skotin fóru að detta, við náðum að vekja upp baráttuanda í okkar liði og þá fór þetta að ganga betur. Við fráköstuðum betur og stjórnuðum taktinum lengst af í fjórða leikhluta.“ Það var mikil gleði eins og gefur að skilja en Jón Arnór segir að það hafi ekki verið léttir að landa sigrinum í kvöld. „Það var einhver að tala um að það væri heldur neikvæð umræða í kringum landsliðið sem mér finnst hafa verið frekar fáránleg ef ég á að vera hreinskilinn. Það var bara sterkt að vinna í dag, þetta var kærkominn sigur en fyrst og fremst gleði að vinna hér fyrir framan fólkið okkar.“ Tryggvi Hlinason missti af leiknum í kvöld þar sem hann er veðurtepptur í Svíþjóð. En hann kemur til landsins á morgun og verður að nýta tímann vel fram að leiknum gegn Tékklandi á sunnudag. „Við getum unnið hvaða lið sem er í Höllinni,“ sagði Jón Arnór bjartsýnn. „Vonandi getum við nýtt Tryggva því hann mun nýtast okkur vel. Annars þurfum við bara að hvíla okkur vel og safna orku því það er mjög stutt á milli leikja. Það verður mjög gaman að mæta aftur á sunnudag.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti