Fann að fáir þekktu mann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2018 15:00 Sigvaldi lék sína fyrstu keppnisleiki með íslenska landsliðinu í lok síðasta mánaðar. Vísir/Daníel Sigvaldi Guðjónsson hefur látið til sín taka með Elverum í Meistaradeild Evrópu og er í hópi markahæstu leikmanna keppninnar. Hann hefur skorað 33 mörk eða 5,5 mörk að meðaltali í leik. Sigvaldi segir að möguleikinn á að spila í Meistaradeildinni hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að hann gekk í raðir Elverum í sumar, í stað þess að vera áfram hjá Aarhus í Danmörku. „Ég myndi segja að þetta hafi verið skref upp á við, að spila í toppliði í Noregi og í Meistaradeildinni í staðinn fyrir að spila með liði um miðja deild í Danmörku. Þetta er aðeins stærri gluggi,“ sagði Sigvaldi í samtali við Fréttablaðið í gær.Möguleikinn til staðar Elverum tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í D-riðli Meistaradeildarinnar en hefur nú unnið fjóra leiki í röð og á góða möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Og þangað stefna Sigvaldi og félagar. „Fjögur lið berjast um að komast áfram. Við verðum að halda áfram að safna stigum. Næst er erfiður útileikur gegn Wisla Plock. Það væri frábært að ná í stig gegn þeim,“ sagði Sigvaldi sem skoraði níu mörk í fyrri leiknum gegn pólska liðinu. Það er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í Meistaradeildinni.Meiri hraði í Noregi Sigvaldi segir dönsku deildina sterkari en þá norsku, allavega hvað einstaka leikmenn varðar. „Taktískt er þetta mjög svipað. Hraðinn í Noregi er meiri en sú danska sterkari. Það er fleiri stjörnur þar,“ sagði Sigvaldi. Frammistaða hans á tímabilinu fór ekki fram hjá Guðmundi Guðmundssyni sem valdi hann í landsliðið fyrir leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Það voru fyrstu keppnisleikir Sigvalda með landsliðinu. Hann kom við sögu í báðum leikjunum og skoraði samtals fjögur mörk; þrjú gegn Grikkjum og eitt gegn Tyrkjum. „Þetta kom aðeins á óvart. Ég hef ekkert verið í hópnum upp á síðkastið. Það var frábært að fá símtalið frá Gumma og sérstaklega að spila heimaleik,“ sagði Sigvaldi sem fluttist til Danmerkur á unglingsaldri. „Það eru kannski ekki margir sem þekkja mig á Íslandi og maður fann það þegar maður var valinn í landsliðshópinn,“ bætti hornamaðurinn við.Draumurinn um HM Heimsmeistaramótið í Danmörku og Þýskalandi er handan við hornið og þangað vill Sigvaldi eðlilega komast. „Það er markmiðið en ég þarf að standa mig. Það væri algjör draumur að fara á stórmót með Íslandi,“ sagði Sigvaldi að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira
Sigvaldi Guðjónsson hefur látið til sín taka með Elverum í Meistaradeild Evrópu og er í hópi markahæstu leikmanna keppninnar. Hann hefur skorað 33 mörk eða 5,5 mörk að meðaltali í leik. Sigvaldi segir að möguleikinn á að spila í Meistaradeildinni hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að hann gekk í raðir Elverum í sumar, í stað þess að vera áfram hjá Aarhus í Danmörku. „Ég myndi segja að þetta hafi verið skref upp á við, að spila í toppliði í Noregi og í Meistaradeildinni í staðinn fyrir að spila með liði um miðja deild í Danmörku. Þetta er aðeins stærri gluggi,“ sagði Sigvaldi í samtali við Fréttablaðið í gær.Möguleikinn til staðar Elverum tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í D-riðli Meistaradeildarinnar en hefur nú unnið fjóra leiki í röð og á góða möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Og þangað stefna Sigvaldi og félagar. „Fjögur lið berjast um að komast áfram. Við verðum að halda áfram að safna stigum. Næst er erfiður útileikur gegn Wisla Plock. Það væri frábært að ná í stig gegn þeim,“ sagði Sigvaldi sem skoraði níu mörk í fyrri leiknum gegn pólska liðinu. Það er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í Meistaradeildinni.Meiri hraði í Noregi Sigvaldi segir dönsku deildina sterkari en þá norsku, allavega hvað einstaka leikmenn varðar. „Taktískt er þetta mjög svipað. Hraðinn í Noregi er meiri en sú danska sterkari. Það er fleiri stjörnur þar,“ sagði Sigvaldi. Frammistaða hans á tímabilinu fór ekki fram hjá Guðmundi Guðmundssyni sem valdi hann í landsliðið fyrir leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Það voru fyrstu keppnisleikir Sigvalda með landsliðinu. Hann kom við sögu í báðum leikjunum og skoraði samtals fjögur mörk; þrjú gegn Grikkjum og eitt gegn Tyrkjum. „Þetta kom aðeins á óvart. Ég hef ekkert verið í hópnum upp á síðkastið. Það var frábært að fá símtalið frá Gumma og sérstaklega að spila heimaleik,“ sagði Sigvaldi sem fluttist til Danmerkur á unglingsaldri. „Það eru kannski ekki margir sem þekkja mig á Íslandi og maður fann það þegar maður var valinn í landsliðshópinn,“ bætti hornamaðurinn við.Draumurinn um HM Heimsmeistaramótið í Danmörku og Þýskalandi er handan við hornið og þangað vill Sigvaldi eðlilega komast. „Það er markmiðið en ég þarf að standa mig. Það væri algjör draumur að fara á stórmót með Íslandi,“ sagði Sigvaldi að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Sjá meira