Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2018 16:49 Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór Leiguverð Mathallar á Hlemmi var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent á fjölmiðla vegna frétta lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi.Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að fasteignasalarnir þrír séu löggiltir sem allir eru með mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni. Reykjavíkurborg heldur því fram að með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum. Leiguverðið hefði þar með tekið mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina. Fasteignasalarnir þrír eru Dan Valgarð S. Wiium, Geir Sigurðsson og Helgi Bjarnason.Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017.Vísir/VilhelmHúsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, sem hýsir Mathöllina, var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að umhverfi á Hlemmi þótti ekki vera borgarprýði á þeim tíma sem ákveðið var að breyta Hlemmi í Mathöll og þörf á að lyfta svæðinu upp. Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis.Vísir/VilhelmReykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir króna en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir króna. Félag atvinnurekenda vill meina að leiguverðið á Hlemmi sé alltof lágt, eða tæpar 2.300 krónur á fermetrann, og geti aldrei staðið undir kostnaði við breytingar á húsnæðinu. Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði. Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Leiguverð Mathallar á Hlemmi var metið af þremur löggiltum fasteignasölum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg hefur sent á fjölmiðla vegna frétta lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi.Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf. með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg segir að fasteignasalarnir þrír séu löggiltir sem allir eru með mikla þekkingu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis í borginni. Reykjavíkurborg heldur því fram að með því að byggja á mati þeirra var tryggt að húsið væri leigt út á markaðskjörum. Leiguverðið hefði þar með tekið mið af stöðu atvinnuhúsnæðis á svæðinu auk þeirra kvaða sem borgin lagði á eignina. Fasteignasalarnir þrír eru Dan Valgarð S. Wiium, Geir Sigurðsson og Helgi Bjarnason.Mathöllin við Hlemm var opnuð í ágúst árið 2017.Vísir/VilhelmHúsaleiga fyrir fasteign Reykjavíkurborgar við Laugaveg 107, sem hýsir Mathöllina, var ákvörðuð í febrúar 2016 í leigusamningi og var 1.012.000 krónur á mánuði. Þann 26. maí 2017 var gerður viðauki við leigusamninginn þar sem leiga var hækkuð þar sem Reykjavíkurborg féllst á að kosta rafstýrðar grindur fyrir bása. Grindurnar eru hluti af innviðum hússins og munu haldast þar þótt skipt verði um rekstraraðila í húsinu. Leiguverð hækkaði þar með upp í 1.143.179 krónur á mánuði. Leiguverð er tryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar með grunndagsetningu þann 1. febrúar 2016. Vísitalan var í október 455,7 stig þannig að leigan var 1.209.254 krónur á mánuði. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að umhverfi á Hlemmi þótti ekki vera borgarprýði á þeim tíma sem ákveðið var að breyta Hlemmi í Mathöll og þörf á að lyfta svæðinu upp. Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis. Leigusamningur við núverandi leigutaka tiltekur ýmsar kvaðir á eigninni. Þar má ekki selja ferðamannavarning, salernin verða að vera opin og aðgengileg almenningi og miðrými hússins er ætlað farþegum Strætó.Reykjavíkurborg vill meina að það hafi tekist því nýlegar mælingar á umferð um Hlemm sýni að hún sé mikil auk þess sem fjöldi mathalla eru fyrirhugaðar víðs vegar um borgina í kjölfar þess verkefnis.Vísir/VilhelmReykjavíkurborg auglýsti á sínum tíma eftir samstarfsaðilum um rekstur í byggingunni og voru fjögur teymi sem sendu inn hugmyndir sínar. Teymi frá Sjávarklasanum fékk hæstu einkunn en það hafði m.a. þróað sitt verkefni í samstarfi við forráðamenn Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Áætlaður kostnaður borgarinnar við breytingar á húsnæðinu var í upphafi rúmlega 107 milljónir króna en heildarkostnaður varð rúmlega 308 milljónir króna. Félag atvinnurekenda vill meina að leiguverðið á Hlemmi sé alltof lágt, eða tæpar 2.300 krónur á fermetrann, og geti aldrei staðið undir kostnaði við breytingar á húsnæðinu. Því sé það mat félagsins að leigusamningur Reykjavíkurborgar við Hlemm – Mathöll ehf. feli í sér opinberan styrk við einkaaðila í samkeppnisrekstri sem raski samkeppni á markaði.
Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06