Verður Landspítalinn okkar? Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 10. mars 2017 09:00 Í vor mun ég útskrifast sem hjúkrunarfræðingur eftir fjögurra ára langt háskólanám. Í náminu hef ég fengið að kynnast starfsemi Landspítalans í verknámi og sem starfsmaður og ég hef litið björtum augum til framtíðarinnar þar. Því hefur lengi verið haldið að okkur hjúkrunarfræðinemunum að með breytti aldurssamsetningu þjóðar fari þörf á hjúkrunarfræðingum sífellt vaxandi. Við erum eftirsóttur starfskraftur og tækifærin eru á hverju strái. Þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga hefur sjaldan verið jafnmikil og skortur á þeim nemur hundruðum í dag. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur í för með sér fleiri dauðsföll, veldur því að þjónustu hrakar, sem og ánægju og vellíðan sjúklinga. En af hverju eru launin ekki í samræmi við þennan skort í starfsstéttinni?Raunveruleiki hjúkrunarfræðinga Við sem erum að útskrifast í vor höfum kynnt okkur mismunandi kjör vinnustaða. Niðurstöðurnar eru sláandi. 1. júní næstkomandi munu laun okkar hækka á Landspítalanum í samræmi við núverandi samninga. Þá er staðan þessi: > Landspítali: Byrjunarlaun: 375.304 kr >Reykjavíkurborg Byrjunarlaun: 437.603 kr >Sveitarfélög Byrjunarlaun: 430.244 kr Mismunurinn milli Landspítalans og Reykjavíkurborgar eru um það bil 62.300 kr. Á einu ári gera það um það bil 750 þúsund krónur. Vert er að benda á að þessi laun miðast við fullt starf en það eru ekki margir hjúkrunarfræðingar sem hafa tök á því að vera í 100% vaktavinnu. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er 71%. Ein helsta ástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar geta ekki ráðið sig inn í fullt starf er álag.Endurreisn heilbrigðiskerfis án hjúkrunarfræðinga? Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera um 20%. Verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015 endaði með lagasetningu á stéttina. Hjúkrunarfræðingar mega því ekki fara í verkfall fyrr en árið 2019. Af hverju á stéttin mín ekki að vera metin til jafns við aðrar stéttir hjá hinu opinbera? Ég vil vinna að bættri þjónustu sjúklinga og byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi. Ég hef starfað á spítalanum í tvö ár og ég vil starfa þar áfram en ég get það ekki. Ég mun því ekki sækja um starf á Landspítalanum eftir útskrift. Ég get ekki samþykkt þessi laun eftir háskólanámið mitt. Ljóst er að spítalinn og ríkisstjórnin verða að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum og grundvöllurinn eru sanngjörn grunnlaun til þess að útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér á spítalann og að starfandi hjúkrunarfræðingar endist í starfi. Vinsælt er að tala um endurreisn heilbrigðiskerfisins – eiga hjúkrunarfræðingar ekki að vera hluti af henni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í vor mun ég útskrifast sem hjúkrunarfræðingur eftir fjögurra ára langt háskólanám. Í náminu hef ég fengið að kynnast starfsemi Landspítalans í verknámi og sem starfsmaður og ég hef litið björtum augum til framtíðarinnar þar. Því hefur lengi verið haldið að okkur hjúkrunarfræðinemunum að með breytti aldurssamsetningu þjóðar fari þörf á hjúkrunarfræðingum sífellt vaxandi. Við erum eftirsóttur starfskraftur og tækifærin eru á hverju strái. Þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga hefur sjaldan verið jafnmikil og skortur á þeim nemur hundruðum í dag. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur í för með sér fleiri dauðsföll, veldur því að þjónustu hrakar, sem og ánægju og vellíðan sjúklinga. En af hverju eru launin ekki í samræmi við þennan skort í starfsstéttinni?Raunveruleiki hjúkrunarfræðinga Við sem erum að útskrifast í vor höfum kynnt okkur mismunandi kjör vinnustaða. Niðurstöðurnar eru sláandi. 1. júní næstkomandi munu laun okkar hækka á Landspítalanum í samræmi við núverandi samninga. Þá er staðan þessi: > Landspítali: Byrjunarlaun: 375.304 kr >Reykjavíkurborg Byrjunarlaun: 437.603 kr >Sveitarfélög Byrjunarlaun: 430.244 kr Mismunurinn milli Landspítalans og Reykjavíkurborgar eru um það bil 62.300 kr. Á einu ári gera það um það bil 750 þúsund krónur. Vert er að benda á að þessi laun miðast við fullt starf en það eru ekki margir hjúkrunarfræðingar sem hafa tök á því að vera í 100% vaktavinnu. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er 71%. Ein helsta ástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar geta ekki ráðið sig inn í fullt starf er álag.Endurreisn heilbrigðiskerfis án hjúkrunarfræðinga? Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera um 20%. Verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015 endaði með lagasetningu á stéttina. Hjúkrunarfræðingar mega því ekki fara í verkfall fyrr en árið 2019. Af hverju á stéttin mín ekki að vera metin til jafns við aðrar stéttir hjá hinu opinbera? Ég vil vinna að bættri þjónustu sjúklinga og byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi. Ég hef starfað á spítalanum í tvö ár og ég vil starfa þar áfram en ég get það ekki. Ég mun því ekki sækja um starf á Landspítalanum eftir útskrift. Ég get ekki samþykkt þessi laun eftir háskólanámið mitt. Ljóst er að spítalinn og ríkisstjórnin verða að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum og grundvöllurinn eru sanngjörn grunnlaun til þess að útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér á spítalann og að starfandi hjúkrunarfræðingar endist í starfi. Vinsælt er að tala um endurreisn heilbrigðiskerfisins – eiga hjúkrunarfræðingar ekki að vera hluti af henni?
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar